Ríkisstjórnin: Rætt um lengingu skólaskyldu í 10 ár Menntamálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórninni ýmsar breytingar á grunnskólalögunum, sem unnið er að í ráðuneytinu í samvinnu við kennarasamtökin. M.a. er gert ráð fyrir að lengja skólaskyldu í 10 ár.

Ríkisstjórnin: Rætt um lengingu skólaskyldu í 10 ár Menntamálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórninni ýmsar breytingar á grunnskólalögunum, sem unnið er að í ráðuneytinu í samvinnu við kennarasamtökin. M.a. er gert ráð fyrir að lengja skólaskyldu í 10 ár. Þá eru einnig fyrirætlanir um að hið opinbera komi meira inn í forskólastigið. Í því sambandi er m.a. í athugun að fóstrunám verði á háskólastigi.

Svavar Gestsson menntamálaráðherra sagði við Morgunblaðið, að þær hugmyndir um lagabreytingar sem hann hefði kynnt væru ekki nýjar, en ráðuneytið hefði viljað safna þeim saman svo fólk gæti áttað sig á því, í hvaða áföngum það vildi að breytingarnar tækju gildi. Þar á meðal væri lenging skólaskyldunar í 10 ár, aukin námsráðgjöf, að skólar og fræðsluumdæmi fái aukið vald og að foreldrar komi meira við sögu í skólum. Gert er ráð fyrir einsetnum skóla og lengri viðverutíma yngri barna í skólanum.

Skipuð hefur verið nefnd til að fjalla sérstaklega um forskólastig ið, og sagði Svavar að menntamálaráðuneytið vildi að forskólinn væri hluti af uppeldiskerfi landsins, þ.e.a.s. að dagvistarheimili séu ekki geymslustaðir heldur taki það opinbera mið af því, að flestir foreldrar vinna úti.

Svavar sagði að unnið væri að því í menntamálaráðuneytinu aðkoma heildarskipulagi á skólakerfið, frá forskóla til háskólastigs, og símenntunarkerfi til hliðar við það. Hann sagðist leggja mjög mikla áherslu á, að sem mest samstaða næðist um skólakerfið meðal þjóðarinnar. "Við erum ekki að vinna þarna til að koma fram flokkspólitískum sjónarmiðum heldur leitum við að samnefnara með þjóðinni allri, þannig að það verði friður um skólann og þjóðin sameinist um íslenska skólastefnu," sagði Svavar Gestsson.