Formannafundur BSRB: Kaupmáttur verði bættur Í ÁLYKTUN sem samþykkt var samhljóða á formannafundi BSRB í gærdag segir m.a. að BSRB sætti sig ekki við óbreyttan kaupmátt lágra launa og vilji fá hann bættan.

Formannafundur BSRB: Kaupmáttur verði bættur

Í ÁLYKTUN sem samþykkt var samhljóða á formannafundi BSRB í gærdag segir m.a. að BSRB sætti sig ekki við óbreyttan kaupmátt lágra launa og vilji fá hann bættan. Þá vill BSRB ganga til viðræðna við ríkisvaldið, í samvinnu við önnur samtök launþega, um leiðir til að efla velferðarkerfið og skapa launafólki betri lífskjör.

BSRB vill leita eftir samkomulagi um kjarasamning til ársloka þarsem samið verði um samræmingu á launakerfi BSRB og stigvaxandi kaupmátt auk kaupmáttartryggingar.