Bjórinn inn í landið fyrir 1. mars "VIÐ HÖFUM í 30 ár fengið að taka til okkar áfengi jafnóðum og það kemur til landsins," segir Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR.

Bjórinn inn í landið fyrir 1. mars "VIÐ HÖFUM í 30 ár fengið að taka til okkar áfengi jafnóðum og það kemur til landsins," segir Höskuldur Jónsson forstjóri

ÁTVR. Hann var spurður hvort verið gæti að óljóst orðalag í áfengislögum bæri að túlka svo, að bjór megi ekki koma inn í landið fyrr en 1. mars.

"Við getum hins vegar ekki tollafgreitt né selt bjór fyrr en 1. mars." Höskuldur kvaðst ekki líta svo á að vandræði ættu að verða með að koma ölinu í verslanir ÁTVR tímanlega til að selja það 1. mars.

"Ég veit hins vegar ekki hvernig verður með innlendu framleiðendurna, en við tökum við ölinu frá þeim þann 1. mars." Framleiðendum hefur verið gefinn kostur á að afhenda bjórinn til ÁTVR frá og með 17. þessa mánaðar.