Skipað í refanefnd MAGNÚS B. Jónsson búvísinda kennari á Hvanneyri hefur verið skipaður formaður nefndar tilað vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu loðdýrabúa, í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um aðstoð við loðdýrabændur.

Skipað í refanefnd

MAGNÚS B. Jónsson búvísinda kennari á Hvanneyri hefur verið skipaður formaður nefndar tilað vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu loðdýrabúa, í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um aðstoð við loðdýrabændur.

Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar á Framleiðnisjóður landbúnaðarins að taka 60 milljóna króna lán og verja til endurskipulagningarinnar. Aðrir í nefndinni eru Jón G. Guðbjörnsson framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Leifur Kr. Jóhannesson framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Nefndinni til aðstoðar verður Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambands bænda.