BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, kom til Atlanta í fyrrakvöld til að vera viðstaddur fyrstu helgi leikanna. Til stóð að Júlíus Hafstein, formaður ólympíunefndar Íslands, tæki á móti ráðherranum á flugvellinum en vegna mikillar umferðar komst bílstjóri Júlíusar ekki tímanlega á völlinn.
Björn þurfti að taka leigubíl BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, kom til Atlanta í fyrrakvöld til að vera viðstaddur fyrstu helgi leikanna. Til stóð að Júlíus Hafstein, formaður ólympíunefndar Íslands, tæki á móti ráðherranum á flugvellinum en vegna mikillar umferðar komst bílstjóri Júlíusar ekki tímanlega á völlinn. Rekja má þetta til þess að umferðin kringum flugvöllinn er meiri en áður, sem stafar af því að umferð er ekki hleypt eins nálægt flugstöðvarbyggingunni og áður. Gripið var til þeirra ráðstafana í kjölfar flugslyssins hræðilega við JFK flugvöllinn í New York í fyrradag.

Vegna þessa varð Björn ráðherra að grípa til þess ráðs að taka leigubíl á Marriott Marques hótelið þar sem forráðamenn ólympíuhreyfingar heimsins og gestir þeirra gista þessa dagana.