ARGENTÍNSKI tangóhópurinn El Gran Baile frá er væntanlegur hingað til lands og sýnir í Loftkastalanum 15., 16. og 17 ágúst næstkomandi. Hópurinn kemur hingað frá Kaupmannahöfn þar sem hann tekur þátt í dagskrá Kaupmannahafnar sem menningarborg Evrópu 1996. Einnig tekur hann þátt í alþjóðlegri danshátíð í Kaupmannahöfn sem ber heitið Dansandi borg '96.
Þekktur argentínskur tangóhópur væntanlegur

ARGENTÍNSKI tangóhópurinn El Gran Baile frá er væntanlegur hingað til lands og sýnir í Loftkastalanum 15., 16. og 17 ágúst næstkomandi. Hópurinn kemur hingað frá Kaupmannahöfn þar sem hann tekur þátt í dagskrá Kaupmannahafnar sem menningarborg Evrópu 1996. Einnig tekur hann þátt í alþjóðlegri danshátíð í Kaupmannahöfn sem ber heitið Dansandi borg '96.

Hópinn skipa þriggja manna hljómsveit, tveir dansarar og einn söngvari. Í kynningu segir að koma hópsins sé hvalreki fyrir Íslendinga því hópurinn sé einn sá þekktasti í Argentínu. Þetta eru fyrstu skiptin sem hópurinn kemur fram á Norðurlöndum. Stefnt er að því að Kramhúsið efni til hópkennslu, "work shop", fyrir tangóunnendur í samvinnu við El Gran Baile á meðan á dvöl hópsins stendur.

TANGÓDANSARARNIR Susana Rojo og Hector Falcón koma til Íslands í ágúst.