AÐALDAGSKRÁ miðsumarhátíðarinnar á Selfossi er í dag, laugardag, og hefst klukkan 10.00 með tjaldmarkaði í tveimur stórum tjöldum í Tryggvagarði við Austurveg, en leiktæki fyrir börn verða í Tryggvagarði.

Miðsumarhátíð á Selfossi

AÐALDAGSKRÁ miðsumarhátíðarinnar á Selfossi er í dag, laugardag, og hefst klukkan 10.00 með tjaldmarkaði í tveimur stórum tjöldum í Tryggvagarði við Austurveg, en leiktæki fyrir börn verða í Tryggvagarði.

Klukkan 11.00 hefst firmakeppni í kassabílaralli Guðnabakarís. Skemmtiskokk Adidas hefst klukkan 12.00 og kl. 13 fara sérútbúnir bílar, sportbílar, mótorhjól og fleiri farartæki í eigu Selfyssinga hringferð um bæinn. Um kl. 13.30 verða veittar viðurkenningar í kassabílarallinu og einnig viðurkenningar fyrir fallegustu einkagarðana á Selfossi svo og fyrir fyrirtækjalóðir. Klukkan 14 eru tónleikar í Tryggvagarði með Bítlavinafélaginu, Emilíönu Torrini, Radíusbræðrum, Reaggie on Ice, Skítamóral og Vinum vors og blóma.

Í tilefni dagsins verður grillað um allan bæ, og oks verður Bylgjuball í Inghól en Bylgjan verður með beinar útsendingar frá Selfossi. Í verslunum og veitingahúsum eru síðan sumartilboð af ýmsu tagi og frítt er á tjaldsvæði á Selfossi um helgina og frítt í sund í dag.