GREIDD voru atkvæði um hugsanlegt vanhæfi þriggja skólamanna í bæjarstjórn Hornafjarðarbæjar áður en tillögur um framtíðarfyrirkomulag skólahalds þar komu til afgreiðslu. Mennirnir eru skólastjórar Hafnarskóla og Heppuskóla og kennari við Nesjaskóla. Þeir voru ekki taldir vanhæfir og tóku því þátt í afgreiðslu málsins, sem nú hefur verið kærð til félagsmálaráðuneytis, með vísan til
Hæfi eða vanhæfi skólamanna

í bæjarstjórn Hornafjarðar Ákvörðun um megin-

stefnu í skólamálum

GREIDD voru atkvæði um hugsanlegt vanhæfi þriggja skólamanna í bæjarstjórn Hornafjarðarbæjar áður en tillögur um framtíðarfyrirkomulag skólahalds þar komu til afgreiðslu. Mennirnir eru skólastjórar Hafnarskóla og Heppuskóla og kennari við Nesjaskóla. Þeir voru ekki taldir vanhæfir og tóku því þátt í afgreiðslu málsins, sem nú hefur verið kærð til félagsmálaráðuneytis, með vísan til stjórnsýslulaga.

Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri í Hornafjarðarbæ, segir að það væri hlálegt ef félagsmálaráðuneytið, sem áður hefur úrskurðað að skólastjórnendur og kennarar geti setið í sveitarstjórnum, færi nú að úrskurða sömu menn vanhæfa. Hann segir að þarna sé um að ræða ákvörðun um meginstefnu í skólamálum, sem engin áhrif hafi á persónulega hagi þeirra skólastjóra og kennara sem um ræðir.

Bæjarstjórnin sammála um meginstefnu

Sturlaugur segir ennfremur að bæjarstjórnin öll sé mjög sammála um meginstefnuna í skólamálum og því hefði það engu breytt um ákvörðunina þótt umræddir bæjarstjórnarmenn hefðu vikið sæti.

Þessi sama ákvörðun bæjarstjórnar hefur einnig verið kærð til umboðsmanns barna. Um þá kæru segir bæjarstjórinn að ákvörðunin um þrískiptingu grunnskólans sé fyrst og fremst tekin vegna barnanna. "Með þessu erum við að stíga skref sem sum sveitarfélög treysta sér ekki til að taka á áratug," segir Sturlaugur.

Álitið heildarskipulagsmál

Albert Eymundsson, skólastjóri Hafnarskóla og einn bæjarstjórnarmanna, segist oft hafa haft frumkvæði að því að víkja sæti og vekja athygli á vanhæfi, og hafi samstarfsmönnum hans oft þótt nóg um. "Ég hef verið viðkvæmur fyrir þessu vanhæfi og er það áfram, og það kæmi vel á vondan ef ég færi nú að lenda í þessu sjálfur. Menn litu bara á þetta sem heildarskipulagsmál, en ekki málefni hverrar stofnunar fyrir sig, þannig að það hefur sjálfsagt verið þess vegna sem þeir töldu okkur ekki vanhæfa í þessu máli," segir Albert.

Eru skólamenn yfirleitt kjörgengir til sveitarstjórna?

Sævar Kristinn Jónsson, kennari við Nesjaskóla, sem jafnframt á sæti í bæjarstjórn, telur sig ekki vanhæfan til að fjalla um mál grunnskólans, ekki síst í ljósi þess að hann sé að fara í launalaust leyfi frá kennslu. Hann segist hinsvegar velta því fyrir sér hvort kennarar og skólastjórnendur séu yfirleitt kjörgengir til sveitarstjórna eftir að sveitarfélögin hafa yfirtekið rekstur grunnskólanna.

Ekki náðist í Guðmund Inga Sigbjörnsson, skólastjóra Heppuskóla, þar sem hann er staddur erlendis.