FJÖLDI kríuunga hefur verið drepinn á Neðribyggðarvegi skammt norðan Blönduóss, milli Blöndubakka og Bakkakots. Að sögn Valdimars Guðmannssonar, fyrrum bónda í Bakkakoti, er þetta með því mesta sem hann man eftir.
SRefasveit Stórfellt

dráp

kríuunga

Blönduósi. Morgunblaðið.

FJÖLDI kríuunga hefur verið drepinn á Neðribyggðarvegi skammt norðan Blönduóss, milli Blöndubakka og Bakkakots. Að sögn Valdimars Guðmannssonar, fyrrum bónda í Bakkakoti, er þetta með því mesta sem hann man eftir.

Ástæður þessa ungadráps eru að sögn Valdimars ógætilegur akstur um veginn. Ungarnir setjast gjarnan á veginn og eru heldur seinir í svifum og þurfa menn að sýna aðgát í akstri þegar ekið er í gegn um kríuvarp. Valdimar Guðmannsson taldi að þetta hefði gerst um síðastliðna helgi og að minnsta kosti um 30 ungar verið drepnir.

Mun fleiri ungar hafa drepist vegna ógætilegs aksturs

Í vettvangskönnun sl. fimmtudag kom í ljós að mun fleiri ungar hafa látið lífið vegna ógætilegs aksturs. Hvort sem hér er um vilja- eða óviljaverk að ræða er ljóst, sagði Valdimar, að sá eða þeir sem hér hafa verið að verki eru ekki í sterkum tengslum við umhverfi sitt.

Á myndinni virðir Haukur Ásgeirsson á Blönduósi fyrir sér kríuungahræ sem safnað var saman á örstuttum vegarkafla á Neðribyggðarvegi.

Morgunblaðið/Jón Sigurðsson