Hljómsveitarstjórinn prússneski; tággrannur sem spanskreyrssproti spilaði sig gegnum Hitlers-Þýskaland á hakakrossrauðum flygli: Augun grá sem píanóstrengir: Framleiddi svo páskagulan Beethoven fyrir Deutsche Grammophon og var tímalaust ofurmenni.


TRYGGVI V. LÍNDALHERBERT VON KARAJAN

Hljómsveitarstjórinn prússneski;

tággrannur sem spanskreyrssproti

spilaði sig gegnum Hitlers-Þýskaland

á hakakrossrauðum flygli:

Augun grá sem píanóstrengir:

Framleiddi svo páskagulan Beethoven

fyrir Deutsche Grammophon

og var tímalaust ofurmenni.

Kenndi sér loks nokkurs kvefs

eftir hálfa öld á Parnassus;

sagði af sér, hvarf

til Svartaskóga, upprunans.

Ekki á vit goðsögunnar;

heldur fann hvernig líkaminn

var að breytast í mold.

Höfundur er rithöfundur og þjóðfélagsfræðingur.