ALLIR útlendingar frá löndum utan Evrópusambandsins sem vilja setjast að í Hollandi þurfa að læra hollensku, að sögn talsmanns hollenskra stjórnvalda. Innflytjendum er einnig skylt að sitja námskeið í félagsaðlögun og fá leiðbeiningar um atvinnumöguleika, að viðlagri sekt sem nemur um 250.000 krónum, og sviptingu félagslegra réttinda.

Læri hollensku

ALLIR útlendingar frá löndum utan Evrópusambandsins sem vilja setjast að í Hollandi þurfa að læra hollensku, að sögn talsmanns hollenskra stjórnvalda. Innflytjendum er einnig skylt að sitja námskeið í félagsaðlögun og fá leiðbeiningar um atvinnumöguleika, að viðlagri sekt sem nemur um 250.000 krónum, og sviptingu félagslegra réttinda.

Andrés hættir í flotanum

ANDRÉS Bretaprins hyggst hætta hermennsku innan þriggja ára, að því er breska varnarmálaráðnuneytið greindi frá í gær. Fyrr á þessu ári skildi Andrés við konu sína, hertogaynjuna af York, Söru Ferguson. Hann er nú þyrluflugstjóri í flotanum.

Bjartsýnn á sameiningu

JIMMY CARTER, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði á fimmtudag að aukin stjórnmálasamskipti Norður-Kóreu við önnur ríki gæfu tilefni til bjartsýni á að Norður- og Suður-Kórea gæti orðið eitt ríki á ný. Sagði Carter að samræður n-kóreskra og bandarískra stjórnarerindreka muni "bera ríkulegan ávöxt."

Í lífshættu vegna eitrunar

TVÖ börn eru í lífshættu vegna matareitrunarinnar, sem upp kom í skólaeldhúsum í Japan í byrjun vikunnar. Nærri 6.000 börn hafa veikst, flest eftir að hafa borðað hráan ál en einnig veiktust allmörg börn sem snæddu reykt svínakjöt. Bakterían sem sýkingunni veldur, kallast 0-157 og er ristilbaktería.

Morðingi Moros næst

ÍTALINN Germano Maccari, sem fyrr í vikunni var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Aldo Moro, forsætisráðherra Ítalíu, árið 1978, var handtekinn í gær. Áfrýi Maccari dóminum má hann ganga laus samkvæmt lögum en óttast var að hann myndi flýja.

Hlutverk Dí-

önu mikilvægt

JOHN MAJOR, forsætisráðherra Bretlands, sagði á fimmtudag að Díana prinsessa myndi halda áfram að gegna mikilvægu hlutverki á opinberum vettvangi, þrátt fyrir að hún væri skilin við Karl prins og hefði ekki lengur konunglegan titil. Sagði Major að Díana heyrði til konungsfjölskyldunni og svo yrði áfram, og því væri ekki annars að vænta en að hún myndi halda áfram að taka þátt í opinberu lífi í Bretlandi.

Andrés prins