Suðursveit-Heyskapur er nú á síðasta snúningi hér í sveit. Spretta hefur verið góð, svo og tíð lengst af. Gífurleg sandarækt hefir átt sér stað á undanförnum árum, og er nú svo komið að meginþorri heyfengs er af henni. Flestir rúlla heyinu, en einn og einn heldur tryggð við gömlu bindivélina að hluta. Vonandi lenda þær vélar ekki á byggðasafni innan tíðar.
Mikil ræktun á söndunum

Suðursveit - Heyskapur er nú á síðasta snúningi hér í sveit. Spretta hefur verið góð, svo og tíð lengst af.

Gífurleg sandarækt hefir átt sér stað á undanförnum árum, og er nú svo komið að meginþorri heyfengs er af henni.

Flestir rúlla heyinu, en einn og einn heldur tryggð við gömlu bindivélina að hluta. Vonandi lenda þær vélar ekki á byggðasafni innan tíðar.

Myndin er tekin af heyskap á Kálfafellsaurum, þar sem skárarnir eru tæplega kílómetra langir. Eins gott að sofna ekki undir stýri!