LAUGARDAGINN 20. júlí kl. 16 verður opnuð sýning í Deiglunni á Akureyri á málverkum Gunnars Karlssonar. Sýningin er liður í Listasumri og stendur út júlímánuð. Gunnar er fæddur að Helluvaði í Rangárvallasýslu 1959 og nam málaralist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1975­ 1979 og við Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi frá 1980­1982.

Gunnar

í Deiglunni

LAUGARDAGINN 20. júlí kl. 16 verður opnuð sýning í Deiglunni á Akureyri á málverkum Gunnars Karlssonar. Sýningin er liður í Listasumri og stendur út júlímánuð. Gunnar er fæddur að Helluvaði í Rangárvallasýslu 1959 og nam málaralist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1975­ 1979 og við Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi frá 1980­1982. Hann hefur haldið fjórar einkasýningar, síðast í Listasafni Kópavogs 1995, ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga.