SOFFÍA SÍMONARDÓTTIR

Soffía Símonardóttir fæddist á Selfossi 7. apríl 1907. Hún lést á öldrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi að kvöldi 9. júlí síðastliðins. Þar hafði hún dvalið sl. fimm og hálft ár. Foreldrar hennar voru Símon Jónsson bóndi, smiður og eftirlitsmaður Ölfusárbrúar, og Sigríður Sæmundsdóttir húsfreyja á Selfossi. Systkini Soffíu voru Gunnar, síðar bóndi á Selfossi, Sesselía, Sæmundur símritari, Áslaug símavaktstjóri, Þóra Jóna og Eva Þorfinnsdóttir uppeldissystir þeirra. Soffía giftist Friðrik Steinssyni bakara árið 1930 . Hann lést 25.7. 1975. Þeirra börn eru: 1) Friðrik, f. 19. sept. 1930, verslunarmaður á Selfossi og síðar í Reykjavík. Friðrik giftist Sigríði Sumarliðadóttur árið 1951 og slitu þau samvistum árið 1968. Þau eiga fimm börn, 12 barnabörn og eitt barnabarnabarn. 2) Sigríður Friðriksdóttir, f. 6. des 1945, d. 30.11. 1992. Hún hóf sambúð með Kjartani Skaftasyni og áttu þau einn son og tvö barnabörn. Þau slitu samvistum. Sigríður giftist síðar Árna Jóhannssyni, Blöndugerði, Tunguhreppi í N-Múlasýslu árið 1965 og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. Útför Soffíu fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.