Kaupmannahöfn: Eiríkur Smith í Gallerí SCAG Jónshúsi. Í GALLERÍ SCAG í Amaligade, var opnuð þriðja íslenska einkasýningin, laugardaginn 11. mars. Eru þar 20 vatnslitamyndir og 7 olíumálverk Eiríks Smith og hlýtur sýningin mikið lof þeirra, sem séð hafa.

Kaupmannahöfn: Eiríkur Smith í Gallerí SCAG Jónshúsi.

Í GALLERÍ SCAG í Amaligade, var opnuð þriðja íslenska einkasýningin, laugardaginn 11. mars. Eru þar 20 vatnslitamyndir og 7 olíumálverk Eiríks Smith og hlýtur sýningin mikið lof þeirra, sem séð hafa.

Danskur listmálari frá Skagen komst svo að orði er hann gekk út úr galleríinu, að gott væri aða.m.k. einn norrænn listamaður gæti málað landslag. Vatnslitamyndirnar eru allar nýjar, gerðar í ár og í fyrra og hafa 3 þeirra selst. Sýning Eiríks Smith stendur fram yfir páska, en næst sýnir Kjartan Guðjónsson og síðan Edda Jónsdóttir.

­ G.L. Ásg.

Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir

Eitt verka Eiríks Smith.