30. mars 1989 | Forsíða | 90 orð

Ríki Palestínumanna: Arafat útnefndur forseti Túnis. Reuter.

Ríki Palestínumanna: Arafat útnefndur forseti Túnis. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), var í gær útnefndur forseti Palestínuríkis af framkvæmdastjórn samtakanna, að sögn Ahmeds Abderrahmans, talsmanns PLO.

Ríki Palestínumanna: Arafat útnefndur forseti Túnis. Reuter.

YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), var í gær útnefndur forseti Palestínuríkis af framkvæmdastjórn samtakanna, að sögn Ahmeds Abderrahmans, talsmanns PLO.

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar þarf að hljóta staðfestingu miðstjórnar PLO, sem kemur saman í Túnis á morgun, föstudag. Talið var nær öruggt að miðstjórnin leggði blessun sína yfir útnefninguna. Abderrahman sagði að ef hún hlyti samþykki yrði Arafat forseti Palestínu unz lýðræðislegar kosningar gætu farið fram.

Þjóðarráð Palestínumanna (PNC) lýsti yfir stofnun Palestínuríkis á fundi í Algeirsborg í nóvember síðastliðnum.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.