Næturgrillið: Tveir menn játa mikla leynivínsölu 32 ÁRA maður, eigandi Nætur grillsins og 20 ára starfsmaður hans hafa játað fyrir lögreglu umfangsmikla áfengissölu undanfarið ár.

Næturgrillið: Tveir menn játa mikla leynivínsölu

32 ÁRA maður, eigandi Nætur grillsins og 20 ára starfsmaður hans hafa játað fyrir lögreglu umfangsmikla áfengissölu undanfarið ár. Viðskiptin fóru þannig fram að viðskiptavinirnir hringdu í fyrirtækið, pöntuðu grillmat og áfengi. Grunlausir leigu- eða sendibifreiðastjórar voru fengnir til að keyra pakkana til viðtakenda. Áfengisflöskuna seldu mennirnir á 3000 krónur. Þeir hafa verið látnir lausir enda er málið talið upplýst.

Málið komst upp þegar menn frá almennu lögreglunni stöðvuðu starfsmanninn, grunaðan um ölvun við akstur á föstudaginn langa. Í bíl hans fundust nokkrar áfengisflöskur. Rannsóknardeild lögreglunnar hafði um nokkurt skeið haft grun um að starfsemi sem þessi færi fram í fyrirtækinu og hafði leynivínsala í minna mæli áður sannast á eigandann. Yfirheyrslur yfir starfsmanninum á föstudaginn langa leiddu svo til þess aflað var heimildar til leitar í Næt urgrillinu og á heimili eiganda þess, sem var handtekinn og færður til yfirheyrslu.

Við yfirheyrslurnar játuðu mennirnir að hafa stundað umfangsmikla áfengissölu síðastliðið ár og er þáttur þeirra talinn upplýstur. Að sögn Friðriks Gunnarssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur ekki verið rekin ákvörðun um hvort rekstrarleyfi Næturgrillsins verður afturkallað en sú hlið málsins verður tekin til skoðunar.