30. mars 1989 | Myndlist | 193 orð

Formæfingar Yfir páskahelgina sýndi Lars Emil Árnason ýmsar æfingar úr

Formæfingar Yfir páskahelgina sýndi Lars Emil Árnason ýmsar æfingar úr formasmiðju sinni í Ásmundarsal á Freyjugötu 41. Lars Emil telst af yngstu kynslóð myndlistarmanna og mun hafa útskrifast úr Nýlistadeild MHÍ fyrir fáum árum.

Formæfingar Yfir páskahelgina sýndi Lars Emil Árnason ýmsar æfingar úr formasmiðju sinni í Ásmundarsal á Freyjugötu 41. Lars Emil telst af yngstu kynslóð myndlistarmanna og mun hafa útskrifast úr Nýlistadeild MHÍ fyrir fáum árum.

Og vissulega má sjá það á myndum hans, að hann er helst upptekinn af því, sem er að gerast úti í hinum stóra heimi, eða réttara heldur að sé að gerasst, og honum beri skylda til að rækta og opinbera löndum sínum. Þessi grein nýlista nefnist nýstrangflatalist, og er Svisslendingurinn Helmut Federle einn af þekktustu fulltrúum hennar umþessar mundir, en hann kenndi einmitt í Nýlistadeild MHÍ fyrir nokkrum árum. Sá var þá ekki orðinn jafnfrægur og seinna varð.

Sjá má greinileg áhrif frá Federle í nokkrum mynda Lars Emils, en að öðru leyti eru þetta flest gamalkunn form úr smiðju strangflatalistar fortíðarinnar.

En á bak við myndirnar má finna vissa sannfæringu og einlægni og myndirnar eru útfærðar af mikilli natni og stakri samviskusemi. Sums staðar bregður og fyrir persónulegum litasamböndum og það er einmitt veigurinn við sýninguna, en að öðru leyti ber hún öll einkenni ómót aðs og leitandi listamanns.

Verk eftir Lars Emil

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.