ATLANTAL-fundur í Reykjavík í næstu viku: Upphafleg hugmynd um stækkun ÍSAL aftur rædd Hagkvæmari kostur en bygging nýs álvers Í NÆSTU viku munu koma saman til fundar í Reykjavík fulltrúar ATLANTAL-hópsins þar sem fjallað verður um endanlega niðurstöðu...

ATLANTAL-fundur í Reykjavík í næstu viku: Upphafleg hugmynd um stækkun ÍSAL aftur rædd Hagkvæmari kostur en bygging nýs álvers

Í NÆSTU viku munu koma saman til fundar í Reykjavík fulltrúar ATLANTAL-hópsins þar sem fjallað verður um endanlega niðurstöðu hagkvæmniskönnunar Bechtel Inc. á byggingu nýs álvers á Íslandi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er áhugi fyrirtækjanna fjögurra á álverinu mismunandi mikill eftir að í ljós kom að stofnkostnaður við nýtt álver er meiri en menn áttu von á. Fleiri möguleikar eru því inni í myndinni en nýtt álver, m.a. sá að upphaflegri hugmyndum stækkun álversins í Straumsvík verði hrundið í framkvæmd með þátttöku þriggja af þeim fjórum fyrirtækjum sem mynda ATLANTAL-hópinn.

Fyrirtækin fjögur eru, auk Alusuisse, Gr¨angers Aluminium í Svíþjóð, Alumined BV í Hollandi og Austria Metall í Austurríki. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er áhuginn mestur hjá Alusuisse og Gr¨angers, minni hjá Alumined BV og minnstur hjá Austria Metall sem hefur fleiri möguleika til skoðunar.

Alusuisse var fráhverft stækkun ÍSAL þar til í fyrra er hagur fyrirtækisins vænkaðist mjög í kjölfar mikillar hækkunar á áli á heimsmarkaði. Við þetta gjörbreyttist staða fyrirtækisins og nú hefur það mikinn áhuga á að stækka ÍSAL eða taka þátt, með öðrum, í byggingu nýs álvers. Meðal þeirra möguleika sem ræddir verða á fundinum í Reykjavík er, auk þeirra sem áður er getið, sá að um einhvers konar rekstrarleg tengsl nýs álvers við ÍSAL yrði að ræða.

Það sem liggur til grundvallar þessum nýju flötum á málinu er fyrrgreind hagkvæmniskönnun sem sýnir að bygging nýs álvers er óhagkvæmari en áður var talið. Mun hagkvæmara er að stækka ÍSAL og rætt hefur verið um að sú stækkun yrði aldrei minni en tvöföldun núverandi verksmiðju eða stækkunum 80-90.000 tonna framleiðslugetu.