30. mars 1989 | Innlendar fréttir | 103 orð

Ný Flugleiðaþota fullsmíðuð AP Smíði fyrstu Boeing 737-400 þotu Flugleiða er nú

Ný Flugleiðaþota fullsmíðuð AP Smíði fyrstu Boeing 737-400 þotu Flugleiða er nú lokið og var meðfylgjandi mynd tekin af henni á athafnasvæði Boeing í Seattle í Bandaríkjunum þarsem alls kyns prófanir fara nú fram á henni, s.s. á stjórntækjum og kerfum...

Ný Flugleiðaþota fullsmíðuð AP Smíði fyrstu Boeing 737-400 þotu Flugleiða er nú lokið og var meðfylgjandi mynd tekin af henni á athafnasvæði Boeing í Seattle í Bandaríkjunum þarsem alls kyns prófanir fara nú fram á henni, s.s. á stjórntækjum og kerfum, eldsneytis- og vökvakerfi, og hreyflum, að sögn Ólafs Marteinssonar, sem hefur eftirlit með smíði þotunnar vestra fyrir hönd Flugleiða. Sagði hann að vinna við þotuna hefði gengið að óskum og engin vandamál komið upp. Smíði annarrar Flugleiðaþotu sömu tegundar er langt á veg komin. Fyrsta reynsluflug er fyrirhugað 20. apríl. Síðan verður hún máluð í litum Flugleiða og afhent félaginu 28. apríl.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.