30. mars 1989 | Innlendar fréttir | 116 orð

Greiðslustöðvun hjá Vélsmiðju Ól. Olsen

Greiðslustöðvun hjá Vélsmiðju Ól. Olsen VÉLSMIÐJU Ól. Olsen í Njarðvík hefur nýlega verið veitt greiðslustöðvun til þriggja mánaða.

Greiðslustöðvun hjá Vélsmiðju Ól. Olsen

VÉLSMIÐJU Ól. Olsen í Njarðvík hefur nýlega verið veitt greiðslustöðvun til þriggja mánaða. Lögmaður og viðskiptafræðingur, sem aðstoða munu stjórnina á greiðslustöðvunartímanum, vinna nú að því að fá heildaryfirlit um skuldir félagsins en stjórn félagsins hyggst freista þess að ná samkomulagi við kröfuhafa og forða fyrirtækinu frá rekstrarstöðvun.

Í greinargerð frá félaginu segirað vélsmiðjan hafi verið rekin með verulegu tapi síðastliðin ár og megi rekja erfiðleikana til mikils fjármagnskostnaðar og tímabundins verkefnaskorts. Hins vegar liggi fyrir verkefni sem fleytt gætu fyrirtækinu áfram, takist að semja um lausafjárskuldir. Færa megi rök fyrir því að félagið eigi fyrir skuldum en verðmæti fasteigna þess sé háð framboði og eftirspurn á hverjum tíma.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.