Flugmál Bandaríkjamenn kaupa 150 Fokker-100 Arnhem. Frá Eggerti H. Kjartanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Fokker-verksmiðjurnar í Hollandi seldu nýlega bandaríska flugfélaginu American Airlines 150 flugvélar af gerðinni Fokker100 fyrir u.þ.b.

Flugmál Bandaríkjamenn kaupa 150 Fokker-100 Arnhem. Frá Eggerti H. Kjartanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Fokker-verksmiðjurnar í Hollandi seldu nýlega bandaríska flugfélaginu American Airlines 150 flugvélar af gerðinni Fokker100 fyrir u.þ.b. 160 milljarða ísl. kr. Þetta er stærsti viðskiptasamningur sem hollenskt fyrirtæki hefur gert til þessa.

Þetta er ennfremur stærsti samningur sem evrópskir flugvélaframleiðendur hafa gert við bandarískt flugfélag. Langur biðlisti hjá bandarískum flugvélaframleiðendum, svosem Boeing-verksmiðjunum, og öryggi Fokker-100 flugvéla eru taldar helstu ástæður þess að Fokker tókst að ná svo mikilvægum samningi. Talið er að bandarísku flugfélögin United Airlines og Delta Airlines kaupi á næstunni alls 300 vélar af gerðinni Fokker-100. Fokker-verk smiðjurnar íhuga nú kaup á Shorts Brother-verksmiðjunum á Írlandi til þess að geta annað eftirspurn.

Reuter