Stjórnun HP á Íslandi aftur Íslandsmeistari HEWLETT Packard á Íslandi varð hlutskarpast í úrslitakeppninni um titilinn Íslandsmeistari í stjórnun 1989 sem fram fór sl. laugardag.

Stjórnun HP á Íslandi aftur Íslandsmeistari

HEWLETT Packard á Íslandi varð hlutskarpast í úrslitakeppninni um titilinn Íslandsmeistari í stjórnun 1989 sem fram fór sl. laugardag. Keppni þessi er hluti af norrænu stjórnunarkeppninni og fara tvö efstu liðin í keppninni til Kaupmannahafnar og keppa í úrslitakeppninni um titilinn Norðurlandameistari í stjórnun 1989.

Fyrirtæki senda lið til kepnninnar og fá þau í hendur ímyndað framleiðslufyrirtæki og keppa síðan í að ná sem mestum uppsöfnuðum hagnaði yfir tímabilið. Níu fyrirtæki komust í úrslit að þessu sinni einsog áður hefur verði greint frá. Í fyrsta sæti nú varð Hewlett Packard á Íslandi, líkt og í fyrra, og í öðru sæti Félagsstofnun stúdenta. Þessi fyrirtæki halda því utan fyrir Íslands hönd og keppa um Norður ladnameistaratitilinn. Í þriðja sæti varð síðan lið Johan Rönning hf.

AISEC Ísland, alþjóðasamtök viðskipta- og hagfræðinema sjá um framkvæmd keppninnar hér heima og eiga fulltrúa í keppnisstjórn Norðurlandakeppninnar.