Þróunarfélagið semur við bandarískt fyrirtæki ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hefur gengið frá samkomulagi við bandarískt fyrirtæki, Rain Hill Group, en fyrirtækið hefur það hlutverk að leita að samstarfsfyrirtækjum eða tækninýjungum fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki.

Þróunarfélagið semur við bandarískt fyrirtæki

ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hefur gengið frá samkomulagi við bandarískt fyrirtæki, Rain Hill Group, en fyrirtækið hefur það hlutverk að leita að samstarfsfyrirtækjum eða tækninýjungum fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki. Samningurinn kveður á um að Þróunarfélagið geti átt innangegnt með þau íslensku mál sem félagið metur svo að geti átt erindi inn á alþjóðlegan markað. Á fundi Þróunarfélagsins með Rain Hill í mars voru kynnt fimm íslensk fyrirtæki og uppfinningar. Eftir frumskoðun hefur Rain Hill nú þegar óskað eftir upplýsingum um þrjú þessara mála.