Borghild Albertsson Amma mín, Borghild Albertsson, er jarðsett frá Fossvogskirkju í dag. Mig langar á kveðjustund til að minnast hennar með nokkrum orðum. Amma var norsk, frá Sunnmæri í Noregi, en fluttist til Íslands árið 1924. Hún var eins og ömmur eigaað vera, hlý, kærleiksrík og örlát. Sem barn var ég mikið hjá ömmu minni og gisti hjá henni um hverja helgi í mörg ár. Það var fastur liður að hringja í ömmu seinni hluta laugardags. Þá var þegar ákveðið, að ég ætlaði til ömmu, en ég vildi ekki biðja um það, heldur láta hana um að bjóða mér. Reyndar vissi hún yfirleitt hvers kyns var, en lét ekkiá neinu bera.

Amma var reglusöm, fór snemmaá fætur og yfirleitt snemma að sofa. Oft kom þó fyrir að ég hélt fyrirhenni vöku. Upp í stóra hjónarúminu hjá ömmu þurfti margt að ræðaog þar báðum við bænirnar og oft var ein þeirra á norsku.

Amma naut þess að dekra við nöfnu sína og ég kunni vel að meta það. Á sunnudögum greiddi hún mér og batt slaufur í hárið, hvergi mátti sjást blettur né hrukka. Á góðviðrisdögum voru sólstólarnir og borðið með sólhlífinni sett út í garð. Þar sátum við og drukkum gos og kaffi og þótti mér það hið mesta ævintýri.

Sumarið 1970, þegar ég var 10 ára, var ég svo heppin að fá að fara með ömmu í fyrsta sinn til Noregs. Þar dvöldumst við í einn og hálfan mánuð í góðu yfirlæti hjá systkinum hennar og öðrum ættingjum og vinum. Meðan á dvölinni stóð átti amma 70 ára afmæli. Varhenni haldin vegleg veisla í stórum íþróttasal skammt frá kirkjunni þarsem amma var skírð, fermd og gift. Mér þótti mikið til alls þessa koma og naut þess að vera í sviðsljósinu með ömmu minni.

Í Osló gætti amma þess að sleppa ekki af mér hendinni. Þó tókst mér að týnast í einni stórversluninni þarsem "rúllustigarnir" freistuðu. Allt fór þó vel og urðu fagnaðarfundir, þegar týnda sonardóttirin kom í leitirnar.

Amma dó viku fyrir páska. Þá minnumst við dauða og upprisu frelsarans. Fyrir nær 2000 árum fóru konur á páskadagsmorgni að gröfinni sem Jesús var lagður í. Hún var þá opin og þeim birtist engill, er sagði: "Hann er ekki hér. Hann er upprisinn." Þessi orð hafa sífellt komið upp í hugann síðan amma dó.

Í þessu lífi fylgdi amma honum, sem sigraði dauðann á páskadags morgun. Með honum dvelur hún í dag. Og páskasálmur Helga Hálfdánarsonar á hér vel við:

Dauðinn dó, en lífið lifir,

lífs og friðar sólin skær

ljómar dauðadölum yfir

dauðinn oss ei grandað fær,

lífið sanna sálum manna

sigurskjöld mót dauða ljær.

Við systkinin eigum ömmu mikið að þakka og blessum minningu hennar.

Bogga