HALALEIKHÓPURINN frumsýnir Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi laugardaginn 16. nóvember kl. 20.30 í leikhúsi hópsins, Halanum, Hátúni 12. Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur sem starfar eftir kjörorðinu "leiklist fyrir alla" og er þetta fjórða starfsár leikhópsins. 25 manns standa að sýninguni, fatlaðir og ófatlaðir, fólk á ölllum aldri undir leikstjórn Eddu V.
Gullna hliðið

HALALEIKHÓPURINN frumsýnir Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi laugardaginn 16. nóvember kl. 20.30 í leikhúsi hópsins, Halanum, Hátúni 12. Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur sem starfar eftir kjörorðinu "leiklist fyrir alla" og er þetta fjórða starfsár leikhópsins.

25 manns standa að sýninguni, fatlaðir og ófatlaðir, fólk á ölllum aldri undir leikstjórn Eddu V. Guðmundsdóttur leikara. Þetta er í þriðja sinn sem Edda stýrir hópnum.

Gullna hliðið kom fyrst út á prenti snemma hausts árið 1941 og var frumsýnt sama ár í Iðnó á annan í jólum. Sýningar Leikfélags Reykjavíkur urðu alls 66 og þótti slík aðsókn tíðindum sæta á þeim tíma. Hefur leikritið síðan margoft verið sett upp hérlendis og erlendis og oft og tíðum fengið frábæra aðsókn.

Halaleikhópurinn var stofnaður árið 1992 og hefur starfað óslitið síðan. Settar hafa verið upp sýningar á hverju ári og stundum fleiri en ein og hafa þær jafnan vakið athygli og oftar en ekki hlotið góðar viðtökur.

ATRIÐI úr Gullna hliðinu hjá Halaleikhópnum, en þau frumsýna á laugardag.