Greinar föstudaginn 15. nóvember 1996

Forsíða

15. nóvember 1996 | Forsíða | 101 orð

Jackson kvænist

STÓRSTJARNAN Michael Jackson gekk í hjónaband í gær, að sögn talsmanns hans. Sú hamingjusama er 37 ára hjúkrunarkona, Debbie Rowe, en hann hefur getið henni barn. Hjónavígslan fór fram í Sydney í Ástralíu í gær, en síðdegis hélt Jackson þar mikla tónleika. Þau Rowe hafa verið vinir um árabil. Meira
15. nóvember 1996 | Forsíða | 246 orð

Lá við flugárekstri yfir Heathrow

ÁRVEKNI breskra flugumferðarstjóra afstýrði á ögurstundu á þriðjudag árekstri tveggja flugvéla frá KLM og SAS með á fjórða hundrað farþega innanborðs skammt frá Heathrow-flugvelli. Þoturnar voru í biðflugi yfir flugvitanum í Lambourne í Essex og biðu þess, ásamt fjölda annarra flugvéla, að fá að koma inn til lendingar á Heathrow. SAS-þotan beið í 14.000 feta hæð. Meira
15. nóvember 1996 | Forsíða | 192 orð

Morðalda í Alsír

LIÐSMENN hryðjuverkasveita Íslömsku frelsisfylkingarinnar (AIS) skáru 18 óbreytta borgara á háls í tveimur þorpum, Ain- Dema og Douar Zemala, í Alsír í skjóli náttmyrkurs í fyrrinótt, að sögn alsírsku lögreglunnar. Meira
15. nóvember 1996 | Forsíða | 63 orð

Reuter Vetri fagnað í Davos

BÖRN í bænum Davos í Sviss fögnuðu vetrarkomunni í gær með því að byggja snjókarla. Eftir sólarhrings snjókomu mældist 60 sentimetra djúpur jafnfallinn snjór í bænum. Kuldahret í Evrópu og vestan hafs varð til þess að þrýsta olíuverði upp á við í gær. Kostaði fatið af Brent-olíu til afhendingar í desember 23,80 dollara, miðað við 22,11 dollara í síðustu viku. Meira
15. nóvember 1996 | Forsíða | 244 orð

Telja komu fjölþjóðahers gagnslitla

UPPREISNARMENN tútsa í austurhluta Zaire sögðu í gær, að koma fjölþjóðahers yrði gagnslaus ef hann hefði ekki heimild til að stía hermönnum hútúa frá venjulegum flóttamönnum. Undir það tóku starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka. Búist er við að hersveitir verði komnar til Zaire um helgina. Meira

Fréttir

15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 185 orð

Aukin áhrif í NATO

SPÆNSKA þingið samþykkti í gær að Spánverjar tækju fullan þátt í hernaðarsamstarfi Atlantshafsbandlagsins, NATO, eftir að hafa átt aðild að bandalaginu frá árinu 1982. José María Aznar forsætisráðherra hafði hvatt þingið til að samþykkja ályktun þessa efnis og sagt að viðhorfin í varnarmálum hefðu gjörbreyst á síðustu árum eftir lok kalda stríðsins og breytingar á uppbyggingu NATO. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 502 orð

Ákveðið að fella niður orlof á yfirvinnu dómara

KJARADÓMUR hefur úrskurðað að orlofsgreiðslur vegna yfirvinnu héraðs- og hæstaréttardómara skuli felldar niður frá og með 1. desember nk. Fyrir einum mánuði úrskurðaði Félagsdómur að dómarar ættu rétt á að fá orlof vegna þessara yfirvinnugreiðslna, en þær komu til 1. desember 1993. Greiðslurnar voru inntar af hendi í einu lagi um síðustu áramót. Meira
15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 247 orð

Árið 1996 ár flughörmunga

JAFNVEL fyrir harmleikinn við Nýju Dehlí var árið 1996 að verða hið versta í sögunni hvað flugöryggi varðar í a.m.k. áratug. Flugslys, sem höfðu dauða í för með sér, voru orðin rúmlega 30 og manntjónið í þeim meira en 1.100 manna ársmeðaltalið frá 1986. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 35 orð

Ásaprestakall auglýst

BISKUP Íslands hefur auglýst lausa stöðu sóknarprests í Ásaprestakalli, Skaftafellsprófastsdæmi. Sr. Hjörtur Hjartarson, sóknarprestur, sótti um lausn frá embætti sínu frá og með 1. október sl. Umsóknarfrestur er til 11. desember 1996. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 652 orð

Betur staðið að sjúkraflutningum

Tíu ár eru í dag liðin frá því Landssamband sjúkraflutningamanna var stofnað. Af því tilefni er á morgun haldin námstefna þar sem sjúkraflutningamenn fá fræðslu um það sem nýjast er í faginu. Björn Gíslason, formaður landsambandsins, telur að með bættri menntun sjúkraflutningamanna á síðustu árum sé betur staðið að flutningi sjúkra og slasaðra en áður var. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 432 orð

Biðlaun vegna þess að stöður kennara voru lagðar niður

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tveimur kennurum biðlaun, þar sem stöður þeirra hefðu verið lagðar niður við það að sveitarfélög tóku við rekstri grunnskóla af ríkinu. Dómurinn segir að ekki verði talið að fulltrúar kennarafélaga, sem komu að undirbúningi flutnings grunnskólans og löggjafar sem lýtur að honum, hafi haft umboð til afsals lögbundinna starfsréttinda kennara. Meira
15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 392 orð

Bíða aðeins samþykkis SÞ

BÚIST er við, að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki á hverri stundu að senda fjölþjóðlegt herlið til aðstoðar flóttafólki í Austur- Zaire. Er nú verið að skipuleggja hvar á svæðinu herflokkarnir skuli vera en herliðið verður allt undir stjórn Kanadamanna. Franska stjórnin kvaðst í gær vona, að fyrstu sveitirnar færu til Zaire um helgina. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Björgunarlið frá Rússlandi

RÚSSNESK stjórnvöld munu senda björgunarþyrlu, flutningaflugvél og 40-50 manna björgunarlið til þátttöku í almannavarnaæfingu Friðarsamstarfs NATO, Samverði '97, sem fram fer hér á landi næsta sumar. Undirbúningsráðstefna vegna æfingarinnar stendur nú yfir í Reykjavík. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Bækur og tölvur til Sarajevó

"STÚDENTAR hjálpa stúdentum" er yfirskrift söfnunar sem stúdentar í Háskóla Íslands hafa staðið fyrir að undanförnu. Þeir eru nú langt komnir með að fylla 40 feta gám af bókum, tölvum og öðrum nauðsynjum og verður gámurinn sendur stúdentum í Sarajevó eftir helgina. Meira
15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 358 orð

Delors gagnrýnir óbilgirni Þjóðverja

JACQUES Delors, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur alvarlegar efasemdir um ofuráherzlu Þýzkalands á "stöðugleikasáttmála", sem tryggja á strangan aga í ríkisfjármálum væntanlegra aðildarríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU). Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Efst á móti Skákskólans

GUÐNI Stefán Pétursson varð efstur á hausthraðskákmóti Skákskóla Íslands sem haldið var sunnudaginn 10. nóvember sl. Guðni hlaut 13 vinninga af 14 mögulegum. Tefldar voru 2x7 umferðir og hafði hver keppandi 7 mínútur á skák. Í 2. sæti varð Emil Petersen með 12vinning. Einar Ágúst Árnason varð þriðji með 10 vinning. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Ekkert flug innanlands

INNANLANDSFLUG Flugleiða lá niðri í gær, vegna hvassviðrisins. Síðdegis í gær var ljóst að ekkert yrði flogið til Vestfjarða, en þá var vonast til að hægt yrði að fljúga til annarra landshluta. Ekki lægði þó nóg til þess og endaði því með að innanlandsflugið lá alveg niðri. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 281 orð

Ekki brotið gegn kjarasamningi

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Reykjavíkurborg og Húsnæðisnefnd Reykjavíkur af kröfum trésmiðs sem sagt var upp störfum hjá Húsnæðisnefnd vegna þess að hann var búsettur á Selfossi. Héraðsdómur hafði dæmt manninum 330 þúsund kr. skaðabætur, auk vaxta og 120 þúsund kr. í málskostnað. Meira
15. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Ég bið að heilsa

LEIKFÉLAG Akureyrar og Tónlistarskólinn á Akureyri hafa tekið höndum saman við undirbúning hátíðardagskrár sem flutt verður í Samkomuhúsinu kl. 17.15 á laugardag í tilefni af degi íslenskrar tungu. Dagskráin hefur yfirskrifina "Ég bið að heilsa," tilvísun í alkunna sonnettu Jónasar, en efnið sem flutt verður er að meginhluta til eftir hann, ljóðaperlur og náttúrulýsingar. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Fávitinn í bíósal MÍR

KVIKMYNDIN Fávitinn verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 17. nóvember nk. Mynd þessi var gerð árið 1958 og er byggð á fyrsta hluta skáldsögu Fjodors Dostojevskíjs sem komið hefur út á íslensku í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Meira
15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 236 orð

Fergie segir "sögu sína"

SARAH Ferguson, hertogaynja af Jórvík, viðurkenndi í gær að hún hefði verið "vitlaus og heimsk" en neitaði að hafa játað á sig framhjáhald og sagði að hún vildi að sín yrði minnst fyrir að hafa verið góð móðir. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 400 orð

Fjölmenni á opnunardegi

FJÖLDI fólks lagði leið sína í Kringluna í gær þegar suðurhluti, hennar sem áður var Borgarkringlan, var formlega tekinn í notkun. Innanstokks hefur allt verið endurskipulagt og útlit húsanna tveggja utandyra hefur verið samræmt. Í suðurhúsi er að finna sambland af verslun, afþreyingu og þjónustu um 25 fyrirtækja. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Flaggað við opinberar byggingar

FORSÆTISRÁÐHERRA hefur ákveðið að flaggað skuli við opinberar stofnanir á degi íslenskrar tungu laugardaginn 16. nóvember 1996. Í frétt frá forsætisráðuneytinu er jafnframt til þess mælst að sem flestir aðrir dragi þjóðfánann að húni þennan dag af þessu tilefni. Meira
15. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 77 orð

Flóðhæð með allra mesta móti

Akureyri-Flóðið var með allra mesta móti á Akureyri um hádegi í gær, þótt hvorki hafi flætt yfir bryggjur né tjón hlotist af. Flotbryggjan við Torfunefsbryggju stóð ansi hátt þegar Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri kannaði aðstæður í gær. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Fótaaðgerðastofa í Eyjum

Fótaaðgerðastofan Björk á Vestmannabraut í Eyjum var opnuð fyrir skömmu. Eigandi stofunnar er Guðný Bjarnadóttir sem nýlokið hefur námi í fótaaðgerðum. Guðný býður upp á alhliða fótsnyrtingu og aðgerðir á fótum. Hún sagði í samtali við blaðið að mikið væri um líkþorn og að lagfæra þyrfti niðurgrónar neglur, einnig þyrftu margir að láta þynna neglur. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Framkvæmdir í Fríkirkjunni ræddar á fundi

BRÆÐRAFÉLAG Fríkirkjunnar verður með hádegisverðarfund laugardaginn 16. nóvember nk. kl. 12 í Safnaðarheimilinu að Laufásvegi 13. Fundarefni er staða Fríkirkjunnar, safnaðarstarfið og framkvæmdir. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 127 orð

Framleiðsla á förðunarstólum

FÖRÐUNARSKÓLI Íslands, Förðunarskólinn á Akureyri og GKS hafa gert með sér samkomulag um framleiðslu á förðunarstólum. Um margra ára skeið hafa förðunarfræðingar og aðrir sem stundað hafa förðun þurft að leita út fyrir landsteinana til að fá stóla sem henta fyrir fagfólk. GKS býður stólana á sérstöku kynningarverði. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 311 orð

Fyrirtækin í Örfirisey umflotin um tíma

HVASSVIÐRI gerði nokkurn usla í Reykjavík og nágrenni í gærmorgun, en engar teljandi skemmdir hlutust af. Einu skemmdirnar, sem tilkynntar voru lögreglu, urðu þegar vinnupallar féllu á bíl við Laugaveg. Eina skráða tilfellið um meiðsli vegna veðurofsans varð þegar eldri kona fauk um koll. Hún kvartaði undan eymslum í mjöðm og var flutt á slysadeild. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Garðaskóli 30 ára

GARÐASKÓLI varð 30 ára 11. nóvember sl. Af því tilefni verður skólinn opinn og til sýnis laugardaginn 16. nóvember frá kl. 13­16. Kl. 14 verður dagskrá í samkomusal skólans. Nokkrir fyrrverandi nemendur skólans sjá um dagskrána. Allir bæjarbúar svo og eldri nemendur og velunnarar skólans eru boðnir velkomnir til þess að skoða starfsaðstöðu nemenda og kennara og þiggja veitingar. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 489 orð

Gæti dregið úr áhuga og fækkað kaupendum

GUNNAR Helgi Hálfdanarson, framkvæmdastjóri Landsbréfa, telur að tillaga fjármálaráðherra um að afnema skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa einstaklinga um næstu áramót muni leiða til þess að kaupendum hlutabréfa fækki. Breytingin sé þannig fallin til að hafa áhrif á verð hlutabréfa. Hann hvetur til þess að skattafrádrátturinn verði afnuminn í áföngum fremur en í einu lagi. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Hjón tekin við hnupl

HJÓN voru handtekin og flutt á lögreglustöðina við Hlemm eftir að upp komst um hnupl þeirra úr verslun í vikunni. Varningurinn, sem hjónin stálu, var samtals að verðmæti um 9 þúsund krónur. Starfsmenn verslunar í austurborginni tóku eftir hnupli hjónanna. Maðurinn var kominn út í bíl fyrir utan verslunina og fundust vörur að andvirði 2 þúsund króna á honum. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 416 orð

Hlutverk stofnana Alþingis skilgreint nánar

FRUMVÖRP til laga sem miða að breytingum á löggjöf um Ríkisendurskoðun og þingsköp eru nú á lokastigi vinnslu og munu verða kynnt þingflokksformönnum á næstunni. Þetta kom fram í máli Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, er hann mælti fyrir starfsskýrslu Ríkisendurskoðunar 1995 á þingi í gær. Sambærilegt frumvarp um breytingu á lögum um embætti umboðsmanns Alþingis er einnig væntanlegt. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Inflúensan ókomin en mikið um kvefpestir

KVEF og pestir herja nú á landsmenn en ennþá hefur ekki greinst inflúensa, að sögn Lúðvíks Ólafssonar, héraðslæknis í Reykjavík. Hann segir að í sjálfu sér sé ekkert óvenjulegt við ástandið, þessi aukning á kvefpestum sé eðlileg á þessum árstíma. "Vissulega vantar menn á vinnustaði og krakka í skóla en það er bara eins og gengur á þessum tíma," segir Lúðvík. Meira
15. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 30 orð

Jólabasar

KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá heldur basar með handunnum jólamunum til skreytinga og gjafa í Listasafninu á Akureyri á morgun laugardaginn 16. nóvember og hefst hann kl. 15. Allur ágóði rennur til líknarmála. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Jólakort KFUM og KFUK komin út

KFUM og KFUK í Reykjavík hafa gefið út jólakort til styrktar starfi félaganna. Kortið er hannað af Bjarna Jónssyni myndlistarmanni og er rautt, hvítt og gyllt að lit og 15x10 cm að stærð. Hvert kostar 90 kr. en afsláttur er veittur þeim sem kaupa kortið í nokkru magni, segir í fréttatilkynningu. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Jólamerki Framtíðarinnar

KVENFÉLAGIÐ Framtíðin á Akureyri hefur gefið út hið árlega jólamerki sitt. Merkið er hannað af Margréti G. Kröyer og prentað í Ásprent/POB á Akureyri. Jólamerkið er fjáröflun fyrir félagið en tekjum sínum verja Framtíðarkonur til líknarmála, sérstaklega til styrktar öldruðum. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Jólamerki Þórs í 30 ár

JÓLAMERKI Lionsklúbbsins Þórs fyrir jólin 1996 eru komin út. Merkin eru hönnuð af Þórhildi Jónsdóttur auglýsingateiknara og sýna Fríkirkjuna í Reykjavík. Fyrstu jólamerki Þórs voru gefin út fyrir jólin 1967 og er þetta því í þrítugasta sinn sem merkin koma út. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Jólaskeiðin framleidd eftir teikningu 12 ára barna

JÓLASVEINASKEIÐ Gull- og silfursmiðjunnar Ernu fyrir jólin 1996 verður annað árið í röð framleidd eftir teikningu 12 ára grunnskólanemenda en skeiðin er samstarfsverkefni Félags íslenskra myndmenntakennara, FÍNK og Gull- og silfursmiðjunnar Ernu. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Kostnaður flutninga 147 millj. frá 1991

KOSTNAÐUR af flutningi sendiherra og annarra starfsmanna utanríkisþjónustunnar til og frá landinu og milli sendiskrifstofa erlendis á árunum 1991­1995 nam 131,7 milljónum króna, og 16,1 millj. kr. það sem af er þessu ári. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 353 orð

Lásu 450 bækur á tveimur vikum

FIMMTÍU og þrjú sjö ára börn í þremur bekkjum í Digranesskóla eru búin að lesa um 9.000 blaðsíður síðustu tvær vikur vegna norrænu lestrarkeppninnar Mímis, sem lýkur í dag. Telst Elínu Richardsdóttur sérkennara til að hver bekkur hafi lesið um 150 bækur frá því keppnin hófst. Elín segir ennfremur að markviss hraðlestrarkennsla hafi verið tekin upp í 1. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

LEIÐRÉTT

Aðventusöfnun Caritas á Íslandi heitir grein eftir Sigríði Ingvarsdóttur, sem birt var á bls. 40 hér í blaðinu í gær, fimmtudag. Þar segir m.a. frá styrktartónleikum, sem efnt er til til stuðnings Alzheimersjúkum, og haldnir verða í Kristskirkju nk. sunnudag. Tónleikarnir verða kl. 17 en ekki kl. 13 eins misritast hefur í texta greinarinnar. Meira
15. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Leirlist í Gallerí AllraHanda

KYNNING á leirlist eftir Þóru Sigurþórsdóttir verður í Gallerí AllraHanda í Grófargili og hefst hún í dag, föstudag. Þóra lauk prófi frá leirlistardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1990. Hún rekur eigin vinnustofu að Álafossi í Mosfellsbæ. Þóra notar jöfnum höndum stein- og postulínsleir og vinnur bæði nytjahluti og skúlptúra. Meira
15. nóvember 1996 | Miðopna | 1649 orð

Lokað fyrir nýju starfsfólki Samkomulag hefur náðst um að breyta lífeyrissjóðakerfi starfsmanna ríkisins. Gamla kerfið verður

Ríkið og opinberir starfsmenn ná samkomulagi um breytingar á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins Lokað fyrir nýju starfsfólki Samkomulag hefur náðst um að breyta lífeyrissjóðakerfi starfsmanna ríkisins. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Lýst upp um mánaðamótin

LÝSING verður komin meðfram Reykjanesbraut frá álverinu í Straumsvík að Reykjanesbæ um næstu mánaðamót. Í fyrradag var kveikt á ljósum 85 staura, frá álverinu að Hvassahrauni. Jón R. Sigmundsson tæknifræðingur, sem hefur eftirlit með framkvæmdum við lýsingu Reykjanesbrautar, sagði að nú væri 5 kílómetra kafli frá álverinu upplýstur. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Læknafélagið segir sig úr BHM

LÆKNAFÉLAG Íslands hefur sagt sig úr Bandalagi háskólamanna. Félagið telur að með kjarasamningi sem heilsugæslulæknar og ríkið gerðu fyrr á þessu ári hafi forsendur fyrir veru félagsins í BHM fallið úr gildi. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 122 orð

Málþing um sjúkraþjálfun

FYRSTA málþing um sjúkraþjálfun verður haldið á vegum Félags íslenskra sjúkraþjálfara laugardaginn 16. september á Hótel Íslandi. Yfirskrift málþingsins er Sjúkraþjálfun í nútíð og framtíð. Á málþinginu verður fjallað um stöðu sjúkraþjálfunar innan heilbrigðiskerfisins, kröfur til sjúkraþjálfara og framtíðarsýn. Meira
15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 233 orð

Meintir tilræðismenn gefa sig fram

TVEIR af eftirlýstum forsprökkum sértrúarsafnaðar, sem er sakaður um mannskætt gastilræði í neðanjarðarlestum í Tókýó, komu úr felum í gær og gáfu sig á vald lögreglu eftir 18 mánaða flótta. Mennirnir tveir, Koichi Kitamura og Zenji Yagisawa, eru á meðal sjö félaga í söfnuðinum Aum Shinri Kyo (Söfnuði æðsta sannleika) sem lögreglan hefur leitað út um allt landið síðustu mánuði. Meira
15. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 258 orð

Meirihluti bæjarráðs samþykkur umferð bíla um göngugötuna

MEIRIHLUTI bæjarráðs Akureyrar lagði til á fundi í gær að gerð verði tilraun með umferð bifreiða um göngugötuna tímabundið fram til loka apríl á næsta ári með lágmarks aðgerðum á götunni og kostnaði. Kaupmenn við göngugötuna Hafnarstræti fóru á dögunum fram á það við bæjaryfirvöld að slík tilraun verði gerð. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 355 orð

Mikill áhugi er hjá verktakafyrirtækjum

EITT hundrað og fimmtán fulltrúar hátt í hundrað verktakafyrirtækja sátu í gær fund í Keflavík um verktökumál á Keflavíkurflugvelli. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins og varnarliðið á Keflavíkurflugvelli efndu til fundarins, en þar var fjallað um forvalsreglur og útboðsaðferðir vegna kaupa varnarliðsins á vörum, þjónustu og verklegum framkvæmdum. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 243 orð

Milljarður fari til skólabygginga á ári

BYGGINGARÞÖRF skólahúsnæðis grunnskóla Reykjavíkur vegna einsetningar er á við umfang sex ráðhúsa, að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur formanns fræðsluráðs Reykjavíkur. Vill hún með þessari samlíkingu leggja áherslu á hversu gríðarlega stórt verkefnið er. Segir hún að nauðsynlegt sé að fara vel með það fé sem áætlað er til þessara framkvæmda og gæta hagræðingar. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Námstefna um unglinginn

DEILD barnahjúkrunarfræðinga innan FÍH stendur fyrir námstefnu laugardaginn 16. nóvember sem ber yfirskriftina: Unglingurinn. Þar verður fjallað um unglinga og vímuefni, ofbeldi og andfélagslega hegðun hjá unglingum, sjálfsvíg unglinga og áfallahjálp. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

Níu til tíu vindstig og miklar rokur á milli

VINDHRAÐI í Reykjavík í gærmorgun var að meðaltali 9­10 vindstig, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Stórstreymt var í gærmorgun og gekk sjór því víða á land. Einar sagði að erfitt væri að meta hvenær hámark hvassviðrisins var. "Vindurinn hafði náð 9­10 stigum um kl. 6 um morguninn og hélt þeim styrk fram eftir morgni. Meira
15. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Ný Biblíuþýðing kynnt

Í TILEFNI af degi íslenskrar tungu efnir Hið íslenska Biblíufélag í samvinnu við Akureyrarkirkju til dagskrár í kirkjunni á sunnudag, 17. nóvember. Dagskráin hefst kl. 17 en kynntir verða textar úr nýrri Biblíuþýðingu sem nú er unnið að. Þýðingarstörfin verða kynnt og Eyvindur Erlendsson les valda kafla úr nýju þýðingunni og eldri þýðingum auk trúarlegra texta frá fyrri tíð. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Ný stjórn Skólastjórafélags Reykjavíkur

AÐALFUNDUR Skólastjórafélags Reykjavíkur var haldinn 17. október sl. Á fundinum lét Ragnar Gíslason, skólastjóri Foldaskóla, af störfum sem formaður félagsins. Við formennsku tók Steinunn Helga Lárusdóttir, skólastjóri Æfingaskólans, en aðrir í stjórn eru Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri Melaskóla, og Kristín Andrésdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Nýtt gullsmíðaverkstæði á Laugavegi

GULLSMIÐJA Hansínu Jensdóttur er ný verslun á Laugavegi 20b, Klapparstígsmegin. Á boðstólum eru módelskartgripir og skúlptúrar. Hansína lærði gullsmíði hjá föður sínum, Jens Guðjónssyni, og hefur starfað með honum sl. 24 ár. Hansína er lærður myndhöggvari og hefur haldið sýningar bæði hérlendis og erlendis. Meira
15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 321 orð

Páfi segir hungur smán mannkyns

JÓHANNES Páll II. páfi flutti á miðvikudag ávarp við setningu matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og skoraði á þjóðir heims að binda enda á hungur, sem hann sagði vera öllu mannkyni smán. Ráðstefnan hófst með því að samþykkt var áætlun um að fækka þeim, sem eru vannærðir, um helming fyrir árið 2015. Talið er að nú búi 840 milljónir manna við næringarskort í heiminum. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 233 orð

Rannsókn hafin á næsta ári

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir rannsókn á einelti í skólum á Íslandi verða gerða á næsta ári, og muni umboðsmaður barna hafa umsjón með rannsókninni. Einelti í skólum var efni utandagskrárumræðna á Alþingi í gær, að frumkvæði Ólafs Þ. Þórðarsonar, þingmanns Framsóknarflokks. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Safn til minningar um Eystein Jónsson

Í LÖNGUBÚÐ á Djúpavogi hefur verið opnað safn, Ráðherrastofa Eysteins Jónssonar, til minningar um Eystein Jónsson ráðherra og konu hans Sólveigu Eyjólfsdóttur. Þar eru til sýnis ýmsir persónulegir munir og húsgögn úr skrifstofu Eysteins og handunnir gripir eftir Sólveigu. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Saltað með gamla laginu á Vopnafirði

STARFSFÓLK Bakkasíldar í Vopnafirði hefur saltað síld í um 7.000 tunnur á haustvertíðinni. Þar á bæ er saltað með gamla laginu og mannshöndin notuð við að hausa, slógdraga og salta. Aðalsteinn Sigurðsson hjá Bakkasíld segir að þetta sé trúlega síðasta vertíðin, þar sem þessi vinnsluaðferð er notuð. Meira
15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 169 orð

Samið um leysivopn í Boeing 747 þotur

NOKKUR flugvélafyrirtæki, undir forystu Boeing, hafa tryggt sér samning við Bandaríkjaher um hönnun leysivopna sem komið verður fyrir í farþegaþotum af gerðinni Boeing 747 og eiga að geta grandað eldflaugum á flugi. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 372 orð

Samið um nýtt lífeyriskerfi starfsmanna ríkisins

LÍFEYRISSJÓÐI starfsmanna ríkisins verður lokað um næstu áramót fyrir nýjum sjóðsfélögum verði frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á sjóðnum að lögum. Forystumenn samtaka opinberra starfsmanna fagna frumvarpinu og fjármálaráðherra telur að um mikið framfaraskref sé að ræða. Meira
15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 81 orð

Samstarf um olíu í Kaspíahafi

RÚSSAR, Íranar og Túrkmenar lýstu á miðvikudag yfir vilja til samstarfs um olíuvinnslu við strendur Kaspíahafs. Jevgení Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði áherslu á að önnur ríki á svæðinu og alþjóðafyrirtæki gætu auðveldlega tekið þátt í samstarfinu. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 484 orð

Skemmdir helmingi fátíðari ef sælgæti er borðað vikulega

NÝ KÖNNUN á tannheilsu 14 ára unglinga leiðir í ljós að helmingur þeirra sem borða sælgæti einu sinni í viku er án tannskemmda. Hlutfallið minnkar hins vegar um tæp 37 prósentustig hjá þeim sem borða sælgæti á hverjum degi en þar eru tennur heilar í 13,5% tilvika. Þá kemur í ljós að tæp 50% 14 ára unglinga eru með heilar tennur. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Skerðingu mótmælt

STJÓRN Félags Þroskahjálpar í Skagafirði og Húnavatnssýslum samþykkti á fundi sínum nýlega, ályktun þar sem harðlega er mótmælt 60% skerðingu tekjustofns framkvæmdasjóðs fatlaðra, sem gert er ráð fyrir í framkomnu fjárlagafrumvarpi. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 41 orð

Skipverjinn sem lést

Skipverjinn, sem drukknaði þegar hann féll útbyrðis af loðnuskipinu Faxa á miðvikudag, hét Bjarni Ómar Steingrímsson. Bjarni Ómar var fæddur þann 23. júlí árið 1959. Hann bjó á Grettisgötu 84 í Reykjavík. Bjarni Ómar var ókvæntur og barnlaus. Meira
15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 51 orð

Snjóþungt í New York

MIKIÐ hefur snjóað í norðausturhluta Bandaríkjanna undanfarna daga. Á stóru svæði í vesturhluta New York- ríkis og Pennsylvaníu mældist jafnfallinn snjór á miðvikudag 30 sentimetrar og hélt áfram að snjóa í gær. Hér sést Don nokkur Olson hreinsa snjóinn af sendiferðabíl sínum í Jamestown í New York. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Snyrtifræðingar og hárgreiðslumeistarar í Perlunni

FÉLAG íslenskra snyrtifræðinga og Hárgreiðslumeistarafélag Íslands halda keppni og sýningu í Perlunni helgina 16.­17. nóvember nk. Íslandsmeistarakeppni beggja félaganna er m.a. á dagskrá. Einnig mun Félag meistara og sveina í fataiðn halda gestakeppni ásamt tískusýningu. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 272 orð

Starfslaunaþegar ekki launþegar

MEÐAL breytinga, sem lagðar eru til að gerðar verði á lögum um listamannalaun og kveðið er á um í nýju stjórnarfrumvarpi, sem menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi á þriðjudag, er að tekinn verði af allur vafi um að listamönnum séu veitt starfslaun sem verktökum en ekki launþegum í almennum skilningi. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Stjórn Húseigendafélags stefnt

HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN hefur ákveðið að stefna Sigurði Helga Guðjónssyni og stjórnarmönnum Húseigendafélagsins fyrir ærumeiðandi ummæli og aðdróttanir um stjórn, starfsemi og starfsmenn Húsnæðisstofnunar ríkisins í fjölmiðlum. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar segir að málið verði þingfest næstu daga. Meira
15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 286 orð

Ströng ákvæði um kynlíf og ofbeldi

BBC, breska ríkisútvarpinu, hafa verið settar nýjar og strangar reglur varðandi ofbeldi, kynlíf og klúrt orðbragð í sjónvarpi og starfsmönnum þess hefur verið skipað að gæta fyllsta hlutleysis enn betur en áður. Meira
15. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 135 orð

Talsverðar skemmdir í Ólafsvík

Ólafsvík-Talsverðar skemmdir urðu vegna veðurs í Ólafsvík í gærmorgun. Á flóðinu gekk sjór á land yfir Ólafsbrautina og ruddi grjóti yfir veginn við Klif. Var hann ófær um tíma. Einnig fór grjót úr varnargörðum yfir veginn við Bug sem er fyrir innan Ólafsvík þanngi að vegur lokaðist um tíma. Malbikið flettist af á kafla. Meira
15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 298 orð

Táragasi beitt gegn reiðum blökkumönnum

LÖGREGLAN í St. Petersburg í Flórída beitti í gær táragasi til að dreifa reiðum ungmennum sem hleyptu af byssum og köstuðu grjóti á götum borgarinnar til að mótmæla þeirri ákvörðun sextán manna kviðdóms að hafna ákæru á hendur hvítum lögreglumanni sem skaut blökkumann til bana í október. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 369 orð

Telja vinnslu stöðvaða á röngum forsendum

VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Fram á Sauðárkróki hefur stefnt Fiskiðjunni Skagfirðingi fyrir Félagsdóm. Félagið krefst dóms um að með vinnslustöðvun sem boðuð var í bolfiskfrystingu hjá fyrirtækinu vegna hráefnisskorts og sem stóð frá 12. ágúst til 1. október hafi verið brotið gegn aðalkjarasamningi; uppgefnar forsendur fyrir stöðvuninni hafi ekki verið til staðar. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Tillaga um afnám vsk af bókum felld

FLOKKSÞING Alþýðuflokksins felldi tillögu um að flokkurinn styddi afnám virðisaukaskatts af bókum. Tillaga menntanefndar um að leggja niður útvarpsráð var sömuleiðis felld, en um hana urðu nokkuð harðar umræður á þinginu. Meira
15. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 389 orð

Tugir manns á biðlista eftir íbúðum aldraðra

MIKILL áhugi er meðal eldri borgara á Akureyri að kaupa íbúð sem sérstaklega yrði hönnuð með þeirra þarfir í huga. Niðurstöður könnunar á íbúðarþörf fyrir eldri borgara á Akureyri benda ótvírætt í þessa átt, en bæjarstjórn fól starfsfólki Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri að gera könnun meðal íbúa 60 ára og eldri vegna slíkrar byggingar. Rúmlega 130 íbúðir Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Tugmilljóna tjón vestra

MIKIÐ tjón varð í hvassviðrinu sem gekk yfir vestanvert landið í fyrrinótt, einkum á götum og vegum sem sjór flæddi yfir. Talið er að tjónið nemi tugum milljóna kr. á Vestfjörðum. "Brimnesvegurinn er nánast ónýtur. Öll klæðning er farin af veginum auk þess sem þar er mikið grjót," sagði Guðjón Guðmundsson verkstjóri í áhaldahúsi Ísafjarðarabæjar á Flateyri. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 210 orð

Tölvuleikir undir eftirlit

TIL hefur staðið að tölvuleikir verði skoðaðir á líkan hátt og kvikmyndir. Lög þar að lútandi voru samþykkt síðastliðið vor, en framkvæmdin þykir hins vegar mun erfiðari en þegar um kvikmyndir er að ræða. Meira
15. nóvember 1996 | Miðopna | 747 orð

Undirbúningur er kominn vel á veg Undirbúningsráðstefna fyrir almannavarnaæfingu friðarsamstarfs NATO, Samvörð '97, stendur nú

RÁÐSTEFNUSALIR ríkisins í Borgartúni voru einna líkastir herstjórnarmiðstöð í gær, en þar var saman kominn á ráðstefnu fjöldi foringja úr herjum Atlantshafsbandalagsins og samstarfsríkja þess í Austur- og Mið-Evrópu, sem grúfðu sig yfir landakort og skjöl. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 276 orð

Útifundur á Austurvelli

NÁMSMENN halda útifundi á Austurvelli í Reykjavík, Ráðhústorgi á Akureyri og víðar um land kl. 12.30 á hádegi í dag. Á fundinum á Austurvelli verða flutt stutt ávörp og formönnum ríkisstjórnarflokkanna afhentar tvær áskoranir með undirskriftum u.þ.b. 15 þúsund námsmanna. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Veðurmælingastöð tekin í notkun í Surtsey

SIGLINGASTOFNUN Íslands hefur í sumar og haust sett upp sjálfvirkar veðurmælingastöðvar á fjórum afskekktum stöðum, í Surtsey, Seley, Bjarnarey og á Skagatá. Að sögn Tómasar Guðmundssonar hjá Siglingastofnun, var búnaðurinn í Surtsey tekinn í notkun fyrir nokkrum vikum en þar var einnig komið fyrir öldumælisdufli. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Viðræður hafnar um sérmál

VIÐRÆÐUR um ýmis sérmál einstakra sambanda og félaga vegna kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum eru komnar á fulla ferð. Myndin er tekin af fundi vinnuveitenda og Samiðnar í húsnæði ríkissáttasemjara í gær. F.v. Ingólfur Sverrisson, Samtökum iðnaðarins, Haukur Harðarson, Finnbjörn Hermannsson og Örn Friðriksson frá Samiðn og Bolli Árnason, Vinnuveitendasambandi Íslands. Meira
15. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 791 orð

Viðvörun barst nokkrum sekúndum fyrir áreksturinn

FLUGUMFERÐARSTJÓRAR á flugvellinum í Nýju Delhi vöruðu flugmenn flutningavélarinnar frá Kasakstan við nokkrum sekúndum áður en vél þeirra lenti í árekstri við farþegaþotu frá Saudi Arabíu á þriðjudag með þeim afleiðingum að 349 manns létu lífið. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 431 orð

Vilja hætta að klippa af númer

Á FUNDI fulltrúa lögregluembættanna á Suðvesturlandi í Hafnarfirði í liðinni viku kom fram áhugi lögreglumanna á að láta huga að annarri framkvæmd við eftirfylgju vangoldinna trygginga- og bifreiðagjalda en nú er við hafður, þ.e. klippa af bílnúmerin. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Vill þyngja refsingar fyrir líkamsárásir

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn frá Viktori B. Kjartanssyni á Alþingi á miðvikudag að hann væri þeirrar skoðunar að þyngja bæri refsidóma fyrir líkamsárásir. Fyrirspurnin fjallaði um það hvort ráðherrann hygðist leggja til þess háttar breytingu á hegningarlögum, að þar verði kveðið á um lágmarksrefsingu við alvarlegum líkamsárásum. Meira
15. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 1075 orð

Vindhraðinn fór mest í 107 hnúta á Þverfjalli

Ísafirði-Mikið suðvestan rok með hagléljum og síðan snjókomu, gekk yfir norðanverða Vestfirði aðfaranótt fimmtudags og fram eftir degi í gær. Hásjávað var á sama tíma og urðu því töluverðar skemmdir á mannvirkjum og þá sérstaklega á gatnakerfinu. Tjón hefur ekki verið metið en ljóst þykir að það skipti mörgum milljónum króna á Vestfjörðum öllum. Meira
15. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 198 orð

Vinna þarf að uppbyggingu

LANDSSAMTÖK heilsugæslustöðva halda aðalfund sinn í dag og að honum loknum hefst málþing um framtíð heilsugæslunnar. Málþingið hefst kl. 13 í Borgartúni 6 í Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir m.a. Meira
15. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Þjálfun stúlkna rædd

RÁÐSTEFNA um þjálfun stúlkna fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, frá kl. 11 til 14. Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur, fjallar um stúlkur og tengir umfjöllunina íþróttum. Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræðingur, fjallar um þrekuppbyggingu stúlkna og tveir reyndir þjálfarar, Vanda Sigurgeirsdóttir og Logi Ólafsson, fjalla um þjálfun stúlkna, Meira
15. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 12 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

15. nóvember 1996 | Leiðarar | 611 orð

LANGT ÚTHALD OG EINANGRUN

Leiðari LANGT ÚTHALD OG EINANGRUN RÍR ÞINGMENN Alþýðubandalagsins, Bryndís Hlöðversdóttir, Sigurður Hlöðversson og Steingrímur J. Sigfússon hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd er geri úttekt á aðbúnaði og starfsumhverfi skipverja um borð í íslenzkum fiskiskipum. Meira
15. nóvember 1996 | Staksteinar | 271 orð

»Tóbakið dánarorsök ENGINN einn utanaðkomandi þáttur er jafn mikill sjúkdóma

ENGINN einn utanaðkomandi þáttur er jafn mikill sjúkdómavaldur og tóbaksreykingar. Áætlað er að 330 Íslendingar deyi á ári hverju af völdum reykinga. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands mat kostnað þjóðarbúsins við að mæta afleiðingum reykinga 3,8 milljarða króna árið 1990. Hertar lagareglur Meira

Menning

15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 107 orð

Afmælistónleikar Kórs ML

KÓR Menntaskólans að Laugarvatni heldur upp á fimm ára starfsafmæli sitt um þessar myndir. Að því tilefni heimsækir kórinn höfuðborgina og heldur tónleika í Langholtskirkju laugardaginn 16. nóvember kl. 17. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 96 orð

Afmælistónleikar Reykjalundarkórsins

REYKJALUNDARKÓRINN heldur tónleika í Hlégarði í Mosfellsbæ laugardaginn 16. nóvember kl. 20.30 Tilefnið er afmæli kórsins, en hann er 10 ára um þessar mundir. Reykjalundarkórinn er skipaður starfsmönnum á Reykjalundi og velunnurum staðarins. Kórinn er aðili að Tónal (Tónlistarsambandi Alþýðu) og hefur tekið virkan þátt í starfi sambandsins gegnum árin. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 319 orð

Áhrifamikið og læsilegt skáldverk

TRÖLLAKIRKJA, skáldsaga Ólafs Gunnarssonar, kom nýverið út í Bretlandi hjá forlaginu Mare's Nest í Lundúnum. Þýðendu eru David McDuff og Jill Burrows. Bókin kom upphaflega út hjá bókaútgáfunni Forlaginu 1992 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Meira
15. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 414 orð

Á nýjum vettvangi

Eins og er..., geislaplata Stefáns Hilmarssonar. Á plötunni leika Stefán Hilmarsson, Friðrik Sturluson, Jóhann Hjörleifsson og Máni Svavarsson. Stefán Hilmarsson stjórnaði upptökum. SoulHeimar gefa út en Spor ehf. dreifir. Verð kr. 1.990. Lengd 37.38. Meira
15. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

Banderas ungur

SPÆNSKI hjartaknúsarinn Antonio Banderas hóf ungur að leika í kvikmyndum í heimalandi sínu. Hér sést hann 16 ára gamall í myndinni "Numancia" sem var ein af hans allra fyrstu kvikmyndum. Nú er Antonio orðin ein skærasta kvikmyndastjarna heims en þrátt fyrir það hefur hann sagt að hann ætli að leika í minnst einni spænskri mynd á hverju ári. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 87 orð

Bókverk í Súfistanum

Í SÚFISTANUM, Bókakaffi Máls og menningar við Laugaveg, hefur verið komið upp lítilli sýningu á bókverkum eftir Sigrúnu Eldjárn. "Þetta eru smábækur sem flokkast frekar undir myndlist en bókmenntir. Þær eru unnar á vatnslitapappír með bleki, krít og vatnslitum. Þær urðu til í Rómaborg sl. vor og eru undir áhrifum þaðan", segir í kynningu. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 362 orð

Bréf Pasternaks og Kiplings á uppboð

ÁSTARÆVINTÝRIÐ í sögu Boris Pasternaks um Dr. Zhivago, heillaði ekki aðeins lesendur um allan heim, það átti sér raunverulega fyrirmynd, samband Pasternaks við Olgu Ivinskaju. Bréf hans til hennar verða seld á uppboði í London í lok nóvember og er búist við að um 50 milljónir ísl. kr. fáist fyrir þau. Þá eru boðin upp í mánuðinum bréf og handrit breska rithöfundarins Rudyards Kiplings. Meira
15. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Dóttir Stallones endurfæðist

DÓTTIR leikarans Sylvesters Stallones og fyrirsætunnar Jennifer Flavin, Sophia Rose Stallone, gekkst undir hjartaaðgerð í vikunni á UCLA-sjúkrahúsinu í Los Angeles en hún fæddist með gat í hjartanu. Aðgerðin heppnaðist vel og Sophia, 2 mánaða gömul mun dvelja á sjúkrahúsinu í nokkra daga meðan læknar ganga úr skugga um að allt sé í fullkomnu lagi. Meira
15. nóvember 1996 | Myndlist | 364 orð

Drungalegt haust

Margrét Guðmundsdóttir. Gallerí Listakot: Opið kl. 12-18 virka daga, kl. 10-14 laugard. til 18. nóvember; aðgangur ókeypis SÝNINGIN sem nú stendur yfir í Listakoti við Laugaveg byggist að mestu á þeirri tækni grafíklistarinnar sem nefnist karborundum og hér er afraksturinn öðru fremur afar dökkar ímyndir. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 66 orð

Einkasýning Jean Posocco

JEAN Posocco opnar sýningu á vatnslitamyndum í Listhúsið 39 í Hafnarfirði á laugardag. Jean Posocco er fæddur í Frakklandi árið 1961 en fluttist til Íslands 1983. Hann stundaði nám við MHÍ á árunum 1985-1989 og hefur síðan tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningunni lýkur 2. desember og er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 12-18 og sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 45 orð

"Flæði" á Jómfrúnni

NÚ stendur yfir myndlistarsýning á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, þar sem Dilli (Valtýr Þórðarson) sýnir portrett-myndir. Þetta er önnur einkasýning hans, einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 21. nóvember og er opið frá kl. 11-19. Meira
15. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð

Fögnuður í Kópavogi

FAGNAÐARTÓNLEIKAR í tilefni af væntanlegri byggingu tónlistarhúss í Kópavogi voru haldnir í Listasafni Kópavogs ­ Gerðarsafni um síðustu helgi. Fjöldi listamanna kom fram á tónleikunum sem voru öllum opnir á meðan húsrúm leyfði og í hléi gátu gestir virt fyrir sér teikningar og líkön af tónlistarhúsinu. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 165 orð

Gullna hliðið

HALALEIKHÓPURINN frumsýnir Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi laugardaginn 16. nóvember kl. 20.30 í leikhúsi hópsins, Halanum, Hátúni 12. Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur sem starfar eftir kjörorðinu "leiklist fyrir alla" og er þetta fjórða starfsár leikhópsins. 25 manns standa að sýninguni, fatlaðir og ófatlaðir, fólk á ölllum aldri undir leikstjórn Eddu V. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 69 orð

Gunnar Örn í Norræna húsinu

GUNNAR Örn opnar sýningu í Norræna húsinu á laugardag kl. 14. Gunnar hélt sína fyrstu einkasýningu 1970 og hefur síðan haldið 33 einkasýningar. Þar af 28 á Íslandi, tvær í Kaupmannahöfn og tvær í New York. Hann var fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum 1988. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 141 orð

Hátíðartónleikar í Dómkirkjunni

Í TILEFNI af 200 ára afmæli Dómkirkjunnar heldur Dómkórinn sérstaka hátíðartónleika laugardaginn 16. nóvember kl. 17. Á efnisskrá verður innlend og erlend kórtónlist. Flutt verður kantatan "Leyfið börnunum að koma til mín" eftir Jón Ásgeirsson, sem samin er fyrir blandaðan kór, baritonsolo og barnakór. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 70 orð

Heimur Guðríðar í Odda á Rangárvöllum

LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar ­ Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur verður sýnt í Oddakirkju á Rangárvöllum sunnudaginn 17. nóvember kl. 21. Með helstu hlutverk fara Margrét Guðmundsdóttir, Helga Elínborg Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Tónlist er samin og leikin af Herði Áskelssyni, en búninga gerir Elín Edda Árnadóttir. Meira
15. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 1342 orð

HELGARMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNAAf ávöxtunum skuluð þið þekkja þá

KRIMMAR, vestrar, framtíðarskáldskapur, dramatík og kómík ­ allt þetta og meira til er á kjarapöllum sjónvarpsstöðvanna þessa helgina. En samt er eins og tilboðin séu flest afgangar settir á rýmingarsölu. Látum svo vera ef rýmt er til fyrir safaríkari steikum og framandi og jafnvel forboðnum ávöxtum á næstunni. Föstudagur Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 81 orð

"Hljómar frá öðrum heimi"

,89,89DAGANA 16.-17. nóvember heldur Ketill Larsen málverkasýningu á Fríkirkjuvegi 11, 1. hæð. Sýninguna nefnir hann "Hljómar frá öðrum heimi" og er þetta 23. einkasýning hans. Á sýningunni eru 100 myndir, flestar nýjar. Þetta eru olíu- og akrýl myndir. Meira
15. nóvember 1996 | Myndlist | -1 orð

Hugflæði og málverk

Steingrímur Eyfjörð. Opið alla daga frá 14-18 til 17 nóvember. Aðgangur ókeypis. SÝNINGARGESTURINN er staddur mitt í umfangsmikilli hugmyndafræði um leið og hann kemur inn úr dyrum Nýló þessa dagana. Um alla veggi forsalar blasa við hinir aðskiljanlegustu textar og krot ásamt vinnubókum á borðum. Hafa nemendur á 1. Meira
15. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 56 orð

Hurley leikur Dalílu

NÚ LÍÐUR senn að því að sjónvarpsáhorfendur fái borið augum leikkonuna Elizabethu Hurley í hlutverki Dalílu í nýrri sjónvarpsmynd um Samson og Dalílu, sem gerð er eftir sögu úr Gamla testamentinu og frumsýnd verður á sjónvarpsstöðinni TNT 8. desember næstkomandi. Hér sést Elizabeth í hlutverki sínu ásamt Eric Thal sem leikur Samson. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 637 orð

Hvar er Búrkina Fasó?

Ferðaljóð eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Prentvinnsla Oddi. Fróði 1996 - 64 síður. Á LEIÐ til Timbúktú er fyrsta ljóðabók Jóhönnu Kristjónsdóttur og eru öll ljóðin ferðaljóð eins og fram kemur í undirtitli. Ekki þarf að segja lesendum blaðsins að Jóhanna er víðförul og hermir oft frá fjarlægum löndum, en þetta skýrist allt í inngangsljóðinu sem er samnefnt bókinni. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 32 orð

Myndlist og hekluð veggteppi

MYNDLISTAR- og handverkssýningu á verkum Kristínar Bryndísar Björnsdóttur í Risinu, austursal Hverfisgötu 105 í Reykjavík lýkur 17. nóvember.. Til sýnis eru hekluð veggteppi, málverk, vatnslitamyndir, klippimyndir og fleira. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 274 orð

Mæðgur hlutu Íslensku barnabókaverðlaunin

MÆÐGURNAR Guðrún Hannesdóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu í gær Íslensku barnabókaverðlaunin 1996 sem Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka veitir fyrir myndskreytta sögu fyrir yngstu lesendurna. Verðlaunasagan heitir Risinn þjófótti og skyrfjallið og kom út hjá Vöku-Helgafelli í gær. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 71 orð

Nýjar bækur ÁST í skugga hefndar er ný

ÁST í skugga hefndar er ný skáldsaga eftir Bodil Forsberg. "Kona lendir í bílslysi og deyr. Eiginmaðurinn ásakar lækni um að eiga sök á dauða hennar. Dóttir hans er í ástarsambandi við lækninn og berst harðri baráttu við föður sinn sem neytir allra bragða til að koma fram hefndum á lækninum," segir í kynningu. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 113 orð

Nýjar bækur BARNABÓKIN Furðulegt ferðalag

BARNABÓKIN Furðulegt ferðalag er eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Í Furðulegu ferðalagi segir frá skógarpúkanum Pansjó sem fær Börk og vini hans til að hjálpa sér við að bjarga trjánum. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 85 orð

Nýjar bækur BARNABÓKIN Prakkarakrakkar

BARNABÓKIN Prakkarakrakkar er eftir Helgu Möller. Þetta er þriðja bók Helgu en áður hafa komið út eftir hana bækurnar Puntrófur og pottormar og Leiksystur og labbakútar. "Prakkarakrakkar fjallar um lífsglaða og uppátektarsama krakka. Verði ævintýrin ekki á vegi þeirra skapa krakkarnir þau sjálf," segir í kynningu. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 57 orð

Nýjar bækur BESTU barnabrandararnir eru

BESTU barnabrandararnir eru komnir út. "Eins og nafnið ber með sér eru hér á ferðinni sprenghlægilegir brandarar, þó ekki valdir af fullorðnum heldur börnunum sjálfum. Hér ráða þau ferðinni og útkoman verður svo sannarlega eftirmininleg," segir í kynningu. Hólar gefa út. Bókin er í kirkjubroti, 96 bls. og myndskreytt með teikningum Höllu Stínu. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 158 orð

Nýjar bækur BÓKIN Hrynjandi íslenzkrar tungu

BÓKIN Hrynjandi íslenzkrar tungu eftir Sigurð Kristófer Pétursson hefur verið endurútgefin. Bókin var fyrst gefin út 1924 og hefur verið ófáanleg um áratuga skeið. "Hér er á ferðinni hið merkasta rit sem enginn ætti að vera án, sem hefur metnað til að rita fagurt íslenzkt mál," segir í kynningu. Sigurður Kristófer fæddist 9. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 94 orð

Nýjar bækur BÓK í flokknum Líf

BÓK í flokknum Lífsgleði eftir Þóri S. Guðbergsson er komin út. Í þessari bók eru frásagnir fimm Íslendinga sem líta um öxl og rifja upp liðnar stundir og lífsreynslu. "Þeir slá á létta strengi og minningarnar leiftra af gleði," segir í kynningu. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 72 orð

Nýjar bækur BÓNUSLJÓÐ er heiti á ljóðabó

BÓNUSLJÓÐ er heiti á ljóðabók sem komin er út. "Ljóðin lýsa guðdómlega gleðilegu ferðalagi gegnum undraveröld nútíma stórverslunar. Bónusljóð eru íslensk framleiðsla fyrir Bónus og voru sett saman í ljóðasmiðju Andra Snæs Magnasonar," segir í kynningu. Bókin skiptist í þrjár deildir. Aldingarðinn, Niflheim niður og Hreinsunareldinn. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 81 orð

Nýjar bækur ENGILL dauðans er ný skáld

ENGILL dauðans er ný skáldsaga eftir breska metsöluhöfundinn Jack Higgins. Í kynningartexta segir m.a.: "Þau eru engum tengd, drepa bandaríska diplómata og KGB- agenta, araba og Ísraela, IRA- byssubranda og breska hermenn. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 93 orð

Nýjar bækur ÉG borða - en grennist samt!

ÉG borða - en grennist samt! er eftir franska næringarfræðinginn Michel Montignac í íslenskri þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur. Í bókinni lýsir Montignac þeim kenningum sínum að strangir megrunarkúrar hafi í sjálfu sér lítið gildi en með réttri aðferð geti fólk grennst og haldið kjörþyngd sinni án þess að svelta sig. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 82 orð

Nýjar bækur HALLÓ! Er nokkur þarna? er n

HALLÓ! Er nokkur þarna? er ný barnabók eftir norska höfundinn Jostein Gaarder, myndskreytt af Reidar Kjelsen. Söguhetjan er Jóakim, átta ára, sem fær geimveruna Mika í heimsókn og kennir henni ýmislegt um jörðina, umhverfið og staðreyndir lífsins. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 97 orð

Nýjar bækur HIN myrku spor er eftir br

HIN myrku spor er eftir breska rithöfundinn og blaðamanninn Tim Wilson í íslenskri þýðingu Glúms Baldvinssonar og Jóhanns Finnssonar. Bókin er í röð þekktra sakamálabóka sem ýmsir þekktir rithöfundar og blaðamenn hafa skrifað og hlotið hafa góðar viðtökur erlendis. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 129 orð

Nýjar bækur JÓLAASKJAN eftir bandaríska

JÓLAASKJAN eftir bandaríska rithöfundinn Richard Paul Evans í íslenskri þýðingu Guðbrands Gíslason er komin út. Í kynningur segir: "Bókin á sér sérstæðan bakgrunn að því leyti að það var aldrei ætlun höfundarins að hún yrði gefin út. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 117 orð

Nýjar bækur LJÓÐABÓKIN New Orleans árla morgun

LJÓÐABÓKIN New Orleans árla morgun í desember eftir Þorvarð Hjálmarsson er komin út. Bókin hefur að geyma ljóðaflokk í tveimur hlutum. Sá fyrri ber yfirskriftina Himinninn yfir Brooklyn. Hinn síðar kallast New Orleans árla morguns í desember eða hér á snjóbreiðunni í faðmi heimskautablóma sem ekki eru til. Alls eru ljóðin 27. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 91 orð

Nýjar bækur MILLI vina er skáldsaga ef

MILLI vina er skáldsaga eftir breska rithöfundinn Joanna Trollope í íslenskri þýðingu Björns Jónssonar. Þetta er fyrsta bók Trollope sem kemur út hérlendis en allt frá því að hún sendi frá sér fyrstu bókina árið 1988 hefur hún notið mjög mikilla vinsælda í Bretlandi og bækur hennar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 59 orð

Nýjar bækur ÓSÝNILEGI vinurinn er ný bar

ÓSÝNILEGI vinurinn er ný barnabók eftir Kari Vinje og myndskreytt af Vivian Zahl Olsen. Þýðendur eru Þórdís Ágústsdóttir og Gyða Karlsdóttir. Í bókinni greinir frá Palla sem smeygði sér í gegnum gat í runna nágranna og því sem gerðist hinum megin við runnann. Útgefandi er Salt hf. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 102 orð

Nýjar bækur SÓL yfir Dimmubjörgum er fyr

SÓL yfir Dimmubjörgum er fyrir 9 til 12 ára börn. Sagan fjallar um Álfar sem ræðst í mikla hættuför með hinum vitra Galdráði og hetjunni Lámu. Þau mæta hvers kyns forynjum og furðuskepnum á leið sinni til að bjarga dóttur Galdráðs frá norninni í Dimmubjörgum. Úlfar Harri Elíasson er ungur höfundur og þetta er fyrsta barnabók hans. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 105 orð

Nýjar bækur ÚR álögum er eftir bandarísk

ÚR álögum er eftir bandaríska rithöfundinn Stephen King. Þetta er 12. bókin eftir höfundinn sem út kemur á íslensku og hafa fyrri bækur hans notið mikilla vinsælda, enda má með sanni segja að hann sé mest lesni spennusagnahöfundur í heimi. Úr álögum heitir á frummálinu Rose Madder og kom bókin fyrst út í Bandaríkjunum í fyrra. Meira
15. nóvember 1996 | Bókmenntir | 571 orð

Óður til Laxár

eftir Björn G. Jónsson á Laxamýri. Útg.: Fjölvaútgáfa. Prentun: Grafík hf. Reykjavík, 1996 - 204 bls. SENN blés af landsnæturgolan og ýfði vatnsflötinn. Speglunin á ánni hvarf og hún breytti um lit, varð dökk í strenginn, næstum blásvört og ómar fossanna hljóðnuðu. Langt úr suðri barst fagur strengjakliður sem gaf til kynna að nú væri í vændum minnst tveggja daga sunnanátt. Meira
15. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 759 orð

Óður um íslenska náttúru Fyrir skemmstu kom út geisladiskurinn Íðir sem á er að finna hyllingu íslenskrar náttúru. Höfundur

RÓSA Ingólfsdóttir hefur í meira en nógu að snúast jafnan, hún er teiknari Sjónvarpsins, er vinsæll fyrirlesari og baráttukona fyrir íslensku handverki og listiðnaði, leikur aðalhlutverk í Gullna hliðinu, er blaðamaður í hjáverkum og pistlahöfundur aukinheldur sem hún heldur sitt heimili og þess má geta að hún heldur 1. desemberræðu hjá félagi íslenskra námsmanna í Ósló. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 426 orð

Pabbi, þú þekktir mig ekki

FYRIR tólf árum, þegar faðir leikkonunnar Lynn Redgrave, Michael, lá fyrir dauðanum, helsjúkur parkinsonssjúklingur, hélt hún heim til að vera við hlið hans. Um miðja nótt var hún ekki enn sofnuð vegna tímamunarins og rakst á rölti sínu um hús hans á dagbækur og einkabréf. Hún stóðst ekki mátið og hóf að lesa. Fletti upp á fæðingardegi sínum, 8. mars 1943. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 125 orð

Prelúdíur á Akranesi

ÖRN Magnússon píanóleikari leikur í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi, sunnudaginn 17. nóvember kl. 20.30. Á efnisskrá verða prelúdíur eftir tvö tónskáld, seinni prelúdíu-bók Claude Debussy sem hefur að geyma 12 tónverk og 5 prelúdíur Hjálmars H. Ragnarssonar. Verk Debussy var samið á árunum frá 1910 til 1913 en Hjálmar lauk prelúdíum sínum árið 1984. Meira
15. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

Rocky á frímerki

Í TILEFNI af því að á næsta ári eru 20 ár frá frumsýningu fyrstu "Rocky"-myndarinnar, eftir Sylvester Stallone, hafa ríkin Ghana, Gambia, Grenada, Uganda og St. Vincent ákveðið að gefa út frímerki með myndum af söguhetjunni, Rocky Balboa. Nú er bara að bíða og sjá hvort fleiri ríki feti í þeirra fótspor og sýni myndinni viðlíka virðingu. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 110 orð

"Samstæðar andstæður" í Skotinu

DÓSLA (Hjördís Bergsdóttir) opnar myndlistarsýningu í Skotinu, Listmunagalleríinu Skruggusteini, Hamraborg 20a í Kópavogi, laugardaginn 16. nóvember kl. 15. Þetta er áttunda einkasýning Dóslu en hún hefur að auki tekið þátt í mörgum samsýningum. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 109 orð

"Samvinna" í listhúsið Ófeigs

ÁSDÍS Birgisdóttir textílhönnuður og Ófeigur Björnsson gullsmiður opna sýninguna "Samvinna" í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 laugardaginn 16. nóvember kl. 15. Þar tefla þau saman klæðum úr íslenskri ull og skartgripum. Grunninn að verkunum er að finna í fornri norrænni klæða- og skartgripahefð. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 64 orð

Síðasta sýningarhelgi í Gallerí Greip

NÚ er svo komið að Gallerí Greip, á horni Hverfisgötu og Vitastígs, er að leggja upp laupana. Í tilefni af því var öllum þeim sem tekið hafa þátt í sýningum gallerísins 130 talsins boðið að taka þátt í sýningu þess. Meira
15. nóvember 1996 | Tónlist | 388 orð

Sólarmegin...

Guðmundur Jóhannsson bassi og söngstjóri, Jensína Valdimarsdóttir, alt, Halldór Hallgrímsson, tenór, Ragna Kristmundsdóttir, sópran, Kristján Elís Jónasson, barítón, Þórgunnur Stefánsdóttir, sópran, Sigursteinn Hákonarson, tenór, Anna Snæbjörnsdóttir, sópran, Gyða Bentsdóttir, alt, Lars H. Andersen, bassi. Upptökur fóru fram í Saurbæjarkirku og Fella- Hólakirkju 1996. Meira
15. nóvember 1996 | Myndlist | -1 orð

Straumar og flæði

Anna Jóa. Opið alla daga frá 14-18. Til 17. nóvember. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ eiga ýmsir listrænir gjörningar sér stað í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, því fyrir utan vinnustofur nokkurra listamanna er stundum kallað til hinna aðskiljanlegustu sýningaframkvæmda einhvers staðar í húsbákninu. Meira
15. nóvember 1996 | Tónlist | 590 orð

Suðrænt og seiðandi

Verk og þættir eftir Britten/Purcell, Tsjækovskíj, Ippolitoff-Ivanoff, Rimskíj-Korsakoff og Ravel. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Keri Lynn Wilson. Kynnir: Jónas Ingimundarson. Háskólabíói, fimmtudaginn 14. nóvember 1996 kl. 20. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 58 orð

Sýningu Haraldar að ljúka í Fold

MÁLVERKASÝNINGU Haraldar (Harry's) Bilson í Gallerí Fold við Rauðarárstíg lýkur nú á sunnudag. Sýninguna nefnir listamaðurinn "Ævintýri andans". Opið er í Gallerí Fold daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Á sama tíma lýkur kynningu á gvassmyndum eftir bresku listakonuna Helen Margaret Haldane í kynningarhorni gallerísins. Meira
15. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 130 orð

Úr eðalvagni á Næturvakt

FYRIR um ári síðan var Donna D'Errico bílstjóri hjá óþekktu eðalvagnafyrirtæki í Hollywood en var ákveðin í að verða leikkona strax og tækifæri gæfist í kvikmyndahverfinu. Draumurinn varð að veruleika fyrr en hún hafði ímyndað sér því á mettíma skaust hún upp á stjörnuhimininn með leik sínum í sjónvarspþáttunum "Baywatch Nights" eða Á næturvakt, Meira
15. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

Útgáfutónleikar Bubba

Bubbi Morthens hélt útgáfutónleika fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu fyrir stuttu. Á tónleikunum lék Bubbi lög af nýrri plötu sinni, Allar áttir, en einnig gömul lög í bland. Á milli laganna las Bubbi ljóð af nýútkomnum ljóðdiski sínum, Hvíta hliðin á svörtu. Gerðu áheyrendur góðan róm að leik Bubba og söng og tóku ekki síður vel ljóðalestri hans. Meira
15. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 45 orð

Útgáfutónleikar Emilíönu

SÖNGKONAN Emilíana Torrini hélt útgáfutónleika í Íslensku óperunni á miðvikudagskvöld fyrir fullu húsi og söng þar lög af nýútkominni plötu sinni "Merman" auk eldra efnis. Góður rómur var gerður að söng hennar og á meðfylgjandi mynd sést hún í líflegri sveiflu. Meira
15. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 83 orð

Vonda stelpan Tiffany

LEIKKONAN Tiffany, Amber Thiessen, sem leikur í sjónvarpsþáttunum vinsælu "Beverly Hills 90210", segist hafa verið ákaflega stressuð þegar hún byrjaði að leika í þáttunum. "Ég skalf öll af taugaóstyrk. Allir meðleikarar mínir voru þegar orðnir stórstjörnur en það tóku allir vel á móti mér," sagði Tiffany sem kveðst skemmta sér vel yfir að leika "vondu stelpuna" eins og hún gerir í þáttunum. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 490 orð

Þemavetur hjá Kammersveit Reykjavíkur

STARFSÁR Kammersveitar Reykjavíkur er að hefjast en sveitin mun efna til þrennra tónleika í vetur, tvennra í Listasafni Íslands undir heitinu Músík á mánudegi og einna í Áskirkju skömmu fyrir jól. Hverjir tónleikanna hafa sitt þema. Fyrstu tónleikar vetrarins verða í Listasafni Íslands mánudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Meira
15. nóvember 1996 | Menningarlíf | 269 orð

Þrjár sýningar í Listasafni Kópavogs

ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á morgun, laugardag. Þetta eru sýningar breska listamannsins Alistair MacIntyre, afmælissýning Ljósmyndarafélags Íslands og skúlptúrsýning Guðbjargar Pálsdóttur. Meira

Umræðan

15. nóvember 1996 | Aðsent efni | 672 orð

Að lesa meira og meira, meira í dag en í gær

Að lesa meira og meira, meira í dag en í gær Halda mætti bókadaga, segir Ingibjörg Einarsdóttir, til að auka virðingu og vegsemd bókarinnar. ÞAÐ ER sérlega ánægjulegt að fylgjast með því þessa dagana hve stór hópur grunnskólanemenda á öllum Norðurlöndum sökkvir sér niður í lestur norrænna bókmennta. Meira
15. nóvember 1996 | Aðsent efni | 719 orð

Forgangsröðun í þágu menntunar Staðreyndin e

Á UNDANFÖRNUM vikum hefur ýmsu verið slegið föstu um fjárframlög til menntamála í fjárlagafrumvarpi ársins 1997 sem ekki á við rök að styðjast. Staðreyndin er sú að framlög til mennta- og menningarmála eru í jafnvægi milli áranna 1996 og 1997 sé tekið tillit til þess að grunnskólinn og það fjármagn sem honum fylgdi hefur verið flutt til sveitarfélaga. Meira
15. nóvember 1996 | Aðsent efni | 851 orð

Fólk með fötlun

Á TILTÖLULEGA fáum árum hefur þjónusta við fólk með fötlun á Íslandi tekið stakkaskiptum til hins betra. Talsvert hefur miðað í þá átt að fólk með fötlun njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara á við aðra þjóðfélagsþegna. Engu að síður bíða mörg brýn verkefni úrlausnar á þessu sviði. Langir biðlistar eftir búsetu hjá sumum svæðisskrifstofum gefa vísbendingu um það. Meira
15. nóvember 1996 | Aðsent efni | 959 orð

Hver dagur sem rís yfir Ísland er dagur íslenskrar tungu

Sá svartsýni: Nújá, er nú farið að tileinka móðurmálinu einn dag á ári? Það er kannski gert til að tryggja að þjóðin tali íslenzku a.m.k. þann eina dag, þegar hún verður farin að tala ensku alla aðra daga? Sannarlega lifum við á tímum endurskoðunar. Meira
15. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 556 orð

Hvers vegna treysti ég Biblíunni?

UMRÆÐAN innan kirkjunnar um homma og lesbíur hefur vakið athygli mína. Fyrst og femst vegna þess hvað hún sýnir hve lítið traust menn bera til Biblíunnar. Biblían er bók sem mikið er rætt um, en oftast án þess að fólk hafi lesið hana alla. Meira
15. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 432 orð

LÍN er ekkert grín

HLUTVERK Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja námsmönnum tækifæri til náms án tillits til efnahags eins og fram kemur í 1. gr laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna nr. 21/1992. Í dag búa þeir námsmenn, sem þurfa að framfleyta sér á námslánum, við það óréttlæti að fá lánin greidd eftir að þeir skila námsárangri. Meira
15. nóvember 1996 | Aðsent efni | 541 orð

Málræktarþing

Málræktarþing Á málræktarþingi verður m.a. rætt um stöðu íslenskunnar gagnvart enskri tungu, segir Ari Páll Kristinsson, og hvað hægt er að gera til að standa vörð um þjóðtungu sem fáir tala. Meira
15. nóvember 1996 | Aðsent efni | 416 orð

Sjóðir á silfurfati

UMRÆÐA um sameiningu fjárfestingarlánasjóða atvinnulífsins í einn fjárfestingarbanka hefur enn einu sinni komist í hámæli. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og ýmsar útfærslur af henni hafa borist út í umræðuna. Samtök verslunarinnar hafa látið sig málið varða frá upphafi enda málið versluninni skylt ekki síður en iðnaði og sjávarútvegi. Meira
15. nóvember 1996 | Aðsent efni | 887 orð

Til móts við nýjan niðurskurð

Í DAG, föstudaginn 15. nóvember, munu framhaldsskólanemar ásamt stúdentum, sérskólanemum, iðnnemum og öllum þeim er bera menntun fyrir brjósti standa upp hvar sem þeir kunna að vera klukkan tólf á hádegi. Tilgangurinn er að lýsa stuðningi við stefnu stjórnvalda í menntamálum en jafnframt undrun á því hvers vegna þau standa ekki við hin stóru orð. Meira
15. nóvember 1996 | Aðsent efni | 990 orð

Verjum Kúbu, mótmælum viðskiptabanninu

Verjum Kúbu, mótmælum viðskiptabanninu Það er erfitt, segja Gylfi Páll Hersir og Ólöf Andra Proppé, að finna fylgismenn viðskiptabannsins hér á landi. UM ÁRAMÓT 1959 varð bylting á eyríkinu Kúbu í Karíbahafi, 150 kílómetra undan ströndum Bandaríkjanna. Meira
15. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 706 orð

"Öryggi" bankareikninga og ábyrgð banka

EFNI þessa bréfs er óskemmtileg reynsla sem við urðum fyrir vegna heimildarlausrar úttektar af bankareikningi okkar hjá Landsbanka Íslands. Langar okkur til að vekja fólk til umhugsunar um öryggi slíkra reikninga og jafnframt að lýsa furðu okkar á hversu litla ábyrgð bankinn ber gagnvart viðskipta- "vinum" sínum í tilfellum sem þessum. Meira

Minningargreinar

15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 262 orð

Ásgeir Haraldur Grímsson

Elsku pabbi, nú er þrautagöngu þinni í líkamanum lokið. Verkefnið sem sál þín valdi sér í þessari jarðvist var hvorki lítið né léttvægt. Prófin þín og okkar hinna sem næst þér stóðu á hverjum tíma voru mörg. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 522 orð

Ásgeir Haraldur Grímsson

Ásgeir starfaði snemma við ýmiskonar afgreiðslustörf og þótti einstaklega lipur og viðfelldinn afgreiðslumaður. Oft vann Ásgeir með föður sínum við steinhöggvarastarfið þegar þannig stóð á. Síðar lærði hann loftskeytafræði og sigldi um tíma sem loftskeytamaður. Með því síðasta sem hann vann við var vagnstjórastarf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 132 orð

ÁSGEIR HARALDUR GRÍMSSON

ÁSGEIR HARALDUR GRÍMSSON Ásgeir Haraldur fæddist í Reykjavík 2. mars 1918. Hann lést 28. október síðastliðinn í Kumbaravogi á Stokkseyri. Foreldrar hans voru Bryndís Jónsdóttir, ættuð úr Borgarfirði, f. 15. ágúst 1886, d. 3. nóv. 1973, og Grímur Ásgrímsson ættaður úr Árnessýslu, sem stundaði steinsmíð á seinni árum starfsævi sinnar, f. 13. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 97 orð

Ásgeir Haraldur Grímsson Farinn er vinur til fjarlægra stranda frjáls er þinn hugur frá böli og neyð farinn í skjóli Guðs

Ásgeir Haraldur Grímsson Farinn er vinur til fjarlægra stranda frjáls er þinn hugur frá böli og neyð farinn í skjóli Guðs heilögu handa í himneska gleði á kærleikans leið. Frjáls er nú andinn fegurðar nýtur fögnuður ríkir í örþreyttri sál himnanna eilífa ljósið hann lítur líknandi kærleikans unaðar bál. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 900 orð

Ásta Þorkelsdóttir

Ásta Þorkelsdóttir, föðursystur mín, er látin áttatíu og átta ára að aldri. Nú er skarð fyrir skildi, þegar hún er horfin okkur um alla eilífð. Hún fæddist í Reykjavík og ól allan sinn aldur þar. Ekki var mulið undir foreldra hennar þau Þorkel Guðmundsson, bátasmið og kalfaktara og k.h. Signýju Guðmundsdóttur, enda deildu þau hlutskipti sínu með öðru alþýðufólki í Reykjavík. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 311 orð

Ásta Þorkelsdóttir

Í dag kveðjum við hinstu kveðju kæra frænku, Ástu Þorkelsdóttur. Hún var systir hans föður okkar, eina systkinið hans, sem við kynntumst. Þessi litla og fallega kona var hetja hversdagsins því að þrátt fyrir aðstöðuleysi og fátækt í uppvexti ræktaði hún þá hæfileika, sem hún hafði í ríkum mæli. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist og lærði að spila á orgel, sér og öðrum til ánægju. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 568 orð

ÁSTA ÞORKELSDÓTTIR

ÁSTA ÞORKELSDÓTTIR Ásta Þorkelsdóttir fæddist í Reykjavík 27. desember 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorkell Guðmundsson, f. 19.8. 1875 á Sólmundarhöfða í Ytri-Akraneshreppi í Borgarfirði, af ætt sr. Hallgríms Péturssonar, sálmaskálds, d. 7. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 307 orð

Bragi Lárusson

Það var fyrir tæpum 15 árum að hún Sigríður Björk, sem síðar varð eiginkona mín, kynnti mig fyrir foreldrum sínum, þeim Braga og Sólveigu, og Berglindi systur sinni. Þar með hófst nýtt hamingjuskeið í lífi mínu. Á árunum sem á eftir fylgdu þróaðist mjög náið samband á milli okkar allra sem einkenndist af miklum kærleika og gagnkvæmri virðingu. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 270 orð

Bragi Lárusson

Ég hef stundum velt því fyrir mér, hvað það er í fari manna, sem ræður hæfni til starfa. Ég hef ekki komist að einhlítri niðurstöðu en Bragi Lárusson var óumdeilanlega einn af okkar færustu vátryggingarmönnum. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 220 orð

Bragi Lárusson

Í dag er kvaddur Bragi Lárusson, vátryggingamaður. Hann átti um langt árabil sæti í skilmálanefnd Samsteypu íslenskra fiskiskipatrygginga, en nefndin er eins konar faglegur samstarfsvettvangur um ýmis málefni er varða vátryggingar fiskiskipa yfir 100 rúmlestir. Þau félög sem stunda þessar vátryggingar tilnefna hvert sinn fulltrúa í nefndina og var Bragi fyrst fulltrúi Samvinnutrygginga gt. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 375 orð

Bragi Lárusson

Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu Hjálmar.) Við skiptingu Digranessafnaðar árið 1987 varð til nýr söfnuður, Hjallasöfnuður. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 339 orð

Bragi Lárusson

Ég vil með örfáum orðum kveðja góðan og traustan samstarfsmann, Braga Lárusson, nú þegar komið er að leiðarlokum og langri og erfiðri baráttu hans við illvígan sjúkdóm er lokið. Þrátt fyrir alla tækni og þekkingu læknisfræðinnar, bjartsýni, vilja og kjark Braga til að takast á við sjúkdóminn, varð hann að lokum að láta undan síga. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 992 orð

Bragi Lárusson

Kynni okkar Braga hófust þegar hann, ungur loftskeytamaður af flaggskipi okkar Íslendinga, Hamrafellinu, kom til starfa í Afgreiðsludeild Samvinnutrygginga g.t. síðla vetrar 1966. Þegar ég tók við stjórn deildarinnar á haustdögum það sama ár urðu kynni okkar enn nánari og snerust fljótlega upp í nána vináttu sem entist meðan báðir voru uppi. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 173 orð

BRAGI M. LÁRUSSON

BRAGI M. LÁRUSSON Bragi M. Lárusson fæddist í Reykjavík 15. mars 1933. Hann lést á Landspítalanum 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lárus B. Sigurbjörnsson, sjómaður, f. 17. desember 1909 á Höfða í Dýrafirði, fórst með bv. Ólafi 2. nóvember 1938, og Sveinsína Jóramsdóttir, f. í Leiru í Gerðarhreppi 20. júlí 1909. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 158 orð

Guðbjörg Bergsteinsdóttir

Hún Bagga, réttu nafni Guðbjörg Bergsteinsdóttir, vinkona mín og starfsfélagi minn í tollinum, er horfin fyrir fullt og allt, úr tilveru okkar sem eftir lifum. Hún átti við veikindi að stríða undanfarin ár. Við Bagga störfuðum hvort við sitt skrifborðið í tollinum, á 4. hæð tollbyggingarinnar í áravís, og er ég henni þakklátur fyrir samverustundirnar hjá stofnuninni. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐBJÖRG BERGSTEINSDÓTTIR

GUÐBJÖRG BERGSTEINSDÓTTIR Guðbjörg Bergsteinsdóttir fæddist á Árgilsstöðum í Hvolhreppi hinn 23. ágúst 1919. Hún lést á Landspítalanum 11. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 21. október. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 1954 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Á kveðjustund leitar hugurinn víða í tíma og rúmi. Minningar lifna og dægurmál hljóðna. Í dag er kvaddur Guðmundur Arnlaugsson, fyrsti rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og löngu þjóðkunnur maður fyrir störf sín á margs konar vettvangi fræða, menntunar og menningarmála. Hann var ekki ungur maður, hann var síungur. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 1267 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Guðmundur Arnlaugsson fyrrverandi menntaskólarektor, dósent og heiðursdoktor við Háskóla Íslands, er látinn, 83 ára að aldri. Guðmundur gekk í fararbroddi skólamanna landsins á langri og viðburðaríkri starfsævi á miklum umbreytingatímum. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 286 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Mér er ógleymanlegur 9. júní 1945, en þá hitti ég Guðmund Arnlaugsson fyrst. Það var sól og blíða þegar fánum prýdd "Esjan" lagðist að hafnarbakkanum í Reykjavík með um 300 Íslendinga, sem voru að koma frá Danmörku. Stríðinu var lokið. Ég var 13 ára og var að taka á móti móður minni sem ég hafði ekki séð í sex ár. Með Esjunni var líka Dóra frænka mín ásamt eiginmanni og tveggja ára syni. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 660 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Nú um sinn skilur með okkur Guðmundi Arnlaugssyni, eftir 75 ára ljúfa samfylgd, þótt oft bæri raunar leiti á milli, framan af. Sú samfylgd hófst er ég flutti 1920 með foreldrum mínum er þau byggðu norðan við kirkjugarðinn við Suðurgötu, en þá bjó Guðmundur með foreldrum sínum í Akurgerði, sunnan við "Nýja-túnið", sem þá var óbyggt frá kirkjugarðinum vestur að Ási og Hofi og var leiksvæði barnanna. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 513 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Haustið 1980, þegar sá sem þetta skráir settist í stól rektors í Menntaskólanum við Hamrahlíð, tók hann við góðu búi. Jafnt nemendur sem kennarar sóttust eftir vist í skólanum og komust færri að en vildu. Skólinn var þekktur fyrir tvær nýjungar sem báðar hafa mótað alla þróun framhaldsskóla á Íslandi, áfangakerfið og öldungadeildina. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 627 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Mikill mannvinur og fræðari er fallinn frá eftir langan og farsælan starfsdag. Kynni mín af Guðmundi Arnlaugssyni takmörkuðust við tvo síðustu áratugi ævi hans. Ekki gat mér þó dulist að þar fór afburðagreindur atorkumaður sem átti sér þá hugsjón að uppfræða landa sína. Við það starfaði hann í meira en sextíu ár. Íslensk skákhreyfing naut mjög velvilja og áhuga Guðmundar. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 595 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Guðmundur Arnlaugsson Guðmundur Arnlaugsson fæddist í Reykjavík 1. september 1913. Hann lést í Landspítalanum 9. nóvember síðastliðinn. Guðmundur var elsta barn hjónanna Arnlaugs Ólafssonar, bónda og verkamanns, f. 8.8. 1888, d. 2.9. 1971, og Guðrúnar Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 6.9. 1884, d. 6.8. 1943. Systkini Guðmundar voru Skúli, f. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 270 orð

Guðný Friðriksdóttir

Í dag verður til moldar borin elskuleg tengdamamma mín. Þegar ég kom fyrst inn í fjöldskylduna tók ég eftir því hvað hún var iðjusöm, henni féll aldrei verk úr hendi, komin á fætur kl. 6 alla morgna til að baka flatkökur og kleinur sem voru þær allra bestu í heimi. Þetta seldi hún í búðir og fyrirtæki og allt fór þetta fram í litla eldhúsinu hennar. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 126 orð

GUÐNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR

GUÐNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR Guðný Friðriksdóttir fæddist 19. september 1911. Hún lést í Kópavogi 9. nóvember síðastliðinn. Guðný var dóttir hjónanna Bjargar Ásgrímsdóttur og Friðriks Jóhannssonar. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 169 orð

Guðrún Hólmfríður Árnadóttir

Mig langar til að kveðja Guðrúnu stjúpu mína með nokkrum orðum. Guðrún var seinni kona föður míns og var ég orðin 17 ára þegar þau eignuðust eina barn sitt, Eddu. Mikil var gleði mín yfir að eignast loksins systur þó töluverður aldursmunur væri. Og ég eignaðist ekki bara systur heldur reyndist Guðrún stjúpa mín mér sem besta móðir og vinkona gegnum árin. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 86 orð

GUÐRÚN HÓLMFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR

GUÐRÚN HÓLMFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR Guðrún H. Árnadóttir var fædd í Kvíslarhóli á Tjörnesi 20. apríl 1913. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Sörenson og Björg Sigurpálsdóttir. Þau eignuðust þrettán börn og eru tveir bræður eftirlifandi, Ólafur og Jón. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 205 orð

Helga Jónsdóttir

Elsku langamma, ég trúi ekki að þú sért dáin en ég veit það. Mér finnst mjög erfitt að trúa því. Þú varst svo góð og blíð, það var svo gaman að koma í heimsókn til þín. Ég man að þegar ég var yngri söng ég af ánægju og ég vissi að þú biðir eftir okkur. Þegar við komum, hljóp ég upp stigann í herbergið og kallaði: Amma, amma, ég er komin. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 218 orð

Helga Jónsdóttir

Nú ertu farin, elsku langamma. Vonandi hefur þú það gott? Ég sakna þín svo mikið og það hryggir mig að þú skulir vera farin en ég veit að þér líður vel hjá langafa Pétri. Minningarnar streyma fram í huga mínum. Mér er það sérstaklega minnisstætt hvað þú áttir alltaf nóg af kökum undir stiganum við hliðina á kartöflunum. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 276 orð

Helga Jónsdóttir

Elsku amma. Nú þegar leiðir skilja er margs að minnast. Ég veit að þú varst södd lífdaga og þráðir svefninn langa. Nú þegar þú ert horfin á braut skilur maður fyrst hvers virði það var að hafa átt möguleika á að eiga þig að, en samt er samviskan slæm yfir því að hafa ekki ræktað sambandið við þig miklu betur. En nú er það um seinan. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 138 orð

Jörundur Ármann Guðlaugsson

Elsku Jörundur, við kveðjum þig í dag, með þökk fyrir allt. Haustið þitt var langt og strangt, en loksins fékkstu frið. "Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 532 orð

Jörundur Ármann Guðlaugsson

Nú er þrautin á enda, elsku afi. Allt okkar líf varstu veikur og því þótti okkur eðlilegt að þitt hlutverk væri bara að taka ætíð svo vel á móti okkur er við komum í heimsókn til ykkar ömmu, sem þú og gerðir. Þú kallaðir okkur "vinan hans afa" og "vinurinn hans afa" enda varstu vinur, ekki bara afi. Þú hvattir okkur ætíð til dáða og stóðst með okkur ef þér þótti við beitt óréttlæti. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 658 orð

Jörundur Ármann Guðlaugsson

Ég vil minnast góðs manns, Jörundar Guðlaugssonar, er ég var svo lánsamur að kynnast fyrir all nokkrum árum vegna vinskapar við fjölskylduna. Jörundur var af þeirri manngerð sem nú er orðin alltof fátíð. Hann var ljúfmenni sem aldrei haggaðist á hverju sem gekk í lífi eða starfi. Hann var múrari að mennt og starfaði við það uns veikindin lögðust að fyrir nokkrum árum. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 417 orð

Jörundur Ármann Guðlaugsson

Elsku Jörundur! Um leið og ég kveð þig hinstu kveðju vil ég þakka þér fyrir okkar góðu kynni sl. 15 ár. "Eitt sinn skal hver maður deyja" segir máltækið, en hversu ljós sem þessi lífsins staðreynd er kemur hún samt alltaf á óvart og er í augum okkar sem eftir lifa með öllu ótímabær. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 167 orð

JÖRUNDUR ÁRMANN GUÐLAUGSSON

JÖRUNDUR ÁRMANN GUÐLAUGSSON Jörundur Ármann Guðlaugsson var fæddur 20. október 1932. Hann lést 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Jörundar voru Guðlaugur Jónsson, verkam., f. 3.6. 1906 að Fossi á Húsavík, d. 12. sept. 1982, á Húsavík, og Gratíana Sigríður Jörundsdóttir, f. 29.6. 1905 á Flateyri, d. 28.4. 1972 á Húsavík. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 462 orð

LÁRUS HJÁLMARSSON

LÁRUS HJÁLMARSSON Lárus Hjálmarsson er fæddur á Seyðisfirði þann 15. nóvember 1946. Hann er yngsta barn hjónanna Hjálmars Vilhjálmssonar frá Hánefsstöðum, sýslumanns og síðar ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, og Sigrúnar Helgadóttur frá Kirkjubæjarklaustri. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 645 orð

Ólafur Einar Einarsson

"Lífsferðin er safn minninganna." Þær minningar eru margátta, mikilla sanda og sæva eða aðeins korn í eyðimörk, allt eftir því hver á í hlut, spanna litróf hins ytri veruleika sem margir skynja á svipaðan hátt í senn, eða tónstiga tilfinninga og kennda sem maðurinn á aðeins einn. Lífið er leikverk sem er flutt af samferðafólki á hverjum tíma. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 31 orð

ÓLAFUR EINAR EINARSSON

ÓLAFUR EINAR EINARSSON Ólafur Einar Einarsson fæddist í Garðhúsum í Grindavík 4. júní 1910. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 13. nóvember. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 201 orð

Ragnar Jónsson

Hvað er það ljós, sem lýsir fyrir mér þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér? Hvað er það ljós, sem ljósið gerir bjart og lífgar þessu tákni rúmið svart? Hvað málar "ást" á æskubrosin smá og "eilíft líf" á feiga skörungs-brá? Hvað er þitt ljós, þú varma hjartans von, sem vefur faðmi sérhvern tímans son? Guð er það ljós. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 192 orð

RAGNAR JÓNSSON

RAGNAR JÓNSSON Ragnar Jónsson var fæddur í Nýjabæ á Stokkseyri 21. júní 1917. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. nóvember 1996. Foreldrar hans voru Jón Guðbrandsson, f. 1872, d. 1928, og Guðný Gísladóttir, f. 1882, d. 1930. Af systkinum Ragnars samfeðra komust á legg Ingveldur, f. 1902, Guðbjörg, f. 1903, d. 1996, og Elín, f. 1912. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 213 orð

Sigurjón Auðunsson

Elskulegur tengdafaðir minn er látinn 77 ára að aldri. Kynni okkar Sigurjóns hófust fyrir rúmum 14 árum. Allt frá okkar fyrsta fundi hefur hann reynst mér afar vel. Hæglátt og hlýtt viðmót var hans aðalsmerki. Hann var einstaklega greiðvikinn og hjálpsamur og vildi allt fyrir okkur gera en aldrei á þann hátt að erfitt væri að þiggja hjálp hans eða hann ætlaðist til nokkurs sér til handa í staðinn. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 233 orð

Sigurjón Auðunsson

Elsku afi, við komum saman barnabörn þín til þess að rifja upp margar góðar stundir sem við áttum með þér. Alltaf var hlýtt og notalegt að koma inn í Grundargerði, þar sem öll fjölskyldan kom saman og átti góðar stundir, sem í hjarta okkar allra eru ómetanlegar. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 277 orð

Sigurjón Auðunsson

Ein er sú ferð, sem allir verða að fara. Þá ferð nefnum við ævi. Nú hefur Sigurjón Auðunsson lokið þessari ferð og þeir sem urðu honum samferða lengri eða skemmri spöl sakna hans nú mjög. Sigurjón var mjög vel búinn andlegu og líkamlegu atgervi til þessarar farar og samferðafólkið naut óspart góðs af því. Ef einhverju okkar varð örðug för átti sá vísa hönd hans sterka og hlýja. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 461 orð

Sigurjón Auðunsson

Mig langar til að festa nokkur orð á blað í minningu Sigurjóns Auðunssonar, en hann var eiginmaður móðursystur minnar, Ólafar Ólafsdótttur, er lést þann 25. júní 1991, og helga ég þessi skrif einnig minningu hennar. Margar bernskuminningar mínar eru tengdar þessum elskulegu hjónum og börnum þeirra, en þau eru: Ólafur Hjörtur, Jórunn, Vilberg, Hólmfríður og Guðrún Sigríður. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 275 orð

SIGURJÓN AUÐUNSSON

SIGURJÓN AUÐUNSSON Sigurjón Auðunsson járnsmiður fæddist á Yzta- Skála, V-Eyjafjöllum, 31. ágúst 1919. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Auðun Jónsson bóndi, f. 11.7. 1892, d. 15.1. 1959, og Jórunn Sigurðardóttir, f. 10.8. 1895, d. 11.1. 1983. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 160 orð

Sverrir Karl Stefánsson

Það er erfitt að hugsa til þess, elsku Sverrir Karl, að þú sért ekki lengur hér hjá okkur. Okkur grunaði ekki að veikindi þín væru svo alvarleg. Þú varst alltaf svo hress og mikið fjör í kringum þig. Þú áttir stóran og tryggan vinahóp og það er gott að hugsa til þess að þú varst ekki bara bróðir, heldur líka vinur. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 31 orð

SVERRIR KARL STEFÁNSSON Sverrir Karl Stefánsson fæddist á Ísafirði 16. september 1975. Hann lést á heimili sínu á Ísafirði 13.

SVERRIR KARL STEFÁNSSON Sverrir Karl Stefánsson fæddist á Ísafirði 16. september 1975. Hann lést á heimili sínu á Ísafirði 13. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 18. október. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 633 orð

Þorbjörg Ragna Pálsdóttir

Horfin er yfir móðuna miklu aldraður Reykvíkingur, Þorbjörg Ragna sem ætíð var nefnd Ragna á seinni árum. Bernskuheimili hennar var á Grettisgötu 33 og þar fæddust öll börnin nema þau elstu, Friðrik og hún. Foreldrarnir og sytkinin voru stór og sameinuð fjölskylda þar sem allir hjálpuðust við að komast af. Faðirinn var stýrimaður, mikill sjósóknari og duglegur að afla heimilinu tekna. Meira
15. nóvember 1996 | Minningargreinar | 139 orð

ÞORBJÖRG RAGNA PÁLSDÓTTIR

ÞORBJÖRG RAGNA PÁLSDÓTTIR Þorbjörg Ragna Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1904. Hún lést í Reykjavík 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Árnadóttir Þorvaldssonar hins merka athafnamanns við Faxaflóa og Páll Friðriksson, stýrimaður og sjósóknari af hinni alþekktu sjómannsætt, Bergsætt. Meira

Viðskipti

15. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Býður út 15 milljóna hlutafé

ÚTBOÐ stendur yfir á nýju hlutafé í Fiskmarkaði Breiðafjarðar hf., en ætlunin er að auka hlutaféð úr 30 milljónum í 45 milljónir króna. Hlutabréfin eru í upphafi sölutímabils boðin á genginu 1,30, en gengið getur breyst á sölutímabilinu, sem nær til 21. febrúar á næsta ári. Umsjón með útboðinu hefur Fjárvangur hf., sem áður var Fjárfestingarfélagið Skandia hf. Meira
15. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Daewooherferð í Frakklandi

DAEWOO rafeindarisinn í Suður-Kóreu, hefur hleypt af stað auglýsingaherferð í blöðum til að mæta harðri gagnrýni á þá fyrirætlun að kaupa hið bágstadda franska ríkisfyrirtæki Thomson Multimedia. Undir fyrirsögninni Þekkið þið dverginn Daewoo?", 34. Meira
15. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 210 orð

»Dollar styrkist gagnvart marki Dollar styrktist gegn marki

Dollar styrktist gegn marki í gær eftir stuðningsyfirlýsingar þýzkra, franskra, bandarískra og japanskra embættismanna. Þýzki seðlabankastjórinn Hans Tietmeyer kvaðst fagna bata dollars að undanförnu og gjarnan vilja að gengi hans hækkaði meir. Meira
15. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 327 orð

Efasemdir um tengslin innan Nýherja

OPIN kerfi hf., umboðsfyrirtæki Hewlett Packard á Íslandi, hafa sýnt áhuga kaupum á hlut í Nýherja, sem er umboðsfyrirtæki IBM hér á landi. Stjórnarformaður Nýherja segist hafa efasemdir um að rétt sé að fyrirtækin tengist nánum böndum þar sem þau séu stærstu fyrirtækin á stórtölvusviðinu á Íslandi. Meira
15. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 247 orð

Franskir bílaframleiðendur vilja yngri starfsmenn

FRÖNSKU bifreiðaframleiðendurnir Renault SA og Peugeot PSA segjast eiga í viðræðum við stjórnvöld um langtíma áætlun um yngingu starfsliðs. En fyrirtækin vilja ekki staðfesta blaðafrétt um að þau reyni að fá samþykki fyrir fyrirætlun um að fækka störfum um 40.000 með starfslokasamningum gegn því að ráða 14.000 unga starfsmenn. Meira
15. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Olíuverð dregur úr hagnaði BA

BRITISH AIRWAYS hefur skýrt frá því að hagnaður fyrir skatta fyrri hluta árs hafi aukizt um 9,3% í 470 milljónir punda, en segir að hagnaðurinn hefði orðið meiri ef ekki hefði komið til mikillar hækkunar á verði eldsneytis í ár. Meira
15. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 61 orð

Sumitomo sakar Hamanaka um fjársvik

Yasuo Hamanaka, fyrrum aðalkoparsali Sumitomo, hefur verið ákærður fyrir skjalafals og hið gamla fyrirtæki hans sakar hann um fjársvik vegna koparhneykslisins sem kostaði það 2.6 milljarða dollara. Meira
15. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Sunbeam fækkar starfsfólki um helming

SUNBEAM, hinn kunni bandaríski eldhústækjaframleiðandi, hyggst fækka störfum um 6.000 og þar með segja upp helmingnum af starfsfólkinu. Framleiðslusviðum verður fækkað og 39 af 53 verksmiðjum lokað samkvæmt endurskipulagningu Alberts Dunlaps stjórnarformanns, sem kallaður er Chainsaw Al" í bandaríska viðskiptaheiminum og líkt við keðjusög. Meira
15. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Swissair hótar að hætta við Sabena

YFIRMAÐUR belgíska flugfélagsins Sabena segir að Swiss Air hóti í raun að afsala sér 49,5% hlut sínum í félaginu fari Sabena ekki að skila hagnaði. Forstjóri Sabena, Paul Reutlinger, sagði að Swissair íhugaði að afskrifa fjárfestingu sína í Sabena og þar með gæti Swissair ákveðið hvað sem væri, meðal annars að segja skilið við Sabena. Meira
15. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 40 orð

Westinghouse skipt í 2 fyrirtæki

WESTINGHOUSE Electric Corp., áður einum mesta máttarstólpa bandarísks iðnaðar, verður bráðlega skipt í tvö aðskilin fyrirtæki samkvæmt heimildum í Wall Street. Annað fyrirtækið mun grundvallast á iðnðnaðarframleiðsludeildum gamla fyrirtækisins og hitt á fjölmiðlasviðum þess. Meira
15. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 265 orð

Þýzka ríkið hyggst selja hlut sinn í Lufthansa

ÞÝZKA stjórnin hefur ítrekað þann ásetning sinn að selja hlut þann sem hún á enn í Lufthansa AG eftir að hafa komizt að samkomulagi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að útlendingar megi kaupa hlut í félaginu, en ekki ná yfirráðum yfir því. Meira

Fastir þættir

15. nóvember 1996 | Dagbók | 2777 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 15.-21. nóvember eru Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1, og Breiðholts Apótek, Álfabakka 12, Mjódd, opin til kl. 22. Auk þess er Apótek Austurbæjar opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugard. kl. 10-14. Meira
15. nóvember 1996 | Í dag | 59 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 16. n

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 16. nóvember, verður sjötug Aðalheiður Guðmundsdóttir, starfsmaður Flugleiða, Hátúni 8, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn í félagsmiðstöð aldraðra, Hæðargarði 31, frá kl. 16-19. ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 15. Meira
15. nóvember 1996 | Fastir þættir | 114 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnar-

Bridsfélag Hafnarfjarðar varð nýlega 50 ára eins og fram hefir komið í þættinum. Af þessu tilefni hefur það gefið út 48 síðna kilju þar sem rakin er saga félagsins til þessa dags. Kiljan er að mestu byggð á svipuðu riti sem kom út fyrir 10 árum, þá unnin af Guðna Þorsteinssyni, en síðustu 10 árin hefir Trausti S. Harðarson tekið saman. Meira
15. nóvember 1996 | Fastir þættir | 116 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Það var heldur þunnskipaður bekkurinn sl. mánudagskvöld en þá spiluðu 14 pör tvímenning. Lokastaðan varð þessi: Bjarni Kristjánss. ­ Garðar Garðarss.227Jóhannes Sigurðsson ­ Gísli Torfason189Kristján Kristjánss. ­ Sigurður Steindórss.178 Næsta mánudag hefst eitt af stærri mótum vetrarins, minningarmótið um Guðmund Ingólfsson. Meira
15. nóvember 1996 | Fastir þættir | 263 orð

BRIDSUmsjón Arnór G. RagnarssonGrundfirðingarunnu Guðmund

Bridsfélag Vestur-Húnvetninga hélt Guðmundarmót hið 16. í röðinni á Hvammstanga laugardaginn 9. nóvember. Alls mættu 19 pör til leiks. Úrslit urðu sem hér segir: Ragnar Haraldsson Gísli Ólafsson, Grundarfirði65Rúnar Einarsson Skúli Skúlason, Hvammst./Akureyri62Jón Ág. Meira
15. nóvember 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst í Þingvallakirkju af sr. Hönnu Maríu Pétursdóttur Heiða Lind Sigurðardóttir og Bjarni Ágúst Sigurðsson. Heimili þeirra er á Hverfisgötu 35, Hafnarfirði. Meira
15. nóvember 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Lágafellskirkju af sr. Árna Begi Sigurbergssyni Hulda Pétursdóttir og Ægir Páll Friðbjartsson.Heimili þeirra er á Háaleitisbraut 119, Reykjavík. Meira
15. nóvember 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst í Dómkirkjunni af sr. Valgeiri Ástráðssyni Auður Arnardóttir ogAngantýr Einarsson. Heimili þeirra er á Kaplaskjólsvegi 31, Reykjavík. Meira
15. nóvember 1996 | Í dag | 190 orð

Hafa skal það sem sannara reynist FYRIR nokkru birtust hér

FYRIR nokkru birtust hér í Velvakanda upplýsingar frá Sigurði Inga Ragnarssyni um mynd frá stríðsárunum, sem einnig birtist í Velvakanda. Missagnir voru í klausunni frá Sigurði og hann sendi eftirfarandi athugasemd auk viðbótarupplýsinga um þessa athyglisverðu mynd: "Mig langar til að leiðrétta misritun í frásögninni "Meira um myndina" frá 7. nóvember sl. Meira
15. nóvember 1996 | Í dag | 24 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar R

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.462 krónur. Þeir heita Dagur Ólafsson, Unnar Ólafsson og Baldur Blöndal. Meira
15. nóvember 1996 | Dagbók | 621 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
15. nóvember 1996 | Í dag | 398 orð

RÉTTIR af mannskæðum flugslysum hafa verið býsna algenga

RÉTTIR af mannskæðum flugslysum hafa verið býsna algengar í heimsfréttunum á þessu ári og oft virðist þar hafa verið um að kenna ófullnægjandi öryggiseftirliti eða jafnvel viðhaldi flugvéla. Nú síðast fórust 350 manns þegar tvær flugvélar rákust á yfir Indlandi. Meira

Íþróttir

15. nóvember 1996 | Íþróttir | 179 orð

AIK hefur áhuga á að fá Rúnar

AIK frá Solna í Svíþjóð, sem sló KR-inga út úr Evrópukeppni bikarhafa, hefur sýnt áhuga á að fá Rúnar Kristinsson til félagsins. "Ég veit af áhuga AIK og félagið hefur sett sig í samband við Örgryte. Ég bíð spenntur eftir að heyra hvað það hefur upp á að bjóða. Ég hitti forráðamenn Örgryte á morgun [í dag] til að ræða um áframhaldandi samning við félagið," sagði Rúnar. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 224 orð

Akstursíþróttamaður ársins kjörinn í kvöld

SJÖ akstursíþróttamenn eru tilnefndir til kjörs á akstursíþróttamanni ársins sem verður í kvöld á uppskeruhátið akstursíþróttamanna. Einn þeirra verður valinn akstursíþróttamaður ársins, en á sama tíma verða afhentir Íslandsmeistaratitlar í öllum greinum akstursíþrótta. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 306 orð

Barátta í Borgarnesi

Strákarnir eru farnir að hafa trú á því að þeir geti unnið, sagði Terry Robert Upshaw, þjálfari Skallagríms, eftir leikinn. "Ég er mjög ánægður með það hvernig liðið náði aftur að stjórna leikhraðanum upp úr miðjum síðari hálfleik eftir að hafa misst leikinn frá sér um tíma. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 462 orð

Chicago heldur uppteknum hætti

CHICAGO hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í fyrrinótt með því að sigra Miami Heat og er eina liðið í deildinni sem unnið hefur alla leikina á tímabilinu. Byrjun liðsins er betri en í fyrra er liðið setti met í deildinni með því að vinna 72 leiki á einu keppnistímabili. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 464 orð

Einvígi Mayers og Bakers

ÍSLANDSMEISTARARNIR úr Grindavík lentu í hinu mesta basli með spræka ÍR-inga í Seljaskóla í gærkvöldi en höfðu betur í æsispennandi leik sem þurfti að framlengja, 100:94. Bandaríkjamennirnir Hermann Mayers hjá Grindavík og Tito Baker hjá ÍR fóru á kostum og var nánast um einvígi þeirra að ræða. Baker hafði betur í stigaskoruninni, gerði 45 stig en Mayers var með 37 stig og fagnaði sigri. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 199 orð

Emerson lætur ekki sjá sig BRYAN Robso

BRYAN Robson, knattspyrnustjóri Middlesbrough, er ekki ánægður með framkomu Brasilíumannsins Emersons, sem hefur verið í fríi í Brasilíu síðan í síðustu viku og ekki látið heyra í sér né mætt á æfingar hjá enska liðinu eins og hann átti að gera. "Ég skal láta ykkur vita um leið og ég heyri frá honum," sagði Robson við blaðamenn eftir æfingu liðsins í gær. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 149 orð

Geir fer til Moskvu GEIR

GEIR Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, heldur í dag til Moskvu með liði sínu Montpellier, en franska liðið og CESKA Moskva leika síðari leik sinn í EHF keppninni á laugardag. Geir meiddist í baki í fyrri leik liðanna um síðustu helgi og lengi vel var útlit fyrir að hann yrði ekki með í síðari leiknum. Í gær ákvað læknir liðsins að Geir færi með til Moskvu. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 37 orð

Í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild kl. 20.00 Akureyri:Þór - Haukar Ísafjörður:KFÍ - Njarðvík 1. deild karla: Sandgerði:Reynir

Körfuknattleikur Úrvalsdeild kl. 20.00 Akureyri:Þór - Haukar Ísafjörður:KFÍ - Njarðvík 1. deild karla: Sandgerði:Reynir - Selfoss Bikarkeppni kvenna: Smárinn:Breiðablik - Grindavík Blak Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 456 orð

ÍR - Grindavík94:100 Íþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeildin

Íþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtudaginn 14. nóvember 1996. Gangur leiksins: 4:4, 14:9, 21:18, 23:22, 26:29, 31:41, 33:41, 45:47, 47:52, 63:63, 73:75, 74:77, 79:80, 82:82. 85:82, 86:89, 90:98, 92:100, 94:100. Stig ÍR: Tito Baker 45, Eggert Garðarsson 13, Atli B. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 74 orð

Jóhann B. vann Jóhann R.

Jóhann B. Jóhannesson vann nafna sinn R. Jóhannesson, 4­1, í sjónvarpseinvígi sem þeir háðu um síðustu helgi. Jóhannes B. var þá nýkominn frá heimsbikarmótinu í Tælandi og Jóhannes R. hélt til Nýja-Sjálands að loknu einvíginu til að keppa á heimsmeistarmóti, en þar keppir hann ásamt Kristjáni Helgasyni. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 207 orð

JUAN Antonio Samaranch,

JUAN Antonio Samaranch,forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, segir að leikarnir í Barcelona 1992 hafi verið bestu sumarleikarnir til þessa og leikarnir í Lillehammer bestu vetrarleikarnir. Á leikunum í Atlanta hafi komið upp allt of mörg vandamál varðandi tækni- og samgöngumál í borginni. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 99 orð

Knattspyrna Ítalía Bikarkeppnin Fyrri leikur í undanúrslitum. Napoli - Lazio1:0 Alfredo Aglietti (2.) Skotland Celtic -

Ítalía Bikarkeppnin Fyrri leikur í undanúrslitum. Napoli - Lazio1:0 Alfredo Aglietti (2.) Skotland Celtic - Rangers0:1 Holland PSV - Sparta2:1 Vináttuleikur Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 64 orð

Körfulandsliðið á sterkt mót í Danmörku

LANDSLIÐI Íslands í körfuknattleik hefur verið boðið á sterkt mót í Danmörku á milli jóla og nýárs og hefur Körfuknattleikssambandið þekkst boðið. Landsliðið heldur til Kaupmannahafnar 27. desember og verður leikið í höfuðstað Danmerkur 28., 29. og 30. desember og komið heim á gamlársdag. Auk Íslendinga verður danska landsliðið með í mótinu og hin sterku landslið Frakklands og Litháens. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 794 orð

Leikur með áhorfedur

Íþróttir hafa alla tíð verið talnaleikur, þar sem tölur skipta miklu máli til að ná árangri. Það er aftur á móti orðið alvarlegt umhugsunarefni þegar menn eru byrjaðir að fara frjálslega með tölur. Þær voru sláandi tölurnar um áhorfendafjölda á leikjum 1. deildar í knattspyrnu, sem félögin hafa sent til Knattspyrnusambands Íslands. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 242 orð

Meistaradeild Evrópu A-riðill: Aþena, G

Meistaradeild Evrópu A-riðill: Aþena, Grikklandi: Panionios - Ulker Spor81:74 Keith Gatlin 27, George Bosganas 18, George Karadoudis 13 - Harun Erdeni 16, Dan Godfread 15. Moskva, Rússlandi: CSKA Moskva - Maccabi Tel Aviv89:80 Sergei Bazarevich 21 - Randy White 33. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 253 orð

Naumur sigur Skagamanna

Enn og aftur tapaði Tindastóll á lokasekúndunum, að þessu sinni fyrir Skagamönnum, 73:72, en liðin áttust við á Sauðárkróki í gærkvöldi. Þetta er í þriðja sinn í vetur sem Sauðkrækingar tapa með einu stigi á síðustu sekúndum leiks og þykir sumum heimamönnum orðið nóg um. Leikurinn var frá upphafi mjög hraður og bæði lið léku starka vörn. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 69 orð

ROY McFarland,

ROY McFarland, fyrrum knattspyrnustjóri Derby og Bolton hefur verið ráðinn "stjóri" hjá Cambridge. Hann tekur við starfi Tommy Taylor, sem í sl. viku fór til Leyton Orient. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 101 orð

Sameining samþykkt

Á AÐALFUNDUM Íþróttafélagsins Þórs og Knattspyrnufélagsins Týs í Vestmannaeyjum var samþykktur fyrirliggjandi samningur félaganna og Vestmannaeyjabæjar um sameiningu félaganna og aðkomu Vestmannaeyjabæjar að fjármálum íþróttahreyfingarinnar. Samkvæmt samþykktum félaganna þurftu tveir þriðju hlutar fundarmanna á aðalfundunum að samþykkja sameininguna. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 34 orð

Skemmtun ÞAÐ hefur lengi

ÞAÐ hefur lengi verið talin góð skemmtun að fara á völlinn, til að sjá fjörugan knattspyrnuleik. Veita knattspyrnumenn áhorfendum ekki eins mikla skemmtun og áður ­ hefur átak KSÍ, "Allir á völlinn", Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 181 orð

Skýrslan kláraðist í Keflavík

Keflvíkingar höfðu gríðarlega yfirburði þegar þeir tóku á móti Breiðabliki í úrvalsdeildinni í gærkvöldi og sigruðu 125:79. Eins og tölurnar bera með sér hittu heimamenn vel og skorið var það mikið að leikskýrslan kláraðist og gera varð smáhlé á leiknum á meðan framhaldsskýrsla var útbúin. Heimamenn tóku forystu í upphafi en gestirnir jöfnuðu 2:2. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 153 orð

Svíinn Blomqvist seldur til Milan Sænski landsli

Sænski landsliðsmiðherjinn Jesper Blomqvist var í gær seldur frá IFK Gautaborg og er talið að kaupverðið á hinum 22 ára gamla leikmanni hafi verið um 300 milljónir íslenskra króna, en forráðamenn félaganna vildu ekki segja hversu mikið Milan greiddi fyrir hann. Formaður Gautaborgar sagði þó að hann væri dýrasti leikmaður sem félagið hefði selt. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | -1 orð

´URVALSDEILD

´URVALSDEILD KEFLAVÍK 7 5 0 2 694 598 10UMFN 6 5 0 1 541 473 10ÍR 7 5 0 2 636 572 10UMFG 7 5 0 2 658 620 10HAUKAR 6 5 0 1 495 480 10KR 7 4 0 3 634 5 Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 102 orð

Úrslitaleikur HM verður í Japan SEPP

SEPP Blatter, framkvæmdastjóri FIFA, sagði í gær að úrslitaleikurinn í HM í knattspyrnu árið 2002 yrði í Japan. Tveir leikir verða leiknir í Suður-Kóreu, fyrsti leikur mótsins og leikurinn um þriðja sætið. Þing Alþjóða knattspyrnusambandsins, sem er haldið í tenglsum við HM, verður haldið í Suður-Kóreu. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 61 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Golli Fyrsti sigur Grindvíkinga í Seljaskóla í tvö árHELGI Jónas Guðfinnsson og félagar hans í liði Grindvíkinga höfðu betur eftir framlengdan leik í viðureigninni við ÍR í úrvarlsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Þetta varfyrsti sigur Grindvíkinga á ÍR í íþróttahúsi Seljaskóla í tvö ár. Meira
15. nóvember 1996 | Íþróttir | 66 orð

(fyrirsögn vantar)

KR-ingar taka á móti KFÍ frá Ísafirði í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn. Þjálfari KFÍ er Guðni Guðnason sem lék í mörg ár með KR. Meira

Úr verinu

15. nóvember 1996 | Úr verinu | 331 orð

Margir vilja fá vinnu á Kamtsjatka

ÍSLENZKAR sjávarafurðir eru nú að undirbúa sig fyrir alaskaufsavertíðina við Kamtsjatkaskagann austast í Rússlandi. ÍS sér þar um veiðar, vinnslu og sölu afurða fyrir rússnesku útgerðina UTRF eins og á síðasta ári og verður þar með á fjórða tug manna í vinnu. Auglýst hefur verið eftir fólki í 14 stöður og hafa margir sótt um. Ýmsar breytingar Meira
15. nóvember 1996 | Úr verinu | 1368 orð

Rúm 20.000 tonn af ísfiski til Bretlands í ár

ÚTFLUTNINGUR á ísfiski héðan Bretlandi er nú ekki nema þriðjungur af því sem hann var mestur í lok síðasta áratugar. Pétur Björnsson í Ísberg Ltd. í Hull átti stóran þátt í þeirri byltingu sem varð með gámaflutningum á ísfiski frá Íslandi. Þessi útflutningsleið opnaði útgerðarmönnum fiskiskipa af öllum stærðum aðgang að ferskfiskmörkuðum í Bretlandi. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 275 orð

Ástríkur kveiktifyrsta latínu neistann

JÓNAS Knútsson er annar þeirra sem útskrifuðust núna með BA-gráðu í latínu og fékk ágætiseinkunn. Hvers vegna lærðir þú latínu? "Hún er áhugamál sem fór úr böndunum. Ég var í ensku og tók svo námskeið í latínu og einingarnar hrönnuðust upp svo ekki var um annað að ræða en að ljúka þessu. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 395 orð

Er vit í leiknum?

VOPNUM væddur plaffa ég niður menn, skepnur og skrímsli í röðum. Því fleiri sem liggja í valnum því betra. Með tímanum verð ég fimari og kemst lengra og lengra í leiknum. Bak við mig liggja sundurtætt hræin í tugavís. Árangurinn fer eftir því hvað ég er snöggur að verjast og fljótur að ráða niðurlögum óvinanna. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 406 orð

Fljúgandi líkamshlutar

"QUAKE er leikur frá fyrirtækinu "ID Software", en fyrsta shareware-útgáfan kom út 22. júní 1996. Vegna þeirrar útgáfu voru svo miklar væntingar um leikinn að verslanir önnuðu ekki eftirspurn þegar hann kom í búðir. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 140 orð

Jólaskreytingarmeð frönsku ívafi

"FRAKKAR standa framarlega í skreytingarlistinni og Guy Martin er þar í broddi fylkingar. Margar blómaskreytingar eftir hann eru skúlptúrar, sem prýða ýmsar stofnanir víða um heim. Óneitanlega varð ég fyrir miklum áhrifum þegar ég stundaði nám hjá honum nú í haust. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 614 orð

LandfagurrakvennaBANDARÍSKI

RÓMAÐRI fegurð íslenskra kvenna verður gerð skil í þættinum "Inside edition" í lok mánaðarins. Ef að líkum lætur munu 15 milljónir Bandaríkjamanna fylgjast með auk ótalins fjölda um víða veröld, en þessi hálftíma þáttur er sýndur daglega á ýmsum kapalrásum í öllum heimsálfum. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1511 orð

LangþráðurdraumurfagurkeraBlómaskreytirinn Edda Bjarna og kokkurinn og þúsundþjalasmiðurinn Hermann Ísidórsson hafa komið sér

Blómaskreytirinn Edda Bjarna og kokkurinn og þúsundþjalasmiðurinn Hermann Ísidórsson hafa komið sér upp vinnustofu og heimili í 164 fermetra kjallara í Grófinni 1. Valgerður Þ. Jónsdóttir fór í heimsókn og skoðaði hluta af gamla hafnargarðinum í svefnherberginu, nýstárlegar jólaskreytingar, ýmsa handgerða muni og sitthvað fleira. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 171 orð

Latína Er vit í að læra þetta forna mál?

COGITO ergo sum. Ég hugsa, þess vegna er ég. Vita somnium breve. Lífið er stuttur draumur. Latína er indóevrópskt tungumál af flokki ítalskra mála sem breiddist út um allt Rómaveldi. Klassísk latína var ritmál yfirstéttar á gullöldinni, 100 f. Kr. ­ 14 e. Kr. Miðaldalatína var notuð sem kirkjufræði- og stjórnsýslumál í Evrópu fram á 19. öld. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 97 orð

Ljóð og gjafakort

Ljóð og gjafakort BLÓMAKARFAN heitir ný ljóðabók með 39 tækifærisljóðum á jafnmörgum blaðsíðum eftir Unni Sólrúnu Bragadóttur. Bókin er frábrugðin flestum ljóðabókum að því leyti að hægt er að taka hverja einstaka síðu úr bókinni og nota sem gjafakort við margvísleg tækifæri. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 985 orð

Nemendur úr Fjölbraut í Breiðholti tóku þátt í ráðstefnu á vegum ESB

Í LOK október síðastliðinn héldu tólf nemendur og tveir kennarar frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti af stað í nokkurra daga ferð til Alden Biesen í Belgíu til að taka þátt í samstarfsverkefni á vegum Evrópusambandins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES), sem ber heitið "European Classes". Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 431 orð

Ógeðslegur leikur

ÉG ER ekki vanur tölvuleikjum, þó ég hafi notað tölvu í mörg ár við ritvinnslu, þannig að þetta er nýr heimur fyrir mig. Ég var þó fljótari en ég átti von á að komast inn í leikinn og það segir mér að hver sem er sé fljótur að komast inn í hann. Ég var "frústreraður" fyrst vegna þess að ég skildi ekki allt, en um leið og ég komst inn í leikinn byrjaði spennan. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 421 orð

Skilnaður getur líka haft jákvæð áhrif á konur og börn

SKILNAÐUR og að verða einstætt foreldri getur gert móður mun öruggari með sjálfa sig og valdið því að barni finnist það fá mun meiri ást en áður. Þetta kom fram í nýlegri rannsókn sem kynnt var á málþingi í Oxford á dögunum og var unnin af dr. Ann Woollet, kennara við háskólann í Austur-Lundúnum. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 233 orð

Tólf ára aldurstakmark

Mér finnst Quake ekki eitthvað sem banna eigi öllum ungmennum, nema hann breytist til muna á efri stigum. Ég komst ekkert ýkja langt í leiknum, var yfirleitt drepinn í honum snemma Grafíkin í leiknum er það afstæð og teiknimyndaleg að mér finnst ólíklegt að hún geti talist skaðleg ungmennum. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 263 orð

Veitir innsýn í heimsveldi Rómverja

GUÐRÚN Þorbjarnardóttir er hinn nemandinn sem útskrifaðist með B.A.-próf í latínu. Hún hafði tekið nokkur námskeið í ólíkum greinum í heimspekideild meðal annars í málvísindum og íslensku en féll svo fyrir latínunni. Hvað ætlar þú að gera með B.A.-próf í latínu? "Ég get ekki svarað því núna, en sennilega kemur það brátt í ljós. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 22 orð

VINSÆLL EN ÓGEÐSLEGUR TÖLVULEIKUR/2 HVAÐA VIT ER Í Þ

VINSÆLL EN ÓGEÐSLEGUR TÖLVULEIKUR/2 HVAÐA VIT ER Í ÞVÍ AÐ LÆRA LATÍNU? /3 HEIMILI UNGRA OG LISTRÆNNA FAGURKERA Í GRÓFINNI/4 FJÖLBRAUTARSKÓLANEMAR Á E Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

"Virðing má aldrei þverra ..." MOSKVA María Elínborg Ingvadóttir býr í Moskvu þar sem hún gegnir starfi viðskiptafulltrúa

María Elínborg Ingvadóttir býr í Moskvu þar sem hún gegnir starfi viðskiptafulltrúa Útflutningsráðs Íslands. SVALUR nóvembermorgunn, þrír frídagar framundan. Byltingarafmælið bar upp á fimmtudag, því var gefin út tilskipun um frí á föstudeginum, en í staðinn skal unnið á sunnudeginum. Meira
15. nóvember 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1077 orð

Ýmislegar viðbjóðslegar verur

TÖLVULEIKIR verða sífellt fullkomnari og framleiðendur keppast um að gera þá sem líkasta raunveruleikanum. Mikið hefur verið um að gera leiki uppúr kvikmyndum, þ.e. kvikmynd er gerð með öllu því sem henni fylgir og síðan notuð í tölvuleik, myndskeið úr myndinni nýtt í leikinn og sá sem situr við tölvuna getur þannig stjórnað persónum úr myndinni að vild. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.