Handverksfólk á Garðatorgi HANDVERKSFÓLK verður með sýningu á Garðatorgi á laugardag frá klukkan 10 og á sunnudag frá klukkan 12.

Handverksfólk á Garðatorgi

HANDVERKSFÓLK verður með sýningu á Garðatorgi á laugardag frá klukkan 10 og á sunnudag frá klukkan 12. Á sýningunni kennir margra grasa og er handverksfólkið meðal annars með á boðstólnum ýmiss konar muni unna úr tré, gleri og leir, auk vefnaðarvöru, skartgripa og skreytinga af ýmsu tagi. Verslanir eru einnig opnar og boðið verður upp á kaffi, auk þess sem ýmislegt verður til skemmtunar, svo sem kórsöngur, tónleikar og fleira.