Móðir María og ævintýri Púshkins í bíósal MÍR SÍÐUSTU kvikmyndasýningar MÍR á þessu ári verða í bíósalnum Vatnsstíg 10 á morgun, sunnudag, kl. 16. og mánudaginn 16. des. kl. 20.

Móðir María og ævintýri Púshkins í bíósal MÍR

SÍÐUSTU kvikmyndasýningar MÍR á þessu ári verða í bíósalnum Vatnsstíg 10 á morgun, sunnudag, kl. 16. og mánudaginn 16. des. kl. 20. Sýningar hefjsta síðan aftur að loknu hléi um jól og áramót um miðjan janúarmánuð.

Kvikmyndin "Móðir María", sem sýnd verður á sunnudaginn, er frá áttunda áratugnum. Segir þar frá rússneskri konu sem flyst frá Rússlandi til Frakklands snemma á öldinni, gerist nunna í líknarreglu í París og gengur til liðs við andspyrnuhreyfinguna frönsku á hernámsárum Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Skýringar með myndini eru á ensku.

Á mánudag er "Ævintýrið um Slatan keisara" (Skaska o tsare Saltane), teiknimynd byggð á samnefndu verki Alexanders Púshkins. Myndin er sýnd án þýddra skýringartexta.

Aðgangur að kvikmyndasýningu MÍR er ókeypis.