Tóbaksvarnanefnd og krabbameinsfélagið Reyklausir grunnskólanemar verðlaunaðir ÁRLEGA veita Tóbaksvarnanefnd og krabbameinsfélagið reyklausum (tóbakslausum) bekkjum og einstaklingum í grunnskólum verðlaun og viðurkenningarskjöl.

Tóbaksvarnanefnd og krabbameinsfélagið Reyklausir grunnskólanemar verðlaunaðir

ÁRLEGA veita Tóbaksvarnanefnd og krabbameinsfélagið reyklausum (tóbakslausum) bekkjum og einstaklingum í grunnskólum verðlaun og viðurkenningarskjöl. Viðurkenningu fengu allir reyklausir 8. bekkir, 9. bekkir og 10. bekkir er um hana sóttu.

Verðlaun voru veitt sex reyklausum 8. bekkjum en það voru myndskreyttir háskólabolir á alla í bekknum. 30 reyklausir einstaklingar í 9. bekk og jafnmargir í 10. bekk hlutu verðlaun, armbandsúr með áletruninni Reyklaus framtíð, á skífu. Athygli vakti að dregnir voru 7 einstaklingar úr Hagaskóla að þessu sinni, 4 úr Foldaskóla og 5 úr Gagnfræðaskóla Akureyrar en þetta eru einmitt fjölmennustu skólarnir. Í tveimur fyrrgreindu skólunum fengu 8. bekkir einnig verðlaun.

Nemendum á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit var boðið á skrifstofu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis nýlega, ásamt forsvarsmönnum skóla sinna, þar sem þeir fengu verðlaun sín afhent.

Morgunblaðið/Kristján

FRÁ verðlaunaafhendingunni á skrifstofu Krabbameinsfélagsins á Akureyri. Efri röð f.v.: Ingbjörg og Stefán Ringsted, sem tóku við verðlaunum fyrir Árna Má Valmundarson, GA, Lilja Filippusdóttir, Ebba Særún Brynjarsdóttir og Guðbjörg Úlfarsdóttir, einnig úr GA, Petra Ingvarsdóttir, Síðuskóla, Auðrún Aðalsteinsdóttir, Hrafnagilsskóla og Halldóra Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Fremri röð f.v.: Magnús Aðalbjörnsson, yfirkennari GA, Baldvin Bjarnason, skólastjóri GA, Þorgerður Guðlaugsdóttir, skólastjóri Síðuskóla, og Sigurður Aðalgeirsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla.