Spurt er . . . 1 "Herinn? Ekki krónu - eða sjálfvirkan símsvara, sem segir: við gefumst upp.

Spurt er . . . 1 "Herinn? Ekki krónu - eða sjálfvirkan símsvara, sem segir: við gefumst upp. Núna er sköttunum bara sóað," sagði danskur stjórnmálamaður þegar blaðamenn spurðu hann hve miklu fé hann hygðist verja til varnarmála þegar hann stofnaði Framfaraflokkinn árið 1972. Maðurinn sést hér á mynd. Hvað heitir hann?

2 Fjallgarður einn teygir sig eftir Ítalíu. Hann er um 1190 km á lengd og 40 til 130 km á breidd. Á honum er fjöldi virkra eldfjalla. Hvað heitir fjallgarðurinn?

3 Hann kom fyrst fram sem píanóleikari átta ára gamall og er þekktastur fyrir einleiksverk sín fyrir slaghörpu; ballöður, prelúdíur, noktúrnur og valsa. Hann fæddist 1810 og andaðist 1849. Frá 1831 bjó hann í París, en tónlist hans bar oft og tíðum pólskum uppruna vitni. Pólskt nafn hans var Fryderyk Franciszek Szopen, en undir hvaða nafni þekkist hann betur?

4 Carlos Belo biskup og Jose Ramos Horta fengu í vikunni afhent friðarverðlaun Nóbels fyrir sjálfstæðisbaráttu fyrir land sitt, sem áður var nýlenda Portúgala, en var innlimað af Indónesum um miðjan áttunda áratuginn. Hvaðan eru verðlaunahafarnir?

5 Hver orti?

Reikult er rótlaust þangið,

rekst það um víðan sjá,

straumar og votir vindar

velkja því til og frá.

6 Hvað merkir orðtakið að koma einhverjum á kaldan klaka?

7 Núverandi útvarpsstjóri var skipaður Þingvallaprestur í vikunni. Hvað heitir hann?

8 Hún hefur verið kölluð gulldrottningin frá Atlanta og á miðvikudag var hún valinn íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra árið 1996. Hún vann þrenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun í sundi fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum fatlaðra í Atlanta í ágúst og setti um leið þrjú Ólympíuog heimsmet. Hvað heitir umræddur íþróttamaður?

9 Hvað heitir höfuðgyðja sú, sem er kona Óðins og móðir Baldurs?

Svör:

9 1. Mogens Glistrup. 2. Appenínafjöll. 3. Frédéric Chopin. 4. Frá Austur-Tímor. 5. Jóhann Sigurjónsson. 6. Koma einhverjum í vandræði eða klípu. 7. Heimir Steinsson. 8. Kristín Rós Hákonardóttir. 9. Frigg.