Gíslataka í París París. Reuter. VOPNAÐUR maður tók 35 manns í gíslingu í miðborg Parísar í gær. Tveimur tímum síðar hafði hann verið handtekinn og allir gíslarnir leystir úr haldi.

Gíslataka í París París. Reuter.

VOPNAÐUR maður tók 35 manns í gíslingu í miðborg Parísar í gær. Tveimur tímum síðar hafði hann verið handtekinn og allir gíslarnir leystir úr haldi.

Talsmaður frönsku lögreglunnar sagði að maðurinn hefði ráðist inn í banka við Boulevard Haussmann í áttunda hverfi. Tveir menn hefðu verið skotnir og særst lítillega. Þeim hefði þegar verið sleppt. Skömmu síðar voru 32 gíslar til viðbótar látnir lausir og hinum síðasta var sleppt tveimur tímum eftir gíslatökuna.

Að sögn lögreglu situr maðurinn nú í fangelsi. Hann var sagður fyrrverandi starfsmaður bankans, sem hefði viljað ná sér niðri á sínum gömlu vinnuveitendum.