Reuter Di Pietro í jólaskreytingu BRÚÐUR í líki Antonio Di Pietro, sem barðist af hörku gegn spillingu, en hefur nú sjálfur verið sakaður um hið sama, eru til sölu í Napólí á Ítalíu.

Reuter Di Pietro í jólaskreytingu

BRÚÐUR í líki Antonio Di Pietro, sem barðist af hörku gegn spillingu, en hefur nú sjálfur verið sakaður um hið sama, eru til sölu í Napólí á Ítalíu. Brúðurnar eru úr leir og sýna Di Pietro á bak við lás og slá en þær eiga að passa í jötur, jólaskreytingar sem margir Ítalir setja upp í tilefni jólanna.