Styttist í Villiöndina ÆFINGAR eru vel á veg komnar á jólaleikriti Þjóðleikhúsins sem að þessu sinni er Villiöndin eftir Henrik Ibsen.

Styttist í Villiöndina

ÆFINGAR eru vel á veg komnar á jólaleikriti Þjóðleikhúsins sem að þessu sinni er Villiöndin eftir Henrik Ibsen.

Villiöndin er af mörgum talið eitt allra besta leikrit Ibsens og segir frá ljósmyndaranum Hjálmari Ekdal og fjölskyldu hans. Þrátt fyrir þröngan kost unir fjölskyldan glöð við sitt þar til dag einn er gamall vinur fjölskylduföðurins birtist óvænt og ógnar öruggri tilverunni.

Í aðalhlutverkum eru Pálmi Gestsson, Edda Heiðrún Backman, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Sigurður Sigurjónssson. Aðrir leikendur eru Gunnar Eyjólfsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Magnús Ragnarsson, Sigurður Skúlason, Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Flosi Ólafsson og Valur Freyr Einarsson. Lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson, höfundur leikmyndar er Grétar Reynisson, höfundur búninga Elín Edda Árnadóttir, þýðandi Kristján Jóhann Jónsson og leikstjóri er Stefán Baldursson.

ÆFINGAR standa nú yfir á jólaleikriti Þjóðleikhússins, Villiöndinni eftir Henrik Ibsen.