Holl, fitusnauð og ljúffeng nammi-terta EFTIRFARANDI er uppskrift að fitusnauðri tertu, sem er engu síðri en þær sem innihalda fitu og eggjarauður og nú er bara að prófa.

Holl, fitusnauð og ljúffeng nammi-terta EFTIRFARANDI er uppskrift að fitusnauðri tertu, sem er engu síðri en þær sem innihalda fitu og eggjarauður og nú er bara að prófa. Ljúflingsterta með halo- freistingu bolli hrásykur eða púðursykur

4 eggjahvítur

2 bollar hveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsóti

bolli eplamauk

bolli sjóðandi vatn

1 bolli herslihnetuspænir

bolli döðlur saxaðar

* 3 stk. saxað halo-súkkulaði, helmingi fituminna

Þeytið saman sykur og eggjahvítur, blandið þurrefninu varlega út í, síðan eplamauki og sjóðandi vatni. Að lokum er hnetum, döðlum og halo-súkkulaði hrært útí með sleif. Setjið deigið í tvö hringlaga (smurð) tertuform, bakið í ca. 20 mín. við 175C.

Á milli tertubotnanna er gott að setja banana eða jarðarber. Nú svo á hátíðar- og tyllidögum má bæta við rjóma með nokkrum halo-bitum í.

Ath! Í tertunni er engin olía, smjörlíki eða eggjarauður.

* halo-súkkulaðið er fáanlegt í þremur bragðtegundum, þ.e. orange, honey og toffee. Höfundi uppskriftar finnast halo honey njóta sín best í kökunni en hinar bragðtegundirnar eru einnig góðar.