SIGURÐUR SIGURÐSSON Sigurður Sigurðsson var fæddur í Brúnavík við Borgarfjörð eystri 25. maí 1915. Hann lést á Landspítalanum 4. desember síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Sigurður Filippusson og Lukka Árnína Sigurðardóttir. Sigurður átti einn bróður, Filippus.

Fyrri kona Sigurðar var Elín Einarsdóttir og áttu þau tvo syni, Árna Jón og Gissur. Seinni kona Sigurðar var Rósa Björgvinsdóttir og áttu þau fjögur börn, Sigurberg, Þórunni, Þorgeir og Lukku Árnínu.

Útför Sigurðar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.