+ Dagbók Háskóla Íslands DAGBÓK Háskóla Íslands 27. til 30. janúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Mánudagurinn 27. janúar: Erna Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur og Nanna Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur flytja...

+ Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 27. til 30. janúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands.

Mánudagurinn 27. janúar:

Erna Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur og Nanna Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur flytja fyrirlestur í málstofu hjúkrunarfræði í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Nefna þær fyrirlestur sinn "kynningu á krabbameinsráðgjöf Krabbameinsfélags Íslands." Markmið ráðgjafarinnar er að auðvelda almenningi aðgang að upplýsingum og ráðgjöf um krabbamein.

Þriðjudagurinn 28. janúar:

Charles Evans, yfirmaður Atlas hagrannsóknarstofnunar í Bandaríkjunum, mun halda fyrirlestur sem hann nefnir "Lögin og hagfræðin í tengslum við alnetið." Fyrirlesturinn verður frá kl. 12.10­13 í stofu 101 í Lögbergi og er öllum opinn. Charles Evans kemur til landsins á vegum ELSA á Íslandi (European Law Student's Association), Félags evrópskra laganema.

Séra Örn Bárður Jónsson DM, fræðslustjóri kirkjunnar, heldur erindi í málstofu guðfræðistofnunar sem hann nefnir "Að gera þjóð að lærisveinum. Safnaðaruppbygging innan íslenzku þjóðkirkjunnar". Erindið verður haldið í Skólabæ, Suðurgötu 26 kl. 16.00 og er byggt á efni ritgerðar hans til Doctor of Ministry við Fuller Theological Seminary.

Fimmtudagurinn 30. janúar:

Ólöf Ragna Ámundadóttir mun halda fyrirlestur í málstofu rannsóknanema í læknadeild kl. 16.15 í kennslustofu tannlæknadeildar á 2. hæð (grænu hæðinni) í Læknagarði. Ólöf nefnir fyrirlestur sinn "Áhrif endurhæfingar á hjartasjúklinga: Samanburður á tveimur þjálfunaraðferðum fyrir hjartasjúklinga á Íslandi."

Handritasýning Árnastofnunar í Árnagarði verður opin á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 14.00 til 16.00. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum þessa sömu daga ef pantað er með dags fyrirvara.

Föstudagurinn 31. janúar:

Hönnunarkeppni Félags véla- og iðnaðarverkfræðinema verður haldin í sal 2 í Háskólabíói kl. 14.00. Verkefnið sem keppendur eiga að leysa er að hanna tæki sem sækir tvo bolta staðsetta ofan á kassa A og flytja þá að kassa B og setja boltana þar í tvö hólf. Mynda af verkefninu er á heimasíðu véla- og iðnaðarverkfræðinema sjá slóðina: http://www.hi.is/Ìvelin/honnunarkeppni/

Námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ.

Mánudaginn 27. jan.­17. mars kl. 17.30­20.30 (8x). Danska fyrir ríkisstarfsmenn. Ágústa Pála Ásgeirsdóttir og Bertha Sigurðardóttir, kennarar við VÍ.

Íslenska fyrir útlendinga: Byrjendanámskeið, síðdegis 27. jan.­28. apríl. Framhald 1, síðdegis 28. jan.­29. apríl. Framhald 2, síðdegis 28. jan.­29. apríl.

30. og 31. janúar kl. 9.00­16.00 Gagnaskráning og verkefnastjórnun. Í samvinnu við Verkefnastjórnunarfélag Íslands. Klaus Pannenbäcker og Olaf Pannenbäcker, báðir verkfræðingar með langa reynslu af verkefnastjórnun.

Skráning á námskeiðin er hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, sími 525 4923 eða fax 525 4080.