GPS-námskeið á vegum Útivistar ÚTIVIST stendur fyrir námskeiði í meðferð GPS-tækja í samvinnu við Björgunarskóla Landsbjargar og Slysavarnafélagsins. Námskeiðið verður haldið á skrifstofu félagsins á Hallveigarstíg 1 og er skipt niður á tvö kvöld, 27. og...

GPS-námskeið á vegum Útivistar

ÚTIVIST stendur fyrir námskeiði í meðferð GPS-tækja í samvinnu við Björgunarskóla Landsbjargar og Slysavarnafélagsins. Námskeiðið verður haldið á skrifstofu félagsins á Hallveigarstíg 1 og er skipt niður á tvö kvöld, 27. og 28. janúar og hefst kl. 20 bæði kvöldin.

Þátttökugjald er 2.000 kr. og eru námsgögn innifalin. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 15 manns en hafi fleiri áhuga verður annað namskeið haldið. Þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin tæki en nokkur tæki mun verða hægt að fá lánuð. Kennari verður Pálmi Ríkharðsson.