Málstofa í hjúkrunarfræði ERNA Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur og Nanna Friðriksdóttir kynna krabbameinsráðgjöf Krabbameinsfélags Íslands mánudaginn 27. janúar kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Málstofan er öllum opin.

Málstofa í hjúkrunarfræði

ERNA Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur og Nanna Friðriksdóttir kynna krabbameinsráðgjöf Krabbameinsfélags Íslands mánudaginn 27. janúar kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Málstofan er öllum opin.

Krabbameinsráðgjöfin er símaþjónusta á vegum Krabbameinsfélags Íslands. Markmið ráðgjafarinnar er að auðvelda almenningi aðgang að upplýsingum og ráðgjöf um krabbamein. Krabbameinsráðgjöfin er þróunarverkefni sem hófst formlega 1. október 1995. Við þróun og uppbyggingu á starfseminni er stuðst við sambærilega þjónustu sem veitt hefur verið erlendis í mörg ár. Þar hefur gæðamat leitt í ljós að notendur eru ánægðir með þetta þjónustuform og hafa þeir greint frá jákvæðum áhrifum þeirra upplýsinga og ráðgjafar sem þeir fá.