Norrænt ljóðakvöld NORRÆNT tónlistarkvöld með ljóðaupplestri var haldið á kaffihúsinu Eldgömlu Ísafold nýverið. Ljóðskáldin Anna S. Björnsdóttir, Jon Höyer frá Danmörku og Eero Suviltho frá Finnlandi lásu úr ljóðum sínum.

Norrænt ljóðakvöld

NORRÆNT tónlistarkvöld með ljóðaupplestri var haldið á kaffihúsinu Eldgömlu Ísafold nýverið. Ljóðskáldin Anna S. Björnsdóttir, Jon Höyer frá Danmörku og Eero Suviltho frá Finnlandi lásu úr ljóðum sínum. Tónlistarmaðurinn KK lék undir á gítar ásamt Eggerti Má gítarsmið og Matthíasi Kristiansen. Þess má geta að dagskráin verður endurtekin næstkomandi sunnudagskvöld á sama stað.

ANNA S. Björnsdóttir, KK og Eero Suviltho.