Nýr tryllir frá Clint T Eastwood fer með aðalhlutverkið í og leikstýrir nýjum spennutrylli sem heitir Absolute Power". Með honum í myndinni eru Gene Hackman (síðast unnu þeir saman í Hinum vægðarlausu), Ed Harris og Judy Davis ásamt Scott Glenn.

Nýr tryllir frá Clint T Eastwood fer með aðalhlutverkið í og leikstýrir nýjum spennutrylli sem heitir Absolute Power". Með honum í myndinni eru Gene Hackman (síðast unnu þeir saman í Hinum vægðarlausu), Ed Harris og Judy Davis ásamt Scott Glenn.

Myndin er um morð sem tengist forseta Bandaríkjanna (Hackman) og hjákonu hans, en Davis er starfsmannstjóri Hvíta hússins er reynir að gæta forsetans. Framleiðslan gekk einkar vel fyrir sig enda Eastwood þekktur í Hollywood fyrir einkar afslappað andrúmsloft við tökur og snaggaraleg vinnubrögð; hann eyðir aldrei krónu umfram áætlun og skilar einatt af sér á áætluðum lokadegi. Þarna var hellingur af fagmönnum sem vann sitt starf hratt og vel án þess að tútna út í sjálfbirgingshætti," er haft eftir handritshöfundi myndarinnar, William Goldman, en hann vann handritið uppúr sakamálasögu eftir David Baldacci. Ed Harris tekur undir með honum. Tökurnar eru ein eða tvær og kabong, kabinga!" Hann leikur rannsóknarlögreglumann á höttunum eftir morðingjanum og Eastwood er þjófur sem liggur mjög undir grun.

Myndin verður frumsýnd í næsta mánuði í Bandaríkjunum.

ALGJÖRT vald; Eastwood í Absolute Power".