Stal eimreið í Síberíu Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA lögreglan leitar nú manns, sem í vikunni gerði sér leik að því að stela eimreið á einni helztu járnbrautinni í Síberíu og aka henni út í buskann sér til skemmtunar.

Stal eimreið í Síberíu Moskvu. Reuter.

RÚSSNESKA lögreglan leitar nú manns, sem í vikunni gerði sér leik að því að stela eimreið á einni helztu járnbrautinni í Síberíu og aka henni út í buskann sér til skemmtunar. Samkvæmt frásögn fréttastofunnar Interfax kynnti maðurinn sig sem lestarstjóra við öryggisvörð á lestarstöðinni í Tynda á járnbrautarlínunni sem liggur frá Baikal-vatni til austustu héraðanna í Asíuhluta Rússlands. Öryggisvörðurinn vissi svo ekki fyrr til en maðurinn ók eimreiðinni á brott. Hún fannst loks síðla nætur ekki allfjarri lestarstöðinni, en lögreglan er engu nær um hver þarna var á ferðinni.