Síðasta vika Svansins SÝNINGUM á Svaninum í Borgarleikhúsinu fer nú að ljúka, en í fréttatilkynningu segir, að eftir að fréttist að Ingvar, sem leikur Svaninn, væri á förum til útlanda hafi selst upp á allar auglýstar sýningar og biðlistar myndast.

Síðasta vika Svansins

SÝNINGUM á Svaninum í Borgarleikhúsinu fer nú að ljúka, en í fréttatilkynningu segir, að eftir að fréttist að Ingvar, sem leikur Svaninn, væri á förum til útlanda hafi selst upp á allar auglýstar sýningar og biðlistar myndast. Aukasýningum var bætt við og verða þær sunnudaginn 26., þriðjudaginn 28. og miðvikudaginn 29. janúar og þær síðustu sunnudaginn 2. febrúar kl. 17 og 20.

Leikritið er eftir Elisbeth Egloff og er það leikfélagið Annað svið sem setur verkið upp í samstarfi við LR á Litla sviði Borgarleikhússins.