Doktorspróf í fæðingahjálp og kvensjúkdómum Sæmundur Guðmundsson, læknir, hefur nýlega varið doktorsritgerð sína við Lundarháskóla í Svíþjóð. Doktorsvörnin fór fram þann 7. apríl sl., en hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1979.

Doktorspróf í fæðingahjálp og kvensjúkdómum Sæmundur Guðmundsson, læknir, hefur nýlega varið doktorsritgerð sína við Lundarháskóla í Svíþjóð. Doktorsvörnin fór fram þann

7. apríl sl., en hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1979.

Doktorsritgerðin fjallar um nýja aðferð á sviði fæðinga hjálpar. Aðferðinni er hægt að beita til að sjá hvort fóstrinu hættir við súrefnisskorti í fæðingu.

Eftir kandidatsárið á Íslandi hélt Sæmundur til Svíþjóðar, þar sem hann hefur stundað sérnám í kvensjúkdómum og fæðingahjálp. Hann starfar nú við kvennadeild sjúkrahússins í Malmö.

Sæmundur er fæddur íReykjavík árið 1950. Foreldrar hans eru Elín Sæmundsdóttir og Guðmundur Sigurjónsson. Eiginkona Sæmundar er Sigrún Sigurjónsdóttir og eiga þau þrjú börn.

Dr. Sæmundur Guðmundsson.