Fjárhagsáætlun Garðabæjar: 29% tekna varið til framkvæmda Skolphreinsistöð reist við Arnarnesvog Í FJÁRHAGSÁÆTLUN Garðabæjar fyrir árið 1989 kemur fram að heildar tekjur bæjarfélagsins eru um 462,5 milljónir króna.

Fjárhagsáætlun Garðabæjar: 29% tekna varið til framkvæmda Skolphreinsistöð reist við Arnarnesvog

Í FJÁRHAGSÁÆTLUN Garðabæjar fyrir árið 1989 kemur fram að heildar tekjur bæjarfélagsins eru um 462,5 milljónir króna. Þar afer áætlað að um 329,2 milljónum króna verði varið til reksturs en 133,3 milljónum króna til framkvæmda á árinu eða 29% af tekjunum og er það óvenjulega hátt hlutfall að sögn Ingimundar Sigurpálssonar bæjarstjóra. Meðal helstu framkvæmda sem fyrirhugaðar eru áárinu eru gatna- og holræsagerð og er áætlað að verja um 78 milljónum króna til þeirra. Að auki er gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við skolphreinsistöð við Arnarnesvog en til að standa straum af þeim kostnaði hefur verið lagt á sérstakt holræsagjald á hverjaíbúð undanfarin tvö ár. Hafa safnast 45 milljónir í sjóðinn en gjaldið áað greiða fram til ársins 1993. "Þetta er alveg sér verkefni og ég held einsdæmi að sveitarfélag fari þessa leið, að safna fyrst í sjóð áður en verkið er hafið," sagði Ingimundur.

Í fjárhagsáætluninni er meðalannars gert ráð fyrir að 6,2 milljónum verði varið til ræktunar á opnum svæðum og til lóðaundirbúnings í þremur hverfum, það er í iðnaðarhverfinu í Molduhrauni, í Bæjargili og í miðbænum. Þar er félag aldraðra í Garðabæ að byggja þjónustuíbúðir og hefur bærinn í hyggju að kaupa tvær íbúðanna þar af eina fyrir um 5 milljónir á þessu ári en aðrar íbúðir í byggingunni verða í einkaeign.

Garðabær hefur keypt 10 hjúkrunarrými hjá DAS í Hafnarfirði og verða síðustu afborganir greiddar á þessu ári. Þá hefur heilsugæslustöðin við Garðaflöt verið stækkuð og er áformað að innrétta nýja húsnæðið á þessu ári.

Íþróttasalurinn tilbúinn í haust

Rúmlega 100 milljónir hafa veriðlagðar til íþróttamiðstöðvarinnar og hefur sundlaugin þegar verið tekin í notkun og er gert ráð fyrir að íþróttasalurinn verði tilbúinn í haust ásamt hluta af þjónustuaðstöðunni.

"Fjárhagsstaða bæjarsjóðs er mjög góð. Meginhluti langtímalána bæjarins eru lán, sem tekin hafa verið vegna nýbyggingar íþróttamiðstöðvarinnar, og er áætlað að greiða þau niður á næstu tíu árum," sagði Ingimundur. "Ákvörðun um lántöku í tengslum við þessar framkvæmdir byggði fyrst og fremst á því, að þar með mætti stytta bygg ingartímann verulega miðað við það sem áður hefur tíðkast um jafn umfangsmiklar framkvæmdir. Hægt var að bjóða verkið út í einu lagi og ná þannig niður byggingarkostnaði, auk þess sem mannvirkið kæmi fyrr að fullkomnum notum.

Í þessu sambandi er rétt að geta þess að bæjarstjórn var einhuga um þessa leið til fjármögnunar framkvæmdanna en það verður að teljast mikilsvert, þegar um jafn viðamikið verkefni er að ræða og raun ber vitni. Hitt ber svo jafnframt að hafa í huga, að þessi fjármögnunarleið var því aðeins gerð, að heildarskuldir Garðabæjar voru óverulegar fyrir."

Á þessu ári verður hafist handa við stækkun Flataskóla um 4 til 5 kennslustofur og verður hann þá komin í þá stærð sem viðmiðunartölur menntamálaráðuneytisins gera ráð fyrir í 450 til 500 nemenda skóla. Þá hefur verið ákveðið að veita 10 milljónum til byggingar leikskóla í Bæjargili og hefjast framkvæmdir væntanlega á þessu ári.

Hafnaraðstaðan batnar

"Eitt af því sem ástæða er tilað vekja athygli á er að umtalsvert átak verður gert í framkvæmdum við viðlegukantinn við höfnina í Arnarnesvogi. Að þeim loknum batnar aðstaða fyrirtækja þar til mikilla muna því þau hafa þurft að sinna sínum viðskiptavinum frá Hafnarfirði, þar sem hafnaraðstaða hefur ekki verið fyrir hendi hjá okkur," sagði Ingimundur. "Þegar lokið verður við viðleguna og innsiglingin hefur verið dýpkuð er hægt að taka þarna að um 300 til 500 tonna skip. Þessar framkvæmdir hafa staðið yfir í fjölda ára en erfilega gengið að fá til þeirra fjárveitingu."

Heildarkostnaður við skolp hreinsistöðina, sem reist verður við Arnarnesvog er talinn vera um 86 milljónir króna og hefur holræsagjald, sem fyrst var lagt á árið 1987 þegar gefið 45 milljónir. Gerðar hafa verið rannsóknir á því hvernig best verði staðið að málum og munu framkvæmdir hefjast seinni hluta sumars. Öll holræsi verða leidd að stöðinni og ef miðað er við nýjar reglur sem taka munu gildi um næstu áramót á stöðin að geta annað sínu hlutverki næstu áratugi. "Við ætlum að reyna að ljúka við verkið árið 1992 en strax að loknum fyrsta áfanga, sem verður væntanlega um næstu áramót dregur verulega úr þeirri fjörumengun sem nú er," sagði Ingimundur.

Morgunblaðið/Emilía

Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri, við nýju íþróttamiðstöðinaen gert er ráð fyrir að íþróttasalurinn verði tekinn í notkun í haust.