Gissur Gullrass er saklaus MR. JIGGS, sem við Íslendingar þekkjum undir nafninu Gissur Gullrass, hefur legið undir grun í nokkra áratugi. Það var á fjórða áratugnum sem hann var ásakaður harkalega.

Gissur Gullrass er saklaus

MR. JIGGS, sem við Íslendingar þekkjum undir nafninu Gissur Gullrass, hefur legið undir grun í nokkra áratugi. Það var á fjórða áratugnum sem hann var ásakaður harkalega. Talið var að Gissur vissi óeðlilega mikið um það sem gerðist á verðbréfamarkaðnum í New York og sérstaklega það sem mundi gerast næsta dag.

Á þessum árum voru það mangar ar kauphallarinnar sem lásu og skoðuðu teiknimyndaseríuna um Gissur Gullrass hvað ákafast. Talið var að í teikningum af Gissuri og fjölskyldu hans mætti lesa hinar ýmsu tölur sem máli skiptu í viðskiptum næsta dags. Með því að leita vel og raða síðan saman þeim tölum sem þar leyndust mætti t.d. finna upplýsingar umgengi verðbréfa. Þetta kemur framí grein eftir Bill Blackbeard í tímaritinu The San Francisco Academy of Comic Art.

George McManus, höfundur teiknimyndasagnanna um Gissur, réð sér aðstoðarteiknara árið 1938, mann að nafni Zeke Zekely. Zeke segir frá því að þegar hann hóf störf hafi orðrómurinn að mestu leyti verið kveðinn niður, en minnist þess þóað hópur fólks leitaði ákveðinna talna t.d. í lokkum dóttur Gissurar. Þegar hrokkið hár er teiknað, geta liðirnir litið út eins og talan 8 eða jafnvel talan 3.

Ástæðan fyrir því að teiknimynda serían um Gissur Gullrass varð fyrir valinu er sjálfsagt teiknitæknin sem George McManus þróaði. Teikningarnar urðu smám saman meiri og skreyttari. Gissur Gullrass hét raunverulega Jiggs, en í Bandaríkjunum hét myndaflokkurinn Bringing up Father. Titillinn höfðar til óþreyju fullra endalausra tilrauna Rassmínu að koma svolítilli hámenningu inn í höfuðið á manni sínum Gissuri. Þóað við Íslendingar, sem fylgdumst með Gissuri og fjölskyldu, höfum flestir fengið það á tilfinninguna að Gissur væri danskur (flestir Danir héldu það líka), þá var hann Ameríkani af írskum ættum, eins og reyndar höfundurinn McManus sjálfur. George McManus teiknaði mynda flokkinn frá upphafi, frá árinu 1913 og til dauðadags árið 1953. Ef einhver kauphallarmangari hefur treyst á upplýsingar í teikningunum af Gissuri og fjölskyldu, hefur sá hinn sami varla hagnast mikið á því. Gissur Gullrass varð aldrei mikill fjármálamaður, hann tapaði öllum eigum sínum 1923. Honum áskotnaðist reyndar fé aftur síðar, en það var ekki vegna eigin klókinda, heldur tæmdist honum arfur.