Ráðstefnur NordDATA 89 haldið í Danmörku DAGANA 19.-22. júní nk. verður ein stærsta ráðstefna um tölvumál haldin í Danmörku. Þrjá fyrstu dagana munu um 180 fyrirlesarar halda erindi, þar af tveir Íslendingar þeir Þorgeir Pálsson og Haukur Oddsson.

Ráðstefnur NordDATA 89 haldið í Danmörku

DAGANA 19.-22. júní nk. verður ein stærsta ráðstefna um tölvumál haldin í Danmörku. Þrjá fyrstu dagana munu um 180 fyrirlesarar halda erindi, þar af tveir Íslendingar þeir Þorgeir Pálsson og Haukur Oddsson. Síðasta deginum verður varið í vinnuhópa.

NordDATA-ráðstefnur hafa verið haldnar reglulega síðan í kringum 1960. Á síðsutu ráðstefnu, sem einnig var haldin í Kaupmannahöfn voru þátttakendurnir 2450. Núna er búist við rúmlega 2000 þátttakendum.

Hópferð á vegum Skýrslutæknifélags Íslands verður farin til Kaupmannahafnar 17. júní og komið heim föstudaginn 23. júní. Þátttöku bar að tilkynna fyrir 12. maí. Frekari upplýsingar gefur Helga Erlingsdóttir framkvæmdastjóri SÍ.