Guðmundur Jóhannsson Í dag verður minn gamli vinur Guðmundur Jóhannsson borinn til hinstu hvílu. Ég mætti honum fyrst sem verkstjóra hjá Nýju blikksmiðjunni, og síðar hjá Héðni. Hann var einn af stofnendum Bláa bandsins, sem var fyrsta stofnun hér í borg sem var til að hjálpa vínhneigðum mönnum. Seinna stofnaði hann Vistheimilið Víðinesi, fyrir vínhneigða og fatlaða, sjúkrahús með menntuðu starfsfólki.

Guðmundur var spaugsamur og hafði sérstakt lag á að segja eitthvað spaugilegt.

Ég votta ættmennum og öllumí Víðinesi samúð mína.

Einar Valgarð Bjarnason