Minning: Guðmundur Jóhannsson félagsmálaráðunautur Áætlað er að það hafi tekið fimmár að móta AA-stefnuna og ryðja henni braut eftir að frumkvöðlarnir Bob og Bill tókust í hendur vestur í Ameríku árið 1935. Báðir eru þessir menn dánir, en sé annars minnst kemur hinn í hugann.

Árið 1954 flutti Guðni Þór stefnuna til Íslands, og var svo lánsamur að fela hana í umsjá þeirra Jónasar og Guðmundar, sem svo ruddu henni braut og fóstruðu hana yfir bernskuskeiðið hérna í Reykjavík. Með samstarfi þeirra félaga kviknaði eldur sem í þennan aldarþriðj ung, sem síðan er liðinn, hefur ornað mörgum Íslendingnum. Og trú m ín er sú, að AA-eldurinn semþeir félagarnir Guðmundur og Jónas og óþekktir sporgenglar þeirra hlúðu að í kyrrþey, geti ekki slokknað á meðan maðurinn ekki týnir sjálfum sér endanlega. Nú má segja það sama um þessa brautryðjendur og sagt er um Bob og Bill, að sé annars minnst kemur hinn í hugann.

Með þssum línum kveð ég vin minn Guðmund Jóhannsson, sem í mínum huga er Guðmundur á Bláa, og getur aldrei orðið annað en Guðmundur á Bláa.

En hvaða blámi er þetta? Er það blámi heiðríkjunnar sem kvöldroð inn hangir í hérna úti á flóanum, eða er það blámi sakleysisins í augum drengsins sem heldur að allt sé gott á meðan ekki er sparkað í hann oftar en góðvild hans þolir? Nei, og þó, því ótrúlegt þykir mér að Guðmundur hafi nokkun tímann gripið í tómt þegar hann óafvitandi beitti góðvild sinni, hrekkleysi eða hreinskilni. Með nafngiftinni er áttvið Guðmund á Bláa bandinu, kær leiksheimilinu sem ruddi heilbrigðum ofdrykkjuvörnum braut á Ís landi. Á öðru ári AA-samtakanna hér á landi gengust þeir Jónas og Guðmundur fyrir stofnun þessa menningarfyrirbæris í hópi 25 áhugamanna, en Guðmundur sá um reksturinn á meðan stætt var. Síðan flutti hann sig um set og bjó um Bláa bandið uppi í Víðinesi og fóstraði það þar uns hann féll frá.

Minning mín um vin minn Guðmund á Bláa getur ekki dofnað á meðan verk hans tala allt í kringum mig. Hvort Bob og Bill voru innblásnir af guði, hvort Jónas og Guðmundur voru verkfæri guðs í þeirri viðleitni að ryðja bróðurkærleik Frelsarans braut meðal okkar drykkjumannanna skiptir ekki eins miklu og hitt, að um farveginn sem þessi óskabörn hamingjunnar ruddu, hefur lífshamingjan streymt til hundraða íslenskra heimila og þúsunda Íslendinga sem af misskilningi og tepruskap eða tímabundinni geðtruflun, hafa reynt að fela sig fyrir sjálfum sér og samferðamönnum sínum.

Guðmundur meir en taldi það sjálfgefið að honum bæri að flytja boðskap AA-samtakanna til þeirrasem enn þjást, hann var svo samgróinn þessari köllun sinni að honum fannst ekki taka því að orða það, og ef honum hefði verið bent á að blómin spryttu í sporum hans þá hefði hann bara snýtt sér og tekið í nefið.

Megi ég minnast Guðmundar jafn lengi og ég greini blámann hérna yfir flóanum og ef ég ber gæfu til að skynja vonina sem kvöldroðinn kveikir, jafnvel vissuna um betri dag að morgni, þá hefi ég ekki til einskis orðið skjólstæðingur Guðmundar.

Steinar Guðmundsson