15. mars 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2061 orð

LEITIN AÐ FEGURSTU HÚSUM Á ÍSLANDI

Í30 ár hef ég öðru hverju haldið úti pistlum um byggingarlist í Lesbókinni, og fjallað bæði um erlendan og innlendan arkitektúr. Oft hef ég reynt að gera mér grein fyrir því, hvaða hús landsins væri best teiknuð, eða með öðrum orðum, í hvaða byggingu íslenzkur arkitektúr risti hæst. Í framhaldi af því hófst leit að þeim næstbeztu, allt niður í 10. sæti.
ARKITEKTÚR

LEITIN AÐ FEGURSTU HÚSUM Á ÍSLANDI

Fimmtán áhugamenn um arkitektúr, þar af sjö arkitektar, hafa valið 10 fegurstu hús á Íslandi og þá fyrst og fremst með tilliti til arkitektúrs, svo og þess hvernig húsið fer í umhverfi sínu

Í30 ár hef ég öðru hverju haldið úti pistlum um byggingarlist í Lesbókinni, og fjallað bæði um erlendan og innlendan arkitektúr. Oft hef ég reynt að gera mér grein fyrir því, hvaða hús landsins væri best teiknuð, eða með öðrum orðum, í hvaða byggingu íslenzkur arkitektúr risti hæst. Í framhaldi af því hófst leit að þeim næstbeztu, allt niður í 10. sæti. Þegar sá listi var orðinn til, fannst mér að það væri í rauninni afar lítils virði fyrir lesendur Lesbókar að sjá hvað skoðun einn maður hefði á þessu. Niðurstaðan varð því sú að bæta við eigin lista áliti 14 valinkunnra áhugamanna, bæði um byggingarlist og íslenzka menningu. Bróðurparturinn af þeim eru auk þess arkitektar, sem flestir hafa skrifað meira og minna um byggingarlist, sumir hér í Lesbók.

Allir tóku vel í að reyna þetta; sumum fannst í fyrstu, að þarna væri verið að biðja um eitthvað sem væri ómögulegt. Einn sagði: "Ég verð að hugsa mér að þú standir fyrir framan mig með hlaðna skammbyssu og að ég eigi ekki annarra kosta völ en nefna 10 hús". Hann kláraði verkefnið samt fljótt og vel. Aðrir sögðu að það hefði beinlínis verið kvalafullt að þurfa að sleppa húsum sem vel komu til greina. En ekki fannst öllum verkefnið erfitt, heldur "rosalega skemmtilegt" eins og komizt var að orði.

Það var satt að segja dálítið vandamál, hvernig átti að orða spurninguna, svo útskýrt var fyrir hverjum og einum, að hér væri verið að fiska eftir skoðunum á því, hvar beztan arkitektúr væri að finna á Íslandi. Það mátti greiða atkvæði öllum húsum, gömlum og nýjum, án þess að taka sögulegt mikilvægi með í reikninginn. Og að þessum útskýringum loknum var einfaldlega spurt: "Hver finnst þér vera 10 fallegustu hús á Íslandi? Hér var beðið um huglægt mat; hjartað, tilfinningar og smekkur látin ráða, enda er varla hægt að nota annan mælikvarða..

Það kom ekki á óvart hvaða hús fengu bezta útkomu. Hinsvegar kom á óvart hvað þessi 150 atkvæði dreifðust á ótrúlega mörg hús. Vísast endurspeglast í því að þessi hópur hefur yfirgripsmikla þekkingu á bygggingum að fornu og nýju um allt land, en út úr þessu má einnig lesa þjóðlegan metnað og þjóðernisrómantík. Val á einstökum húsum kann að vekja undrun lesenda, ef til vill hneykslun, því fátt eru menn eins ósammála um og það, hvort hús séu falleg eða ljót. En þótt spurningin væri um fegurð, er þó ljóst að hugmyndir um notagildi eru teknar með í reikninginn; einnig það hvernig viðkomandi hús fara í umhverfi sínu, enda er góður arkitektúr reistur á þessu öllu saman.Þátttakendur kynntir

Um þá sem tóku að sér að svara spurningunni er það að segja, að Hörður Ágústsson listmálari er þekktasti fræðimaður okkar um byggingarlist fyrri alda og hefur með rannsóknum sínum þar unnið lofsvert starf. Hjörleifur Stefánsson arkitekt hefur skrifað um arkitetúr í Lesbók og víðar, auk þess sem hann hefur unnið að varðveizlu og endurbyggingu gamalla húsa og er í ritstjórn Minjaverndar. Gestur Ólafsson arkitekt hefur unnið við skipulagsmál og hefur verið driffjöður tímaritsins Arkitektúr og skipulag. Pétur J. Ármannsson arkitekt er forstöðumaður Byggingarlistardeildar á Kjarvalsstöðum og hefur skrifað mikið um sögu íslenzkrar byggingarlistar, þar á meðal í Lesbók. Júlíana Gottskálksdóttir er listsögufræðingur sem starfað hefur á Listasafni Íslands. Magnús Sædal Svavarsson má segja að lifi og hrærist í byggingum sem byggingarfulltrúi í Reykjavík. Guðrún Jónsdóttir er formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar auk þess að vera starfandi arkitekt. Kristín Þorkelsdóttir auglýsingahönnuður hefur lengi rekið Auglýsingstofu Kristínar, en þar að auki er hún listmálari og hefur haldið margar sýningar. Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttarlögmaður, er landskunnur fagurkeri og listsafnari og hefur oft skrifað greinar þegar deilt er um byggingar. Anna Pála Pálsdóttir getur kallast fulltrúi yngri kynslóðarinnar, en hún er bæði arkitekt og innanhússarkitekt. Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari rekur ljósmyndastofuna Ímynd og hefur ljósmyndun húsa verið bæði áhugamál hans og sérgrein. Tryggvi Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri er áhugamaður og vel að sér um byggingar að fornu og nýju og sama má segja um séra Gunnar Kristjánsson, sóknarprest á Reynivöllum í Kjós, sem hefur skrifað um sjónlistir, þar á meðal í Lesbók.

GS

VAL EINSTAKRA

ÞÁTTTAKENDA

HÖRÐUR ÁGÚSTSSON:

1. Víðimýrarkirkja, Víðimýri, Skagafirði. Kirkjusmiður: Jón Samsonarson.

2. Laufás í Eyjafirði, frambæjarhús. Tryggvi Gunnarsson byggði.

3. Alþingishúsið, Reykjavík. Arkitekt: Ferdinand Meldahl.

4. Safnahúsið við Hverfisgötu. Arkitekt: Magdahl Nielsen.

5. Húsavíkurkirkja. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson.

6. Fríkirkjuvegur 11 (íbúðarhús Thors Jensen). Arkitekt: Einar Erlendsson.

7. Landsbankinn í Austurstræti. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

8. Austurbæjarbarnaskólinn. Reykjavík. Arkitekt: Sigurður Guðmundsson.

9 Búnaðarbankinn, Austurstræti. Arkitekt: Gunnlaugur Halldórsson.

10. Þjóðarbókhlaðan, Reykjavík. Arkitekt: Manfreð Vilhjálmsson og að hluta Þorvaldur S. Þorvaldsson.GESTUR ÓLAFSSON:

1. Perlan. Arkitekt: Ingimundur Sveinsson.

2. Þjóðleikhúsið, Reykjavík. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

3. Norræna Húsið í Reykjavík. Arkitekt: Alvar Aalto.

4. Ráðhús Reykjavíkur. Arkitektar: Margrét Harðardóttir og Steve Christer.

5. Háskólinn, aðalbygging. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

6. Árnagarður, Reykjavík. Arkitekt: Maggi Jónsson.

7. Neskirkja, Reykjavík. Arkitekt: Ágúst Pálsson.

8. Barðavogur 13, Reykjavík. Íbúðarhús og vinnustofa Kristjáns Davíðssonar. Arkitekt: Manfreð Vilhjálmsson.

9. Sunnubraut 37, Kópavogi, einbýlishús. Arkitekt: Högna Sigurðardóttir.

10. Brekkuland 4, Mosfellsbæ, einbýlishús. Arkitekt: Halldór Gíslason.GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR:

1. Þingeyrakirkja, Þingeyrum, A.Hún. Kirkjusmiður: Sverrir Runólfsson.

2. St. Jósefsspítali, Jófríðarstöðum, Hafnarfirði. Arkitekt: Knútur Jeppesen.

3. Kjarvalsstaðir, Reykjavík. Arkitekt: Hannes Davíðsson.

4. Menntaskólinn á Akureyri. Sigtryggur Jónson byggði.

5. Bergstaðastræti 70, íbúðarhús. Arkitekt: Skarphéðinn Jóhannsson.

6. Kirkjugarðshús í Hafnarfirði. Arkitektar: Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur Þorvaldsson.

7. Ljósafossvirkjun, Grímsnesi/Grafningi . Arkitekt: Sigurður Guðmundsson.

8. Reykjavíkur Apótek, Reykjavík. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

9. Viðbygging við Sparisjóð Reykjvíkur og nágrennis við Skólavörðustíg. Arkitektar: Stefán Örn Stefánsson og Grétar Marinósson.

10. Glaumbær í Skagafirði.GUNNAR KRISTJÁNSSON:

1. Þingeyrakirkja, Þingeyrum. Kirkjusmiður: Sverrir Runólfsson.

2. Dómkirkjan í Reykjavík. Arkitekt: L.A.Winstrup.

3. Dómhús Hæstaréttar. Arkitektar: Margrét Vilhjálmsdóttir og Steve Christer.

4. Saurbæjarkirkja á Rauðasandi.

5. Alþingishúsið, Reykjavík. Arkitekt: F. Meldahl.

6. Landsspítalinn, Reykjavík, elzti hlutinn. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

7. Safnahúsið við Hverfisgötu. Arkitekt: Magdahl Nielsen.

8. Húsavíkurkirkja, Húsavík. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson.

9. Norræna Húsið, Reykjavík. Arkitekt: Alvar Aalto.

10. Þjóðarbókhlaðan, Reykjavík. Arkitekt: Manfreð Vilhjálmsson og að hluta Þorvaldur S. Þorvaldsson.ANNA PÁLA PÁLSDÓTTIR:

1. Norræna Húsið, Reykjavík. Arkitekt: Alvar Aalto.

2. Ráðhúsið í Reykjavík. Arkitektar: Margrét Vilhjálmsdóttir og Steve Christer.

3. Blönduóskirkja, Blönduósi. Arkitekt: Maggi Jónsson.

4. Dælustöðin við Sæbraut, Reykjavík. Arkitekt: Björn Halldórsson.

5. Sóleyjargata 11 Reykjavík, Íbúðarhús Thors Jensen. Arkitekt: Einar Erlendsson.

6. Gljúfrasteinn, Mosfellssveit. Arkitekt: Ágúst Pálsson.

7. Menntaskólinn á Akureyri. Sigtryggur Jónsson byggði.

8. Framnesvegur 20-24, Reykjavík. íbúðarhúsaröð. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

9. Stýrimannastígur 10 Reykjavík. Íbúðarhús. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson.

10. Lágmúli 4, Reykjavík, verzlunar og skrifstofuhús. Arkitektar: Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson.PÉTUR H. ÁRMANNSSON:

1. Víðimýrarkirkja, Víðimýri. Kirkjusmiður: Jón Samsonarson.

2. Bakkaflöt 1, einbýlishús í Garðabæ. Arkitekt: Högna Sigurðardóttir.

3. Norræna Húsið, Reykjavík. Arkitekt: Alvar Aalto.

4. Húsavíkurkirkja, Húsavík. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson.

5. Dómhús Hæstaréttar, Reykjavík. Arkitektar: Margrét Vilhjálmsdóttir og Steve Christer.

6. Þingeyrakirkja, Þingeyrum, A. Hún. Kirkjusmiður: Sverrir Runólfsson.

7. Mávanes 4, Garðabæ. Einbýlishús. Arkitekt: Manfreð Vilhjálmsson.

8. Sólheimar 5, Reykjavík. Einbýlishús. Arkitekt: Gunnar Hansson.

9. Lækjarsel 9, Reykjavík. Einbýlishús. Arkitekt: Albína Thordarson

10. Neðsti-Kaupstaður, Ísafirði. Endurgerð: Hjörleifur Stefánsson arkitekt.JÚLÍANA GOTTSKÁLKSDÓTTIR:

1.Viðeyjarstofa, Viðey. Arkitekt: Niels Eigtved.

2. Hús Bjarna Sívertsen, Hafnarfirði.

3. Norska Húsið, Stykkishólmi.

4. Víðimýrarkirkja, Víðimýri. Kirkjusmiður: Jón Samsonarson.

5. Þingeyrakirkja, Þingeyrum. Kirkjusmiður: Sverrir Runólfsson.

6. Menntaskólinn í Reykjavík. Arkitekt: Jörgen Hansen Koch.

7. Safnahúsið við Hverfisgötu. Arkitekt: Magdahl Nielsen.

8. Tjarnargata 18, Reykjavík. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson.

9. Neskirkja, Reykjavík. Arkitket: Ágúst Pálsson.

10. Sunnubraut 37, Kópavogi. Einbýlishús. Arkitekt: Högna Sigurðardóttir.HJÖRLEIFUR STEFÁNSSON:

1. Laufás í Eyjafirði. Tryggvi Gunnarsson byggði.

2. Viðeyjarkirkja, Viðey. Arkitekt: G.D.Anthon.

3. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, Reykjvík. Arkitekt: Klentz.

4. Tjarnargata 33, Reykjavík, íbúðarhús. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson.

5. Fjölnisvegur 7, Reykjavík, íbúðarhús. Hönnuður: Jón Víðis.

6. Austurbæjarbarnaskólinn, Reykjavík. Arkitekt: Sigurður Guðmundsson.

7. Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

8. Norræna Húsið í Reykjavík. Arkitekt: Alvar Aalto.

9. Hús Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, Rvk. Arkitektar: Ólafur Sigurðsson og Guðmundur Kr. Guðmundsson.

10. Listasafn Kópavogs, Kópavogi. Arkitekt: Benjamín Magnússon.GUÐMUNDUR INGÓLFSSON:

1. Verkamannabústaðir við Hringbraut, Reykjavík. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

2. Landsbankinn, Austurstræti. Arkitekt: Guð jón Samúelsson.

3. Kirkjustræti 10, Reykjavík. Arkitekt: Einar Erlendsson.

4. Aðalstræti 15, Akureyri. Sigtryggur Jóhannsson byggði.

5. Túngata 18 - Þýzka sendiráðið - Reykjavík. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

6. Austurbæjarbarnaskólinn í Reykjavík. Arkitekt: Sigurður Guðmundsson.

7. Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

8. Kvisthagi 13, Reykjavík, íbúðarhús. Arkitekt: Sigvaldi Thordarson.

9. Faxafen 7, Epalhúsið, Arkitekt: Manfreð Vilhjálmsson.

10. Dómhús Hæstaréttar, Reykjavík. Arkitektar: Margrét Vilhjálmsdóttir og Steve Christer.TRYGGVI GÍSLASON:

1. Menntaskólinn á Akureyri. Sigtryggur Jónsson byggði.

2. Hóladómkirkja, Hólum Hjaltadal. Arkitekt: Thurah.

3. Þjóðleikhúsið í Reykjavík. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

4. Akureyrarkirkja, Akureyri. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

5. Minningarkapella á Kirkjubæjarklaustri. Arkitektar: Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir.

6. Bakkaflöt 1, Garðabæ. Einbýlishús. Arkitekt: Högna Sigurðardóttir.

7. Skildinganes 62, Reykjavík. Íbúðarhús. Arkitekt: Geirharður Þorsteinsson.

8. Lerkihlíð 17 raðhús í Suðurhlíðum, Reykjavík. Arkitekt: Dagný Helgadóttir.

9. Ásvegur 28, Akureyri. Einbýlishús. Arkitekt: Sigvaldi Thordarson.

10. Eiðistorg, verzlanir og íbúðahús, Seltjarnarnesi. Arkitektar: Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall.MAGNÚS SÆDAL SVAVARSSON:

1. Viðeyjarstofa, Viðey. Arkiktekt: Niels Eigtved.

2. Ráðhús Reykjavíkur. Arkiktektar: Margrét Vilhjálmsdóttir og Steve Christer.

3. Suðurlandsbraut 34, Hús Rafmagnsveitu Reykjvíkur. Arkitektar: Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ferdinand Alfreðsson.

4. Norræna Húsið, Reykjavík. Arkitekt: Alvar Aalto.

5. Borgarleikhúsið við Listabraut, Reykjavík. Arkitektar: Ólafur Sigurðsson og Guðmundur Kr. Guðmundsson.

6. Safnahúsið við Hverfisgötu, Reykjvík. Arkitekt: J. Magdahl-Nielsen.

7. Húsavíkurkirkja, Húsavík. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson.

8. Suðurlandsbraut 18, Hús Olíufélagsins, Reykjavík. Arkitektar: Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson.

9. Melaskóli, Reykjavík. Arkitektar: Einar Sveinsson og Ágúst Pálsson.

10. Kringlan 5 - Sjóvá-húsið- Reykjavík. Arkitekt: Ingimundur Sveinsson.GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON:

1. Safnahúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. Arkitekt: J. Magdahl-Nielsen.

2. Húsavíkurkirkja, Húsavík. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson.

3. Dómhús Hæstaréttar, Reykjavík. Arkitektar: Margrét Vilhjálmsdóttir og Steve Christer.

4. Kristskirkja, Landakoti, Reykjavík. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

5. Skeggjastaðakirkja í Bakkafirði. Kirkjusmiður ókunnur.

6. Fáfnisnes 3, Reykjavík. Einbýlishús. Arkitekt: Þorvaldur S. Þorvaldsson.

7. Perlan, Reykjavík. Arkitekt: Ingimundur Sveinsson.

8. Ægisíða 80, Reykjavík. Einbýlishús. Arkitekt: Sigvaldi Thordarson.

9. Hótel Borg, Reykjavík. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

10. Ráðhús Reykjavíkur. Arkitektar: Margrét Vilhjálmsdóttir og Steve Christer.PÁLL V. BJARNASON:

1. Bakkaflöt 1, Garðabæ. Einbýlishús. Arkitekt: Högna Sigurðardóttir.

2. Landsspítalinn í Reykjavík, aðalbygging. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

3. Tjarnargata 22, Reykjavík. Íbúðarhús. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson.

4. Perlan, Reykjavík. Arkitekt: Ingimundur Sveinsson.

5. Listasafn Íslands við Fríkirkuveg, Reykjavík. Arkitektar: Guðjón Samúelsson (eldri hlutinn) og Garðar Halldórsson.

6. Safnahúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. Arkitekt: J. Magdahl-Nielsen.

7. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg. Arkitektar: Einar Sveinsson og Gunnar H. Ólafsson.

8. Alþingishúsið í Reykjavík. Arkitekt: Ferdinand Meldahl.

9. Norræna Húsið í Reykjavík. Arkitekt: Alvar Aalto.

10. Neskirkja í Reykjavík. Arkitekt: Ágúst Pálsson.KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR:

1. Minningarkapella á Kirkjubæjarklaustri. Arkitektar: Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir.

2. Norræna Húsið í Reykjavík. Arkitekt: Alvar Aalto.

3. Sundhöllin við Barónsstíg í Reykjavík. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

4. Þjóðarbókhlaðan, Arngrímsgötu 3, Reykjavík. Arkitektar: Manfreð Vilhjálmsson og að hluta Þorvaldur S. Þorvaldsson.

5. Listasafn Kópavogs, Kópavogi. Arkitekt: Benjamín Magnússon.

6. Kálfhamarsviti við Skagafjörð. Hönnuður: Axel Sveinsson.

7. Austurbæjarbarnaskólinn í Reykjavík. Arkitekt: Sigurður Guðmundsson.

8. Húsavíkurkirkja, Húsavík. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson.

9. Fríkirkjuvegur 11, íbúðarhús Thors Jensen. Arkikekt: Einar Erlendsson.

10. Kirkjugarðshús í kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Arkitektar: Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson.GÍSLI SIGURÐSSON:

1. Húsavíkurkirkja, Húsavík. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson.

2. Safnahúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. Arkitekt: J. Magdahl-Nielsen.

3. Listasafn Kópavogs, Kópavogi. Arkitekt: Benjamín Magnússon.

4. Fríkirkjuvegur 11 - Íbúðarhús Thors Jensen. Arkitekt: Einar Erlendsson.

5. Þjóðleikhúsið í Reykjavík. Arkitekt: Guðjón Samúelsson.

6. Minningarkapellan á Kirkjubæjarklaustri. Arkitektar: Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir.

7. Mávanes 4, Garðabæ. Einbýlishús. Arkitekt: Manfreð Vilhjálmsson.

8. Þjóðarbókhlaðan, Arngrímsgötu 3, Reykjavík. Arkitektar: Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson að hluta.

9. Stykkishólmskirkja, Stykkishólmi. Arkitekt: Jón Haraldsson.

10. Menntaskólinn á Akureyri. Sigtryggur Jónsson byggði.

Lesbók/GS. HÚSAVÍKURKIRKJA, Húsavík.

Ljósmyndari ókunnur.

SAFNAHÚSIÐ við Hverfisgötu.Ljósm.Hjálmar R. Bárðarson/Landið þitt. NORRÆNA Húsið í Reykjavík.Ljósm.Lesbók/GS ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN í Reykjavík.Ljósm.lesbók/Kristinn. DÓMHÚS Hæstaréttar, Reykjavík.Ljósm.Morgunbl./Golli. PERLAN á Öskjuhlíð, Reykjavík.Ljósm. Emil Þór Sigurðsson. RÁÐHÚSIÐ í Reykjavík.Ljósm.Max Schmidt. MENNTASKÓLINN á Akureyri.Ljósm. Jón Ögmundur Þormóðsson. FRÍKIRKJUVEGUR 11 - Thor Jensens hús

Ljósm.Morgunbl./Þorkell. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ í Reykjavík.Ljósm.Páll Stefánsson. VÍÐIMÝRARKIRKJA, Skagafirði.Ljósm.Páll Stefánsson. ÞINGEYRAKIRKJA, Þingeyrum.Ljósmyndari ókunnur. NESKIRKJA, Reykjavík.Ljósm.Jón Ögmundur Þormóðsson. ALÞINGISHÚSIÐ í Reykjavík.

AUSTURBÆJARBARNASKÓLINN í Reykjavík.

Ljósm.lesbók/ÞorkellLjósm.Kristján Magnússon. BAKKAFLÖT 1, Garðabæ.Ljósm.Lesbók/Þorkell. SUNDHÖLL Reykjavíkur.Ljósm. Páll Stefánsson. MINNINGARKAPELLA á Kirkjubæjarklaustri.Ljósm. Lesbók/GS. LISTASAFN Kópavogs.Ljósm. Kristján Magnússon. MÁVANES 4, Garðabæ.Ljósm.Aage Lund Jensen. LAUFÁS í Eyjafirði.LANDSBANKI Íslands, Austurstræti.

Ljósm.Björn Rúriksson.Ljósm. Kristján Magnússon. SUNNUBRAUT 37, Kópavogi.Ljósm. ókunnur. VIÐEYJARSTOFA, Viðey.Ljósm.Björn Rúriksson. LANDSSPÍTALINN í Reykjavík, aðalbygging.Lesbók/GOLLI KIRKJUGARÐSHÚS í Hafnarfirði.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.